Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 69

Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 69
NORÐURLJÓSIÐ 69 tökum sínum á honum, uns lausn virtist ófáanleg. Hann var tekinn að örvænta, ætlaði að gefast upp í örvæntingu, er hann fyrir forsjá Guðs kynntist nokkr- um P’ing yang mönnum kristnum. Hve mikið hann skildi af fagnaðarboðskapnum, vita menn ekki. En vegna bænar og einhvers mælis trúar á Krist, fékk hann alveg umtalsverða lausn. En kvöldið kom, er hann var aleinn á ferð heim úr borginni. Hann varð að fara framhjá heilögu tré áein- manalegum stað. Var talið, að þarna væri dvalarstað- ur demóna. Er hann nálgaðist blettinn, kom sú yfir- þyrmandi hvöt að honum: að falla fram og tilbiðja eins og hann hafði verið vanur að gera áður. Af alefli stóð hann á móti þessu, en innri hvötin varð of sterk. Hann nam staðar, féll á kné og beygði höfuðið hvað eftir annað niður að jörð. Þegar í stað kom illa valdið yfír hann aftur með tvöföldum krafti. Eymdin, sem hann leið, varð ægileg. Þeir, sem voru í kringum hann, sendu þegar eftir kristnum mönnum og seinna kom kristniboðinn sjálf- ur. Máist aldrei úr minni hans, örvæntingar augnaráð ofsótta mannsins. Hann var þá kominn nærri dauðans dyrum. Líkamleg og sálarleg angist hans var meiri en tvístraðir kraftar hans gátu staðist. En bænin vann sigur á ný. Sálin hrjáða sneri sér til Krists til að fá lausn. Og skömmu síðar dó hann í friði, sem ekki var af þessum heimi. Hvaða hugmyndir, sem koma fram til skýringar á þessum fyrirbærum, þá sýnir reynslan djúpstæða, hagnýta þörf á því, að lífið allt sé í snertingu við Guð, ef þeim, sem þannig þjást, eigi að veitast varanleg lausn. Sjónarmið þetta er alls ekki heldur í andstöðu við vísindalega þekkingu á andlegu og líkamlegu ástandi, sem oft fylgir í þessum tilfellum, en er þó hægt að ráða yfír að einhverju leyti. En þar, sem læknislistin endar og mannlegur kraftur gagnar ekkert, þá eru samt sem áður eftir - meðal heiðinna manna að minnsta kosti - mjög margir þjáðir menn, sem unnt er að færa lausn eingöngu fyrir trúna á Krist. En trúin, sem sigrar, er ekki ávallt fínnanleg, hvorki hjá einstaklingum eða hjá söfnuðum. Leyndardómur hennar er það: að ganga fram í nálægð Guðs og í raun- verulegri fyllingu heilags Anda. Og til þess að þetta megi verða, þarf kröftugar, heitar bænir, bæði fyrir kristniboðum og innfæddum mönnum, að þeir verði sterkir til að sigra í þeim kringumstæðum, sem þeir eru í. Skömmu áður en starfsmannahópur hr. Balle’s kom til P’ing-yang, þá gerðist sorglegt atvik, er sýndi skort kraftar hjá söfnuðinum litla þar í borg. Var það vegna þess, að skortur væri á bænum í heimalandinu? Ur nágrannaþorpi kom leitandi maður. Samkom- urnar hafði hann sótt í nokkra mánuði. Honum virtist vera það áhugamál, að hann yrði kristinn. En allan þennan tíma var heimilisfólk hans kvalið af því, sem það taldi illgirnis athafnir illra anda. Ævin varð því óþolandi byrði. Maðurinn kom að lokum til kristniboðans og sagði: „Þetta er gagnlaust. Eg verð að hætta þessu. Við þol- um ekki þessa eymd lengur.“ Kristniboðinn leitaðist við að hjálpa honum, en árangurslaust. Fann hann allan tíipann til þess með sársauka, að ekki var nægur andlegur kraftur í söfnuð- inum til að sigra þennan erfíðleika. I örvæntingu rauf maðurinn samband sitt við kristna fólkið. Þegar í stað var heimili hans látið af- skiptalaust. Leyndardómsfullu atvikin hættu. Er sorglegt að segja frá því, að hann missti líka áhugann. Þetta eru einkennilegar sögur. Rétt er það, en þær eru sannar. Margt er bak við þær leyndardómsfullt, en staðreyndir verður að fást við. Ennþá mun því svo farið, að stígi bænin upp frá fjallstindinum, þágengur orrustan niðri í dalnum vel. (Sbr. 2. Mós. 17. 8.-13. Þýð.) í sambandi við kristniboðs starf er ekkert, sem er meiri knýjandi nauðsyn en það: að sannarlega sé verið frammi fyrir Guði í bæn fyrir þeim, sem fremstir standa í víglínunni. Því að: „þetta mun verða mér til frelsunar fyrir bænir yðar og fulltingi Anda Jesú Krists.“ (Fil. 1. 19.) Skoðun hans Hsi sjálfs á málinu var sú, að allir óendurfæddir menn séu að meira eða minna leyti undir valdi djöfulsins. Væri þetta hliðstætt því, að allir kristnir menn eru að meira eða minna leyti undir áhrifum Anda Guðs. Margir eru sannkristnir menn, og heilagur Andi býr í þeim, en jjeir eru langt frá því að vera alveg undir stjórn hans. A sama hátt er það, að sá andi, sem „starfar í sonum óhlýðninnar,“ (Efes. 2. 2.) hefur ekki í öllum tilfellum sömu yfirdrottnun. En að hann sé í raun og veru nálægur þeim, sem heyra ekki Kristi til, um það var Hsi viss án vafa. Einnig það, að hann nær æ meira valdi yfír þeim, sem hlýða hvatn- ingum hans og samþykkja stjórn hans yfir þeim. (Berið þetta saman við Jóh. 13. 2., 27., 30.) Hsigerði sér einnig ljóst, að Satan ræður yfír nálega óteljandi herskörum illra anda, þótt hann sé ekki óháður tak- mörkunum. (Efes. 6. 11., 12.) Herskari, (legíó) voru 3000-6000 hermenn hjá Rómverjum. Slíkur herskari fór í svínahjörð, sem í voru um 2000 svín og tortímdi henni. Hsi vissi af reynslu, að enginn skortur er á nálægð illra anda enn á vorum dögum. Á fyrri árum sínum, er hann var Konfúsíusar-trúar maður, hafði verið hamrað inn í hann: að auðsýna fyrirlitning slíkum efnum. Ásamt öðrum fræðimönn- um, sem hann var kunnugur, kallaði hann Tao-ism- ann og meðfylgjandi djöfla tilbeiðslu hans: sie-kiao, auvirðilegan eða óhreinan flokk. En þegar honum lá á, sendi hann undir eins eftir miðlinum og fór eftir þeim

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.