Lögrétta - 01.03.1932, Page 4

Lögrétta - 01.03.1932, Page 4
119 LÖGRJETTA 120 úti, gátu ekki fengið sínar skuldir greiddar, en voru sjálfir stórskuldugir Bandaríkjun- um. Þau fóru fjárhagslega best allra þjóða út úr heimsstyrjöldinni og mistu einnig hvað fæsta menn, rúmlega 115 þúsundir. Stríðskostnaðurinn kom ekki nándar nærri eins hart við þá eins og Breta, eða nam 8,67% af þjóðarauði þeirra. Þeir auðguðust á ýmsan hátt á styrjöldinni, bæði áður en þeir gengu í hana sjálfir og eftir það. Þeg- ar heimsstyrjöldinni lauk, voru fjórar Ev- rópuþjóðir orðnar Bandaríkjunum fjárhags- lega liáðar að einhverju leyti, eða skulduðu þeim meira eða minna fje. Bandaríkin höfðu sem sje lánað samherjum sínum í Evrópu yfir 2000.000.000 punda. Hvað mest- ur hluti þessarar skuldar kom á herðar Bretum. Þeir höfðu á stríðsárunum og skömmu á eftir fengið hjá Bandaríkj unum alls 4277 miljónir dollara og greitt fljót- lega aftur rúmlega 202 milj., svo að skuld in var 4075 miljónir dollara. Frakkar skuld- uðu Bandaríkjunum næst mest af Evrópu- þjóðunum og þá ítalir. Eftir samningagerð- ina, sem fram fór 1923, var talið svo, að helstu Evrópuskuldir Bandaríkjanna væru þessar: Bretar skulduðu 4600 milj. dollara, Frakkar 4025 milj., ítalir 2042 milj., Belg- íumenn 417 milj. og 780 þús., Jugoslavar 62 milj. 850 þús. Sem dæmi þess hver áhrif stríðsskuldirnar og styrj aldarkostnaðurinn hafði á þjóðirnar, jafnvel þær, sem sigr- uðu, má geta þess, að skuldabyrði Breta hæklíaði úr 14 pundum á mann fyrir stríð í 160 pund eftir stríð, en ófriðarkostnaður þeirra nam, eins og áður segir, meira en þriðjungi af öllum þjóðarauði þeirra. Þar við bætist svo öll ringulreið viðskiftalífs- ins og atvinnuleysið. Fyrst svona reyndist útkoman hjá sigur- vegurunum, má gera ráð fyrir því, að hún hafi ekki verið glæsileg hjá þeim, sem sigr- aðir voru. Skaðabæturnar og stríðsskuld- irnar, sem um er deilt, voru fyrst og fremst bygðar á greiðslugetu þeirra, á mati skaða- bótanefndanna á því, hversu mikið Þjóð- verjar gætu greitt samkvæmt 233. og 234. gr. Versalasamninganna. Erfiðleikarnir hafa svo að miklu leyti sprottið af því, að ákvæði áætlananna um þetta hafa reynst ófram- kvæmanleg, Þjóðverjar hafa ekki getað og á síðkastið ekki viljað, borga það, sem á þá hefur verið lagt og ýmsir hafa frá upp- hafi talið mjög ósanngjarnt. Þegar Hoover-gjaldfrestunin hófst, skuld- uðu Þjóðverjar Bandaríkjunum 8400 milj. gullmarka, eða nærri helming þeirra föstu lána, sem þeir höfðu fengið eftir stríðs- lokin. Allar skuldirnar, sem lagðar voru á herðar þeim eftir styrjaldarlokin námu 132 þúsund miljónum gullmarka, auk allmikill- ar vörugreiðslu. Samkvæmt Versalasamn- ingunum mistu Þjóðverjar ennfremur um áttunda hluta af landi sínu (rúml. 70 þús. ferkm.) með ca. 6V2 miljón íbúa og allar nýlendur og eignir erlendis. Þannig var Þýskaland svift 16% af kolaframleiðslulandi sínu eins og það var fyrir stríð, og 48% af járnvinslulandi sínu. Einnig voru þeir svift- ir afar miklu af vopnum og öðrum hergögn- um, um 6 milj. byssum af ýmsum gerðum, 13 þús. flugvjelum, 50 þús. skotfæravögn- um, 11 þús. vígvallaeldhúsum o. s. frv. Of- an á þetta komu svo 132 þúsund miljóna marka stríðsskuldir, sem lagðar voru á herðar Þjóðverjum og miklar vöruafhend- ingar. Af þessu leiddi ógurlegt hrun í öllu fjármálalífi Þýskalands og sífelt verðfall marksins, uns svo var komið, að 4,2 biljón- ir pappírsmarka þurfti í dollarinn. „Þannig gekk hin hryllilega styrjöld af hinni óham- ingjusömu þjóð blæðandi til bana, stjórn- lausri, varnarlausri og sviftri löndum og lausum aurum“, segir von Kuhlmann í bók- inni, sem áður er nefnd. Þetta er þá í stuttu máli eiginlegur grund völlur stríðsskulda og skaðabótamálanna, eða það, sem deilurnar snúast um. En sá lagastafur, sem liggur til grundvallar fyrir greiðslunum er fólginn í 233. og 234. grein Versalasamninganna. í þessum samningum sjálfum er ekkert tiltekið um það hversu miklar greiðslumar eigi að vera, en ákveð- ið, að setja skuli nefnd til þess að meta þær. ,Sú nefnd átti að athuga eignir og gjaldgetu Þjóðverja öðruhvoru, gefa sjálf- um þeim færi á því að setja fram sinar skoðanir og mætti svo sveigja til greiðsl-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.