Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 49

Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 49
NORÐURLJÓSIÐ 49 sér, þeir verða alltaf fyrir freistingum. Mönnum er ekki lofað að þetta sé alveg stríðslaust. Eg get nú sagt meira frá reynslu minni, en ég held, að fólk skilji það ekki, það er eins og það geti ekki skilið nema það, sem það reynir sjálft. Mér hætti við að tala ljótt, en ég bannaði börnunum mínum að tala ljótt. Svo sagði ég við sjálfa mig, hvað þetta væri nú heimskulegt, aðéggæti ekki sjálfhætt að tala ljótt, en svo væri ég að banna börnunum það. Það var einu sinni, að bömin voru háttuð og sofnuð. Ég var ein vakandi. Þá kraup ég niður við rúmið og grét og bað Drottin að taka þetta frá mér. Daginn eftir þurfti ég að fara út í pósthús og segi við dóttur mína, að hún eigi að vera búin að þvo upp, þegar ég komi aftur. Þetta gengur allt vel, sem ég er að gera, og þegar ég kem aftur og opna eldhúsið, þá stendur hún með þurrkuna í annarri hendi og diskinn í hinni. Henni verður svo hverft við, að hún missir disk- inn og hann mölbrotnar. Ég ætla undir eins að bölva klaufaskapnum í henni, en ég gat ekki hreyft tunguna. Þá var eins og sagt við mig í huganum: „Þú baðst Drottin að taka frá þér blótsyrðin.“ Þá gat ég talað, en ég talaði ekki ljótt orð upp frá því, utan einu sinni á Siglufírði varð mér það á. Þá varð mér svo mikið um það, að ég hljóp heim til mín og bað Drottin að fyrir- gefa mér. Ég held, að enginn hafí heyrt mig tala blóts- yrði síðan, eða leggja Guðs nafn við hégóma, sem er eins ljótt. Þér fínnst þú hafa haft mikinn styrk af þessari trú í erfiðleikum? Já, örugglega. Meira en styrk. Því að það var svo áþreifanlegt, að Drottinn sá fyrir mér. Hann var bú- inn að útbúa fyrir mig það, sem mig vantaði, áður en ég bað um það. Með húsnæði t.d. Ég fór vestur á Siglufjörð. Þar ætlaði maður að ráða mig hinum meg- in við fjörðinn. Þar var einhver síldarútgerð, en róa þurfti yfír fjörðinn þangað. Ég gat ekki hugsað mér að fara þangað með börnin. Ég vildi heldur fara heim aftur en að ganga að þessu. Ég kraup þá niður í her- berginu, sem ég var í, og bað Drottin að hjálpa mér. Svo sagði einhver við mig, að ég skyldi fara út í Bakka til Óskars Halldórssonar. Ég fínn svo Óskar, og hann tekur mér vel. Ég spyr, hvort hann geti látið mig hafa vinnu við síldina. Já, já, hann getur það. Þó er nú ann- að verra, segi ég. Ég get ekki verið í bragga með börn- in, og ég hefí ekkert pláss. Ég skal sjá um það, segir hann. Það er hérna kona, sem hefur herbergi. Svo fer hann með mig upp í Syðri-Bakka, hittir gamla konu, sem átti húsið, og ber upp erindið. Já, það er sjálfsagt, segir hún. Hún getur fengið þetta pláss. Þarna hafði verið búið að geyma þetta pláss handa mér, þú sérð það. Þetta var ekki í eina skiptið, sem svona kom fyrir. Ef þú mættir ráðleggja ungu kynslóðinni eitthvað, hvað myndir þú vilja segja? Ég myndi segja henni að hlusta ekki á kennara, sem segja, að enginn Guð sé til, hlusta heldur á ömmur sínar og afa. Það er frekar eitthvað þar að finna. Þóra G. Pálsdóttir. Þolgæði Náskylt þolinmæði er þolgæði. Það er kristileg dyggð, sem ekki er metin mikils nú á dögum. A efnishyggju- öld vorri þykir þolgæði ágætt, þegar það hefur í för með sér frægð eða fé. An þess er það oft talið leiðin- legt og örvi lítt ímyndunar afl. Nú á dögum er fólk sjaldan hvatt til þess: að breyta ekki um atvinnu, nám eða vera kyrrt í hjónabandi, þegar koma erfíðleikar í ljós. Það er Kristi líkt einkenni, sem hjálpar til að byggja einstaklinginn upp og söfnuðinn þar með, sé „haldið áfram að halda áfram“ í einhverju verki, sem Guð hefur gefíð - eða á götu, sem Guð hefur valið - löngu eftir að ljóminn er farinn af því. Þýtt úr „Bænablaði“ SGM. - S. G. J. „Þér getið ekki þurrkað það út“ Tveir drengir stóðu og horfðu inn í búðarglugga. Annar var eldri en hinn og vel búinn. Hinn var klædd- ur fátæklega. Eldri sveinninn bar demantshring á fingri sér. Skrifaði hann á rúðuna af gáleysi. Drengur- inn hinn tók eftir því og sagði eftir dálitla stund: Þetta megið þér ekki gera. Hvers vegna eruð þér að því? Ég geri það, sem mér sýnist. Hví skyldi ég ekki gera þetta? Hví ekki? endurtók hinn álvarlega, af því að þér getið ekki þurrkað það út aftur. Hvern dag, sem vér lifum, ritum vér sífellt með demanti á steintöflu eilífðarinnar, gerum það með hugsunum vorum, orðum og athöfnum. Vér skulum ávallt minnast þess, að vér getum ekki „þurrkað það út aftur.“ (Norðurljósið 1913, bls. 4.) Bókum var lokið upp .... Og hinir dauðu voru dcemdir eftir því, sem ritað var í bókunum, samkvcemt verkum þeirra. (Opinberunarbókin 20. 12.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.