Norðurljósið - 01.01.1981, Page 54

Norðurljósið - 01.01.1981, Page 54
54 NORÐURLJÓSIÐ Dóttir prestsins „Fæddur einu sinni, - deyr tvisvar; endur- fæddur - deyr einu sinni.“ Þetta voru orðin, sem Herdís, dóttir sóknarprestsins, heyrði ræðumanninn segja. Hann var að halda guðs- þjónustu í skólahúsinu, sem var nálægt kirkju föður hennar. Er þetta satt? spurði hún sjálfa sig og festi augun á ræðumanninum. En hún heyrði ekki meira af því, sem hann sagði, því að hún var í djúpum hugsunum og óróleg. Andi Guðs var að tala í hjarta hennar. Aðrar raddir heyrðust þá ekki. Herdís var vel menntuð stúlka, kenndi í sunnudagaskólanum og starfaði meðal fátækra. Hún var fjörug, falleg og mjög elskuleg stúlka. En þrátt fyrir það stóð hún andspænis þessari spurningu: Er ég endurfædd? Þú segir, ef til vill: Það hefur hún sjálfsagt verið, vel kristin stúlka. Satt er það: Herdís vissi margt um Drottin Jesúm Krist. Sjálfan hann þekkti hún ekki. Hún hafði lifað svo lengi þar, sem mikið var um guðsþjónustur og bænasamkomur, og svo mikið talað um kærleika Guðs og náðarboðskap hans, að hún hafði aldrei efast um, að hún væri á leiðinni til himnaríkis, væri eins vel kristin og annað fólk. Það hefur líklega verið þessi trú- rækni allt umhverfís hana, sem kom henni til að fínn- ast, að hún væri góð, (eins og hún komst að orði) og aftraði henni frá að skilja, að hún þyrfti sannarlega að endurfæðast, að frelsast - alveg eins og hún hefði verið guðlaus, þekkingarlítil götustelpa, sem ekki hafði verið alin upp til að þekkja það, sem gott var og heilagt. Eg verð endilega að komast að því, hvort ég er endurfædd, sagði hún við sjálfa sig. En ætli það sé nokkur, sem getur sagt mér það? Næsta kvöld talaði ræðumaðurinn um Nikódemus, sem kom til Jesú um nótt. Við hann talaði Jesús ber- lega um þessa hluti, er hann sagði: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann endurfæðist, og: Undrast þú ekki, að ég sagði þér: Yður ber að endurfæðast. (Jóh. 3. 3. og 7.) Þessi ræða hafði ennþá meiri áhrif á Herdísi. Það var hægt að sjá á henni, að hún var gagntekin af djúpri löngun. Herra Ellaby, trúboðspresturinn, sem hélt ræðuna, tók einnig eftir þessu. Asetti hann sér aðnota tækifærið og ganga heim með henni til húss föður hennar. Þar gisti hann. Herdís gekk heim, hálf-glöð, en hálf-hrædd, með predikaranum. Hana langaði mikið til að tala við hann um það, sem henni lá á hjarta. En herra Ellaby var ljúflyndur og hluttekningarfullur, svo að hún átti ekki erfitt með að tjá honum málefni hjarta síns. Ó, herra Ellaby, viljið þér ekki segja mér, hvort ég er endurfædd? Eg get ekki svarað þessari spumingu, unga vina mín, mælti hann. En þú getur það. Ef þú þekkir ekki Guð sem föður þinn og Krist sem frelsara þinn, þá er það víst, að þú ert ekki endurfædd. En þarf ég að endurfæðast? Pabbi er prestur, ég er fermd og fer stundum til altaris. Líka er ég kennari í sunnudagaskólanum, herra Ellaby. Og hún leit angistarfull í augu honum, eins og hún vildi síst af öllu sleppa þeirri hugsun, hvað hún væri góð. Það getur verið, barnið mitt, sagði hann og tók eftir geðshræringunni, sem sást á andliti hennar í tungls- birtunni. En hafír þú aldrei þekkt endurfæðinguna af eigin reynslu, þá verður þú að gera það, ef þú vilt fá inngöngu í himnaríki. Nikódemus, sem var ráðherra meðal Gyðinga, mjög guðrækinn maður, kennari í Israel, og góður maður, þurfti þó að endurfæðast. Og hafí hann þurft þess, þá þarft þú það vissulega líka. Næstu daga lásu þau saman ritninguna og báðu saman. Árangurinn varð sá, að Andi Guðs sýndi Her- dísi, bæði nauðsyn endurfæðingar og hvernig hún ætti að taka á móti Drottni Jesú Kristi í sannri trú. Þetta voru henni dýrlegar stundir. Síðasta kvöldið, er samkoma var haldin, stóð hún og söng með söng- flokknum: Sælustund, sælustund, er Jesú Krists ég fór á fund. Þá runnu tárin niður eftir kinnum hennar. Ekki voru það angistar tár, heldur gleðitár. Nú hafði hún byrjað nýtt líf, barnslegt og fagurt líf, en um fram allt farsælt líf. (Norðurljósið 1. árg., bls. 75.) Smágeisli Frekar gæti ég fært þér úthafíð í lítilli fötu en útlistað kærleika Guðs með orðum mínum. Þú verður að koma sjálfur og steypa þér í djúpið úthafsins. Ó, gæti ég aðeins gefíð þér til kynna, hversu guðdómlega blítt hann elskar þig. Þú tilbiðjandi hneigðir djúpt þitt höfuð fyrir honum, sem lét þyrnikrýna sig. (Nlj. 1912, bls. 71.)

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.