Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 48

Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 48
48 NORÐURLJÓSIÐ Viðtal við Gyðnýju Guðjóns- dóttur Föstudaginn 20. febrúar 1981 var ég á gangi eftir Njálsgötunni í Reykjavík. Ég hafði ákveðið að líta inn til Guðnýjar Guðjónsdóttur, og biðja hana að segja mér eitthvað frá reynslu sinni. Að lokum fann ég hús- ið hennar, og hún lét það eftir mér, að rifja upp reynslu sína. Hvenær ert þú fædd? 7. janúar 1892 í Böðvarshólum í Vesturhópi í V estur-Húnavatnssýslu. Attir þú þar heima þín æskuár? Nei, nei. Faðir minn var sjómaður úti á Skaga- strönd, og móðir mín var í nokkurskonar hús- mennsku, þegar ég fæddist. Þetta var algengt þá með fátæka. Hvenær fluttuð þið þaðan? Móðir mín flutti fyrst að Síðu í Víðidal og var þar eitthvað. Svo að Kolugili. Þar var frændfólk okkar. Síðan að Neðra-Vatnshorni. Þar var hann bóndi eitt ár. Þá var farið að Þóreyjarnúpi. Þar voru þau í hús- mennsku og höfðu einhvern part af jörðinni. Þetta var saga margra í Húnavatnssýslu. En fluttust þið svo vestur á Isafjörð? Já. Síðar meir. Ég var 14 ára gömul, þegar ég fór vestur á Isafjörð með pabba og mömmu. Hvenær minnist þú að hafa orðið fyrir trúarlegum áhrifum? Það var vafalítið, held ég, er ég keypti Norður- ljósið af honum Astmari, og las sögurnar, sem voru í því, og það slæddist svona með, að ég las þetta and- lega líka. Það var hið fyrsta. Flytur þú svo frá Isafírði? Ég fór í kaupavinnu norður í Víðidal, að Ásgeirsá, og svo heim aftur. Þá voru pabbi og mamma flutt til Bolungarvíkur. Þar kynntist ég manninum mínum. Hann var þar sjómaður. Þar eignaðist ég tvær dætur mínar. Það voru afskaplega erfíðir tímar og fátækt. Ég veit, að þráin eftir að sættast við Guð byrjaði, er ég las Norðurljósið. Ég fór í kirkjuna, þegar ég fann, að ég þurfti að fá hjálp. Þar var ágætur prestur, en hann talaði ekki við syndara (í messunni á hún við). Hann talaði bara við Guðs börn, svo að ég fór jafnnær í burtu aftur. En þetta er venja í kirkjunni. Það er talað um, að allir, bæði endurfæddir og óendurfæddir, séu Guðs börn. Ég fann, að þar var ekkert fyrir mig. Svo fór ég til trúboða, sem var þar. Þar var bara talað um hvfldar- daginn og ekkert annað. Það greip mig engan veginn. Það var alveg eins og lokuð bók fyrir mig. Nú, svo fór ég að halla mér að því að lesa Morgun. Þar var ritað um andatrú og ýmislegt þessháttar, og einhvern veg- inn líkaði mér það ekki. Guðný segir nú frá orsökum þess, að hún flytur frá Isafirði. Þar koma við sögu fyrirboðar í draumum, sem rættust. Ég fór norður til Akureyrar til pabba og mömmu. Var fyrst hjá þeim, en fékk seinna leigða litla íbúð inn í Fjöru hjá Sigurði Flóventssyni og Sigríði Kristjáns- dóttur. Þá hitti ég hana Ólafíu Einarsdóttur. Hún kom, held ég, að bera út Norðurljósið eða eitthvað svoleiðis. Þá segi ég við hana, hvort ég geti fengið pláss fyrir börnin í sunnudagaskólanum. Hún varð glöð við að koma því til leiðar, að þau færu öll í sunnudaga- skólann, sem voru orðin nógu stór til þess. Svo hugsa ég með mér: Ég ætla nú að prófa þetta. Ég er búin að prófa svo margt annað. Einhvern veginn fannst mér ég hafa fengið eitthvað frá Norðurljósinu. Ég fór svo til mágkonu minnar, Ólafíu Hafliða- dóttur, og spyr hana, hvort hún vilji fylgja mér út að Sjónarhæð, því að ég rataði nú ekkert. Já, já, hún gerði það og kom með mér. Þegar ég settist þar niður, var verið að syngja, og þá fann ég, að þetta voru allt öðru- vísi söngvar en ég hafði nokkum tíma heyrt. Þama leið mér vel. Svo fór maðurinn að tala, og hann talaði við syndara. Það var bara munurinn. Þetta varð til þess, að ég hélt áfram að koma. Ég var einu sinni að ganga heim af samkomu á Sjónarhæð. Þá var ég ekki búin að fá örugga sannfær- ingu í huga minn. Ég stansa á götunni, og þá koma eins og elding inn í huga minn, þessi orð: „Ef Drottinn Jesús hefur komið í heiminn til þess að frelsa synduga menn, þá hefur hann líka komið til að frelsa þig.“ Með það kom trúin inn í hjarta mitt fyrir alvöru. Stundum fannst mér nú eitthvað að, og hann (það er Arthur) ganga of langt, t.d. með skírnina. En svo var ég einu sinni á leið heim til mín. Þá kom þessi setning í huga minn: „Hlýðni er betri en fórn.“ Svo endaði það með því, að ég tók skím. Þá fannst mér þetta svo dýrleg reynsla, að ég get ekki hugsað mér að vera án hennar. Þetta var svo indælt fólk. Hún Kristín Steinsdóttir var alveg sérstök manneskja. Eiginlega kynntist ég henni mest. Nú, eins og allir þekkja, sem vilja snúa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.