Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 64

Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 64
64 NORÐURLJÓSIÐ km. á næsta stað, þar sem þeir gátu hitt manninn og hlustað á hann, sem þeir elskuðu. Málið var mjög fullt af sársauka, meðan á því stóð. Reyndist Hsi erfítt að sigla á milli Skillu og Karbydis (Tvær meinvættir (steindrangar) í sundinu á milli Sikileyjar og Kalabríu, sanikvæmt trú Forn-Grikkja). En í þessu tilfelli leið ekki langt áður en þessi reynsla hætti. Eftir margra ára dygga þjónustu var kristni- boðinn skyldur til að halda heim og taka sér frí. Um tíma var ekki unnt að senda nokkurn, sem kæmi í stað hans. Kristniboðs-húsið í P’ing-yang stóð autt. Starfsmaður hans fékk sér aðra atvinnu. Umræddi, litli söfnuðurinn tók upp sitt fyrra samband. Undursamlegt var, hvernig fólkið fylgdi Hsi og elskaði hann, jafnvel þegar það fann mest fyrir göllum hans. Guð hafði látið hann verða því til blessunar á hinn besta hátt. Margir gátu þakkað honum líf og heil- brigði eins og annað, sem gerir lífíð þess virði að lifa. Og fólkið vissi, jafnvel er hann var sem einþykkastur og einráðastur, að fúslega mundi hann fórna öllu því til góðs, og hann úthellti sálu sinni daglega þess vegna. Stuttur kafli úr handriti hans, er víkur að þessu tíma- bili, birtir eitthvað af því, sem hulið var undir yfír- borðinu. „Djöfullinn,“ ritar hann, „sem sá, að Guð var að nota mig á þessum þremur eða fjórum árum, með krafti síns heilaga Anda, vildi láta mig hrokast upp og vita af mér. Hann kom fáfróðum mönnum til að ávarpa mig sem „Hirðir“, og ég gat ekki stöðvað þá. Sumir fóru á bak við mig og töluðu um mig sem ,lif- andi Jesúm'. Ég vissi, að þetta var allt gildra djöfuls- ins, að ég tileinkaði mér heiðurinn og yfírgæfí kross Krists. „Ég auðmýkti mig því ennþá meir og leitaðist við að varðveita ávallt hjartalag þrælsins. Ég neytti allrar orku minnar til að leiða menn til iðrunar, að yfírgefa syndina, og gefa þannig djöflinum ekkert færi. Eigi var það svo, að ég væri fær um þetta af sjálfsdáðum. Þetta var allt fyrir og af náð Guðs.“ 13. KAFLI Liðsauki. Það var sumarið 1885, rétt á undan hveiti-uppsker- unni, að þær fréttir bárust til Vestur Chang þorpsins, sem kveiktu fögnuð í hjarta hans Hsi. Mánuðum sam- an hafði kristniboðshúsið í borginni staðið autt, og kristnir menn í suður-Shansi verið sviptir erlendu eftirliti. Hsi, Song og aðrir höfðu gert hið besta, sem þeir gátu. En starfíð var erfítt, og þeir söknuðu upp- örvunar sér reyndari leiðtoga. Liðsauki var nú á leið- inni. Fjórir ungir menn, sem einn eldri kristniboði fylgdi, voru senn væntanlegir til að setjast að í P’ing- yang. Kristnum söfnuði innlendra manna, og einkan- lega leiðtogum hans, er það mikils virði, þegar nýir kristniboðar koma til yfir-umsjónar í einhverju héraði. Honum er það meira virði en nýr prestur söfn- uði heima. Sé ekki mikið í hann spunnið, má fara til annarra presta eða predikara og sækja aðrar guðs- þjónustur. Slíku er ekki til aðdreifa hjákristniboðinu. Þetta er nærri því eins og að gefa börnum nýja foreldra, því að hamingja og framfarir safnaðar lands- manna eru háðar.því, mannlega talað, hvers konar eðlisfar sá maður hefur, sem veitir þeim forstöðu í Drottni. Þeir geta engan annan haft, að minnsta kosti ekki á stöðum inni í landinu. Komi hann ekki með viturlega og kærleiksríka hjálp, verða þeir að fara á mis við hana. Hsi hafði þekkt David Hill. Hugsjónir hans voru háar. Með eftirvæntingu þakklátri beið hann þess: að bjóða hina ókunnu menn velkomna. Þeir höfðu líka sérstakan áhuga fyrir því: að eiga að mæta honum. Þeir komu úr háskólum og úr röðum vinsælla atvinnu-stétta. Yfírgefíð höfðu þeir mörg og mikil tækifæri til að starfa heima. (För þeirra vakti mikla athygli í heimalandi þeirra og víðar, vakti mik- inn kristniboðs-áhuga beggja vegna Atlantshafsins.). Starfíð, sem þeir höfðu helgað sig, var erfíðissamt og auðugt af vonbrigðum og óþægilegt talsvert í nýju umhverfi. Klæddir í víðan fatnað landsmanna og í síða kyrtla og ókunnir máli þeirra, sem hljómaði svo einkennilega, hindraðir af siðaformi og íhaldssömum hugmyndum og framar öllu: undir þungri byrði veru- leika syndar og þjáninga heiðninnar, þá voru þessir ungu menn, byrjaðir að skilja, hvað þetta fyrirtæki hafði kostað þá, er þeir yfírgáfu allt, sem heiminum er kært. En með því að hjálpa til að frelsa menn eins og Hsi og sakir kærleika Jesú, til þess að hann sæi ávöxt af hörmungum sálar sinnar, höfðu þeir yfírgefíð allt, sem heiminum er kærast. En þeir töldu allt þetta vera efni fagnaðar með því að hjálpa til að frelsa menn eins og Hsi. Fréttir höfðu borist af starfínu í Suður- Shan-si og innfæddum leiðtoga þess. Voru þetta vel- komnar sannanir fyrir krafti þess fagnaðar boðskapar, sem þeir voru komnir til að flytja. Og nú, er vestræn menning lá langt að baki þeim, voru þeir að ferðast þvert yfír mið Upplöndin, einmitt í því fylki, þar sem Hsi hafði óþreytandi starfað. Það var fagurt ferðalag frá höfuðborginni yfír þetta sumarland. Þar voru gullnir hveiti-akrar, og ópíums- jurtar vellimir stóðu í blóma. Umkringdur af trjám og grængresi var ótölulegur fjöldi þorpa á sléttunni. Hér og þar var mikilvæg borg umgirt af fomum múrvegg. Þeir héldu áfram í suður, og þéttbýla sléttan lá að baki þeim. Þá tók við tvöföld fjallaröð fast við veginn og

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.