Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 51

Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 51
NORÐURLJÓSIÐ 51 þá var sál hennar horfín, - horfin til landsins, sem hún vildi, að hann mætti sér á. Ó, hefði hún lifað, hvílíkur munur hefði þá getað orðið á líferni hans! Það var enginn annar, sem elskaði hann, enginn til að vernda hann fyrir harðhjörtuðum stjúpa hans, sem hann strauk frá eftir fáein ár. Flækst hafði hann hér og þar um mörg lönd. Loksins hafði æðisleg löngun eftir auði leitt hann hingað - til nýlendu gullnema í Vestur-Astralíu. Minningarnar, sem komu fram í huga hans, urðu æ svartari, er minni hans birti honum betur, hve vond var brautin, sem hann hafði fetað, síðan hann kom hér. Hvar mundi hún enda? Grayson leit upp skjálfandi. En ég lofaði að mæta henni á himnum, sagði hann beisklega. Það er víst nokkuð ólíklegt nú, að það geti orðið! Þá heyrði hann orð, sem komu eins og ljósgeisli vonar í örvæntingu hans: Svo aumur sem ég er þú vilt mitt eðli hreinsa syndumspillt, þitt orð mig lífgar líknarmilt. Guðs lamb, til þín, ég kem, ég kem. Var þetta satt? Var þá enn von handa honum? Gæti nokkur, eins spilltur og hann var, beðið um fyrirgefn- ingu? Hann hlustaði á, meðan röddin fagra endaði sálminn. Var þá sem rynni upp fyrir honum bjart ljós. Vissulega gat hann, - jafnvel hann - vænst að fá fyrir- gefningu. Sálmurinn var á enda. En boðskapur hans hafði náð til eins hjarta að minnsta kosti, villuráfandi hjarta. Og á meðan námumennirnir söfnuðust utan um trúboð- ann, kraup Jón Grayson einn við kross Jesú Krists og byrjaði nýtt líf í krafti hans. Til þín af hjarta þrái ég, til þín, Guðs lamb, ég kem, ég kem. Hálfhikandi endurtók hann þessi orð, svo lengi gleymd, nú endurvakin í huga hans. Er hann loksins reis á fætur, hafði hann ásett sér, að hann skyldi að fullu skilja við gamla félaga sína. An þess að kveðja hélt hann áfram og yfir eyðimörkina. Hann var sann- færður um, að Guð mundi leiða sig rétt. Skammbyss- unni fleygði hann inn í hrísrunn einn, er hann gekk framhjá. Guð blessi þessa konu! sagði hann oftar en einu sinni, þegar hann hugsaði um söngkonuna ókunnu. Hún fær víst aldrei að vita, hve miklu góðu hún hefur komið til leiðar, hugsaði hann. Sex ár voru liðin. Jón Grayson var kominn aftur til Englands. Vegnaði honum vel í starfí sínu í Lundún- um. Dag nokkurn, er hann gekk eftir aðalgötu, sem heitir Strand, var mikil rigning. Nam hatm staðar snöggvast við innganginn að Exeter-höllinni, sem er afarstórt samkomuhús. Sá hann auglýst, að þá væri haldin þar trúboðssamkoma. Af því að hann hafði ekkert sérstakt að gera þá stundina, gekk hann inn. Var honum vísað til sætis rétt framan við ræðupall- inn. Þar var verið að syngja sálm, þegar hann gekk inn. Rödd einnar konu, sem stóð á pallinum, vakti strax athygli hans. Hvar hef ég heyrt rödd hennar áður? spurði hann stöðugt sjálfan sig. Mér finnst ég þekkja hana. Samt man ég ekki eftir því, að ég hafl séð konuna. Minningarnar fóru að vakna. Allt í einu áttaði hann sig. Hann mundi eftir áhrifamikla kvöldinu í Astralíu og afturhvarfi sínu. Það var einmitt þessi rödd, engin önnur, sem hafði fært honum boðskapinn um líf og von á því kvöldi. Það var satt. Grayson fór að tala við söngkonuna, er samkomunni var lokið. Hann sagði henni ævisögu sína. Skýrði frá afturhvarfl sínu þetta ógleymanlega kvöld, og frá allri gæsku Guðs við hann ávallt síðan. Þá fylltust augu hennar tárum og hjarta hennar þakklæti. Töfln á ferð þeirra hjónanna hafði þá ekki verið til ónýtis. (Endurprentun úr Norðurljósinu 1. árgangi, 1. tölublaði 1912. Smávægilegar breytingar á málinu hafa verið gerðar . - S.G.J.) Kvenhetjan Maddalína Innsiglingin í höfnina á eynni Kúbu er vemduð af setuliði. Er það um tvö hundruð manns, og búa þeir í kastalanum E1 Morro. Kastalinn stendur sem vörður við flóann fagra, sem höfuðborgin er við. Hann er svo langt frá óheilnæmum götunum í Havanna, að þangað koma sjaldan þeir sjúkdómar, sem svo margsinnis herja þessa spánversku borg. Ar nokkurt var hiti mjög mikill við Mexíkó-flóann. Brennheitir geislar sumarsólar hitabeltisins herjuðu vikum saman á pálmana og granat-eplatrén, sem eru beggja vegna trjáganganna í Havana. Kastalinn litli á ströndinni andspænis, hann fór ekki heldur á mis við óvenjumikla hitann. Morgun einn, er veðrið var heitt og logn að vanda, var farið að hvíslast á um það, að gulan væri komin. Er fólk hittist á götunum, staðnæmdist það og spurði, hvar hún hafði brotist út. í fyrstu var svarið óákveðið. Síðar var gjört uppskátt, að hún hafði komið fyrst upp meðal hermanna í E1 Morro.

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.