Norðurljósið - 01.01.1981, Side 71

Norðurljósið - 01.01.1981, Side 71
NORÐURLJÓSIÐ 71 sér til borgarinnar. Það var einmitt eitt ár frá því, að koma Mr. Ballers og starfsliðs hans hafði leitt til nán- ara samstarfs við kristniboða, sem voru trúbræður hans. Hafði þetta leitt til nánara samstarfs hans og þeirra. Var hann því meir en fús til: að bjóða þetta tækifæri velkomið, er hann gæti haft samfélag við einn af stjórnendum kristniboðsins. Þeir fundust og dróg- ust jafnt hvor að öðrum. Er Hsi fann skilninginn, sem mætti honum, opnaði hann brátt hjarta sitt. Ráð- færðu þeir sig hvor við annan langtímum saman og báðu saman fyrir öllum sviðum starfsins. Nutu þeir líka andlegs samfélags. Var fremur meiri hjálp veitten þegin. Dagarnir liðu of hratt, með margháttuð áhuga- mál sín. En nógu voru þeir langir til að knýta þá vin- áttu, sem órofin hélst til æviloka. Sautján ár eru liðin, síðan þetta gerðist. Stevenson hefur ávallt verið önnum kafinn við umsjón kristni- boðs, sem nálega nær yfir öll fylkin í Kína. En ekkert getur máð úr minni hans og hjarta áhrifin djúpu, er sambandið við Hsi hafði á hann, er þeir dvöldu saman þessa sumardaga í P’ing-yang. Langt samtal, meðal svissneskra fjalla, hefur fram- kallað allt þetta aftur. „Nei, hann var ekki mikill fyrir mann að sjá. Enginn gat samt verið í návist hans eina stund án þess að vita, að hann var maður markmiðs, boðskapar, með eilífð- ina fyrir augum. Eitthvað var það í augnaráði hans, er lét fólki finnast: hér er sannfæring skýr og geysilegur áhugi. „Hann var hvorki daufgerður né letilegur. Glaður var hann í framkomu, önnum kafínn ávallt, gaf öllu gaum og kurteis fram í fingurgóma. I nálægð hans varð ekki leikið sér að smámunum né tímanum eytt í auka-atriði. Hugsjón átti hann aðeins eina, hina æðstu, sem gagntekið getur sálina. Guð var honum raunveruleiki. í öllu og ávallt sneri hann sér beint að Guði. Frelsun sálna, - hún var ástríðan, sem gagntók hann. „Var hann mikið hjá þér?“ „Já, þó að það væri hveiti-uppskera. Hann kom þó nokkrum sinnum og dvaldi þá dögum saman í P’ing- yang. Við áttum löng samtöl. Eg heyrði hann líka predika, hvað eftir annað, því að við höfðum sam- komur á hverju kvöldi ásamt daglegu biblíu-námi með kristnum mönnum. Þar sem hann var, var ekki unnt að verða mosavaxinn. Ég sá hann líka stjóma ýmsum hagnýtum framkvæmdum. Því meir, sem ég kynntist honum, því meiri áhrif höfðu á mig prúðmennska hans, viska og hæfíleikar.“ „Það var ekki unnt að vera með Hsi án þess að bæn væri höfð um hönd. I öllu var sú eðlishvöt hans fyrst: að snúa sér að Guði. Löngu áður en lýsti af degi heyrði ég til hans, yfir bakgarðinn, í herbergi sínu. Þá bað hann og söng stundum saman. Bænin virtist andrúmsloft lífs hans. Hann vænti augljósra svara við bæn og fékk þau.“ „Við ferðuðumst saman einu sinni. Við komum í lítið veitingahús. Þá man ég, að kona kom til hans. Hún var með sárþjáð bam í fanginu. Þannig var fólk vant að koma til hans alls staðar. Það vissi, að hann var guðsmaður og gat hjálpað því. Það var alveg eftir- tektarvert, hve frjálslega það safnaðist umhverfis hann, tjáði honum vandræði sín, og áleit það öruggt, að hann tæki bæði tíma og hefði samúð til að sinna því. Þessi móðir, til dæmis, kom undir eins angistarfull, er hún vissi, að hann væri staddur í veitingahúsinu. Hsi reis þegar í stað á fætur til að mæta henni. „Vertu ekki óróleg, litla barninu mun fljótlega líða betur.“ Hann tók barnið þegar í stað í fang sér og bað um lækningu þess. Konan huggaðist mikillega og fór á brott. Fáum stundum síðar sá ég litla náungann. Hann var þá að hlaupa um kring, heilbrigður að því er virtist og hamingjusamur. Slíks mátti vænta hjá Hsi.“ „Einu, sem ég sá, mun ég aldrei gleyma. Það var eftir trúaðramótið í P’ing-yang. Síðla kvölds kallaði Mr. Cassels á mig að koma út og sjá, hvað væri að ger- ast. Ég fór hljóðlega með honum út í garðinn framan við húsið. Er við nálguðumst hann, heyrðum viðgrát- hljóð, og lágar, biðjandi raddir. Þarna var heill hópur af þessum kæru mönnum og Hsi mitt á meðal þeirra. Voru þeir að hrópa til Guðs um afturhvarf ættingja og vina heima. Margir grétu, og einfaldleiki þessara bæna í krafti heilags Anda var markverður mjög og hrærandi. „Þeir trúðu á bæn, fyrirbæn. Mundi það hafa verið til mjög lítils gagns: að reyna að sannfæra þá um, að slíkar bænir væru aðeins eins konar andleg leikfimi. Gagnið að þeim væri ekki raunverulegt. Til þess þekktu þeir of vel kraftinn, bæði í lífi sjálfra sín og þeirra, sem þeir báðu fyrir.“ „Hvað virtist þér um starf hans Hsi á þessum dögum? Sýndist það umfangsmikið?“ „Furðulega mikið. Jafnvel þá voru Hælin orðin mörg, skipulögð vel og gagnleg mjög. Hsi var gæddur óvenjumiklum kaupsýslu hæfileikum, og rækilega gekk hann að verki í hverju, sem hann tók sér fyrir hendur. Fjölmenna heimilið hans og allt, sem þar fór fram, var skipulagt á mjög reglubundin hátt. Og það var sjón að sjá lyfin framleidd fyrir Hælin.“ „Bjó hann til margar tegundir af töflum?“ „Vissulega, til að lækna margs konar sjúkdóma. Gaf hann þeim öllum sérkennileg nöfn. Tegundin ein var Loh-uen Wan-tsi, eða Paradísar-taflan. Var það uppáhaldslyf, man ég eftir. Lyfin handa ópíums- sjúklingunum voru þrenns konar og notuð í röð: Hið fyrsta var nefnd Seng-ming Wan, lífgandi taflan.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.