Norðurljósið - 01.01.1981, Page 78

Norðurljósið - 01.01.1981, Page 78
78 NORÐURLJÓSIÐ meir dró hinn upphafni frelsari önnur hjörtu til frið- ar síns og gleði. Þá komu kristniboðarnir. Þeir fundu þarna lifandi starf Guðs. Þeir fóru að næra það og fóstra. Blessunin yfír starfinu breiddist út, svo að þeir Mr. Stevenson og Hsi urðu að ferðast yfír fjöllin til að koma föstum samfélögum barna Guðs á laggirnar og skíra marga trúaða menn, sem aldrei hefðu getað ferðast alla leið til P’ing-yang. Sannleikurinn barst til margra borga og fjarlægra þorpa. Hvemig hann komst þangað, reynum vér ekki að rekja. Heldur ekki ferðalagið, er ferðamennirnir óðu yfír ár og klifu fjallaskörð. Þeir ferðuðust dag eftir dag yfír þetta einmanalega, en yndislega landssvæði, glaðir yfír auðsjáanlegu starfí Guðs. I þrjá daga voru þeir að klifrast yfír vatnaskilin. Þá komu þeir til Ta-ning. Fundu þeir þar mikið starf í fullum gangi. Mr. Cassels var fólkinu orðinn svo kær, að sterkir menn grétu eins og börn, þegar hann fór þaðan til annars svæðis, þar sem enn meiri þörf var á starfí. Þeir söfnuðu saman kristnum mönnum og þeim, er beðið höfðu um skím. Síðan héldu þeir áfram í áttina þangað, sem Ch’u átti heima. Þeir fóru niður brattar fjallahlíðar í þröngan dal. Viðtökur biðu þeirra þarna, sem engir kunna að veita, nema krismir menn, er aðeins hittast einu sinni á ævinni, og það mitt í svartnætti heiðninnar. Þeir dvöldu þarna í nokkra daga. Var þá vígð Ta-ning kirkjan, og fyrstu skímirnar vestan Fen ár- innar fóru fram. Þetta voru líka dagar ofsókna. Sú alvarlega tilfínning hvíldi á hjörtum allra, að hugsan- lega gætu þeir svo tekið þátt í þjáningum Jesú, að þeir yrðu að deyja. Þess vegna er það, að blessuninni og alvörunni, sem hvíldi yfír þessurii stundum á heimili hans Ch’u, verður ekki lýst . . . Dásamlegt var að heyra vitnis- burði þessa blátt áfram og einlæga fólks. Það hafði verið frelsað frá valdi Satans og flutt inn í dýrlegt frelsi barna Guðs. Næsta dag sást þó enn meira fagnaðarefni. Þá fór fram skírn. Heiðingjar stóðu umhverfís, þögulir af ótta, meðan nítján manns, konur og karlar, játuðu trú sína á Krist með því að skírast. Heima hjá Ch’u um kvöldið safnaðist krisma fólkið saman til að neyta drottinlegrar máltíðar. Erfítt var að fara og yfirgefa þá, er tóku svo vel á móti andlegri hjálp og kennslu. En Ch’u varð eftir hjá þeim. Og starfíð, sem heilagur Andi hafði byrjað, mundi ekki skorta stöðuga forsjá Drottins. Margt verður til að ræða um, þegar allir verða komnir í hús Föðurins, sem hefur svo mörg hýbýli, og að ræða þar um trúfesti Drottins, sem leiddi þá öruggt allt til enda, líka á stundunum myrku, þegar sumir af þessum Ta-ning mönnum áunnu sér kórónur píslarvottanna. Upp og upp héldu ferðamennimir áfram í norður þrjár dagleiðir frá þorpinu hans Ch’u. Þá komu þeir í annað hérað, sem hlotið hafði blessun af starfí hans þar. Þetta var yndislegt smáþorp. Skuggar kvöldsins voru famir að lengjast, er ferðamennimir nálguðust það. En koma þeirra var tilkynnt. Það gerðu varð- hundar þorpsins, sem urðu þeirra varir jafnskjótt og þeir nálguðust. Aður en þeir komust heim að húsum kristna fólksins, voru opnaðar dyr, og vingjamlegar raddír kölluðu til þeirra að koma inn úr vaxandi rökkr- inu. Hvílíkar móftökur! Þeir fengu stórt hellis-her- bergi til umráða. Heitt vatn og „te“ var bráðlega borið fram. Á meðan þeir vom að kynnast nágrönnunum, sem troðist höfðu inn, var kvöldverður reiddur fram í skyndi. Kepptu hinir kristnu um að koma með það góðgæti, sem þeir höfðu ráð á. Næsti dagur var sunnudagur, merkisdagur í sann- leika. Aldrei höfðu slíkar samkomur sést í Tao-hisang. Kristna fólkið hafði aðeins einu sinni séð kristniboða. Hann var nýkominn til Kína og gat ekki talað málið mikið. Nú voru þarna þrír útlendingar og tveir hirðar, sem voru landsmenn þeirra. Varla hafði þeim áður orðið ljóst, að kirkja Krists væri svo virðulegur söfn- uður. Kristniboðarnir urðu mjög snortnir af því, að í þessu afskekkta þorpi fundu þeir slíka sanna trú og kærleika. Margir vom leitendur, sem vildu láta skír- aSt. Svörin við þeim spurningum, sem Mr. Stevenson lagði fyrir þá, voru mjög markverð. Er þeim var bent á, að trúmennska gagnvart Kristi mundi án vafa hafa í för með sér ofsóknir, og gæti jafnvel kostað þá lífíð, Svöruðu hinir og aðrir með ákefð: „Við viljum heldur deyja en skiljast við Jesúm.“ Tíminn leiddi í ljós, að þetta var ekki innantómt sjálfshrós. Um kvöldið fannst kyrrlátur staður. Rann þar djúp- ur og straumhægur fjallalækur. Lítill, grænn gras- blettur var þar. Þarna krupu þeir á kné undir berum himni. Þetta var fyrsta skírnin, er þorpsbúar höfðu nokkru sinni séð. Sex konur voru á meðal þeirra, sem þannig játuðu trú sína á Krist. Engir horfðu á síðustu samveru stundina. Þá minntust þeir dauða Drottins við borð hans, sem þeir elskuðu, þótt þeir höfðu aldrei séð hann. Hsi og Ch’u leiddu samkomuna. Sumir viðstaddir, sem verið höfðu þar, sem þúsundir voru komnar saman, héldu, að þeir hefðu aldrei verið vitni að áhrifameiri og hjartna-hrærandi athöfn. Samferðamennirnir skildust næsta dag. Mr. Stev- enson hélt í norður til höfuðborgar fylkisins. Þaðan ætlaði hann til strandar. Ch’u varð kyrr til að gæta sinnar dreifðu hjarðar í fjöllunum. Hsi sneri aftur með

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.