Norðurljósið - 01.01.1981, Page 50

Norðurljósið - 01.01.1981, Page 50
50 NORÐURLJÓSIÐ Syndarinn og söngurinn Æ, hvað það er leiðinlegt! sagði frú Nevill við mann- inn sinn. Hvað getum við nú gert? Ertu viss um, að það hafí verið síðasta lestin, sem fór þama? Já, svaraði hann, ég er nýbúinn að grennslast eftir því. Það var sagt, að önnur lest færi ekki fyrr en í fyrramálið. Járnbrautarlestin, sem við vorum með, var nærri því heilum klukkutíma á eftir áætlun. Þess vegna misstum við af hinni lestinni. Jæja, við verðum að gera okkur þetta að góðu, elskan mín, sagði hann, er hann sá, hve niðurlút konan hans var orðin. Við getum sjálfsagt fengið gistingu einhvers staðar. Og hugsast getur, að Drottinn hafi eitthvert starf handa okkur hér, svo að tímanum verði ekki eytt til ónýtis. Roger Nevill og kona hans voru á leið heim til trúboðsstöðvar sinnar. Hún var langt uppi í sveit í Astralíu. Höfðu þau verið heima í Englandi um tíma- til að hvíla sig. Innilega langaði þau til að komast sem fyrst aftur til starfs síns, sem var á meðal nýlendu- manna og námumanna í strjálbyggðu héraði. Að öðru leyti voru þeir alveg útilokaðir frá .kristilegum áhrifum. Sannarlega var töfín óþægileg. Þau áttu ekki eftir nema þriggja stunda ferð með járnbrautarlest. Þá voru þau komin heim. Rockville hét bærinn, sem þau höfðu strandað í. Það var nýlendubær í vexti, bæði að stærð og áhrifum. Var það vegna nýfundinna gullnáma þar í grennd. Menn segja, að guðlaust fólk sé hér umhverfís, mælti Neville, er þau hjónin fóru frá járnbrautar- stöðinni. Eg heyrði mann segja, að það væri án vonar og Guðs. Aumingja mennirnir, hver getur kennt þeim um það, meðan enginn er til, sem leiðir þá á betri veg? Hjónin gengu í fáeinar mínútur. Þá komu þau að ferhyrndu svæði, sem kofar námumanna voru um- hverfís. Hví skyldum við ekki halda guðsþjónustu hér úti við? sagði Neville. Þetta er einmitt besti staðurinn. Mennirnir þarna við knæpuna koma þá, ef til vill, hingað. Viltu ekki byrja með því að syngja sálm, elsk- an mín? Það laðar þá hingað fremur en nokkuð annað. Frú Neville hafði fyrir löngu helgað Drottni rödd- ina sína fögru til þess að nota hana honum til dýrðar, hvenær sem tækifæri gafst. Hún fór nú - með innilegri bæn um blessun Guðs - að syngja hinn gamla og velþekkta sálm: Svo aumur sem ég er til þín, . . . Röddin hljómaði, fögur og hrein, í kvöldloftinu svala. Hópurinn litli við khæpuna hætti gamni sínu, er hún heyrðist. Fólkið í húsunum umhverfis fór út í dyrnar eða í gluggana til að hlusta á. Tárin komu í augu margra, kvenna sem karla, er það fór að hugsa um betri og blíðari daga, er fólkið hafði einnig sungið þessi fögru orð. En þar var einn áheyrandi, sem enginn sá. Hann fól sig í skugga húsanna bak við söngkonuna. Hann var hrifínn fjarskalega. Hann hét Jón Grayson, en siðlausastur allra þessara námumanna. Hann hafði verið mörg ár í Rockville. Með ári hverju, sem leið; sökk hann dýpra og dýpra niður í synd og spillingu, - leiddur af vondum félög- um sínum. Hann var þó farinn að hafa óbeit á lífemi sínu upp á síðkastið. Um fram allt langaði hann til að komast á brott frá þessu öllu, frá félögunum, sem hann hataði, en gat þó ekki skilið við. Einmitt þetta kvöld var löngun þessi orðin svo sterk í brjósti hans, að hann var farinn frá koti sínu. Ætlaði hann út í eyði- mörkina utan við bæinn - og koma þangað aldrei aftur. Þessu verður lokið eftir einn klukkutíma, muldraði hacnn við sjálfan sig. Hann greip um leið skammbyss- una, sem hann hafði falið í vasa sínum. Hann læddist áfram á bak við bæinn. Það var einmitt á þessu andartaki, sem hann heyrði röddina fögru. Orðin komu sem rödd frá himni í sálu hans. Svo aumur sem ég er, til þín ég óðar flý, því vegna mín þú bera máttir beiska pín, Guðs blessað lamb, ég kem, ég kem. Grayson stansaði, eins og hann hefði verið sleginn með ósýnilegri hendi. Sálmur móður hans! Mamma. Æ, en hann var búinn að gleyma henni í örvæntingu sinni. Hvað mundi hún hafa sagt, ef hún hefði séð hann nú og vitað, hvað hann hafði ætlað sér að gjöra. Aumingja maðurinn hallaði sér upp að húsvegg, fól andlitið í höndum sér og stundi þungan. Hvílíkar minningar vakti sálmurinn! Þær komu sem örskot aftur í huga hans, minningar löngu grafnar í gleymsku. I huganum er hann enn á ný við banasæng móður sinnar. - O, hvað hún elskaði þennan sálm! Hánn krýpur, tólf ára piltur, við hlið hennar, grætur beiskum tárum, því að hún er nú að deyja. Hve þetta stendur skýrt fyrir augum hans! Ástkæru, sóttmögru hendurnar hennar taka um hendur hans. Hann heyrir hana hvísla: Jón minn, elsku Jón, lofaðu mér því, að þú skulir mæta mér á himnum. Hann man eftir, að hann reyndi að lofa þessu, en tilfinningar sínar gat hann ekki stillt. Þegar hann loks lyfti höfði sínu til að hvísla: Móðir mín, ég lofa því,

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.