Lögrétta - 01.03.1932, Síða 8

Lögrétta - 01.03.1932, Síða 8
127 LÖGRJETTA 128 fyrir stríð, s. s. um 3 % á ári. Það er einn- ig að hans áliti ekki annað en hjátrú að hröð framsókn í þessum efnum, eða ör framleiðsla, ■ geti ekki átt sjer stað nema um takmarkaðan tíma í einu og- þá komi afturkippur. Framleiðslugetan eykst ekki meira en neytslugetan, hvorutveggja helst í hendur. Einstaklingsframtakið hefur sýnt undraverða seiglu í þessari kreppu, þrátt fyrir þau höft, sem íhlutun ríkisins hefur lagt á það. En kapitalistiskt viðskifta- líf verður að sjálfsögðu að geta gert ráð fyrir skynsamlegri festu í peninga- eða gjaldeyriskerfinu, sem það er bygt á. Það er hið eina verulega hlutverk ríkisvalds- ins í afskiftum af viðskiftalífinu, að sjá um það, að slík festa haldist. En ríkið hefur brugðist í þessu, því hefur ekki tek- ist það. Þegar peningakerfið (monetary system) komst á ringulreið bugaðist einn- ig sú framsókn viðskiftalífsins, sem ein- staklingsframtakið hafði haldið uppi og kreppan hófst fyrir alvöru. Það er undar- legt, að eftir slíka reynslu, sagði prófessor- inn að lokum, skuli fólk ennþá trúa því, að frelsun mannkynsins sje fólgin í vaxandi íhlutun ríkisvaldsins um viðskiftalífið. Annar alkunnur norrænn hagfræðingur, Svíinn Bertel Ohlin hefur einnig nýlega haldið fyrirlestra í Englandi um kreppuna. (Newmarket-fyrirlestra við Lundúnahá- skóla). Ilann segir, að megineinkenni kreppunnar og orsakir sjeu þær, að saman hafi farið verðfall iðnaðarins og búnaðar- kreppan, sem sprottið hafi af öðrum or- sökum og hvorutveggja hafi komið á tíma, þegar öryggi og viðnámsþróttur atvinnu- lífsins var mjög lítill, minni en fyrir stríð. Til þess að bæta úr kreppunni þarf við- reisn alþjóðlegs lánstrausts og öryggis bankanna og viðrjetting á fjárhag ríkj- anna. Margir nefna einnig spamað sem nauðsynlegt skilyrði til þess, að kreppunni linni. Prófessor Ohlin er ekki viss um það, að sparnaðurinn út af fyrir sig dugi neitt að ráði. Aukinn sparnaður hefur í för með sjer minkandi eftirspum og dregur að ýmsu leyti úr framleiðslu og verslun. Ilinsvegar telur hann, að úrlausn skaðabóta og skulda- málanna muni meira en nokkuð annað geta stuðlað að því að koma aftur á reglu og trausti: Hann telur nauðsynlegt að fá breytt stuttum lánum ýmsra ríkja í löng lán og- að gefa fjárhagslega veikum lönd- um greiðslufrest á vöxtum, en fullkomlega verði kreppan ekki sigruð nema með stöðv- un verðfallsins. cKreppan og framleíðslan Hjer á undan eru raktar dálítið skoðanir tveggja hagfræðinga á kreppunni og er þá ekki úr vegi að kynnast dálítið skoðunum kaupsýslu- og fjármálamannanna sjiálfra. Franski bílasmiðjueigandinn Citroén segir líka, að kreppan sje ekki of mikilli fram- leiðslu að kenna. Hún er vottur um slæmt skipulag, segir hann, og á að verða og mun verða til þess að kenna heiminum það, að í öllum greinumi þarf að vera regla og skipulag, hver maður á sínum stað, eftir lífskröfum sínum og getu. Af þessu mundu koma auknir möguleikar fyrir frelsi, meira starísþrek, meiri starfsgleði og meiri gróði. Hann segir, að stjórnmálamennirnir hafi nú víðast horn í síðu stórframleiðslunnar og hindri hana á ýmsan hátt, af því að þeir misskilji hana og haldi að kreppan stafi af of mikilli framleiðslu. Hann held- ur þvert á móti að sigrast megi á krepp- unni með alheimssamtökum stórframleiðsl- unnar og afnámi óskynsamlegra hafta og tolla. Þessi skoðun Citroéns er hin algenga skoðun stórframleiðendanna í Evrópu og Ameríku. Hún kemur einnig fram í um- mælum annars stórframleiðanda, Bata skó- smiðs í Tjekkoslovakíu. Stórframleiðsla hans hefur beðið ýmislegan hnekki af kreppunni, innflutningstollum og verndar- tollum þeim, sem henni eru samfara í ýms- um löndum. Ilann hefur orðið að taka sjö þúsund skósmiði úr vinnu í skósmiðjum sínum, en hefur útvegað þeim aðra vinnu á meðan ,,skókreppan“ helst. í ávarpi, sem hann hefur nýlega gefið út til verkamanna sinna, segir Bata m. a.: Allar áhyggjur okkar í nútíð og framtíð eru sprottnar af erfiðleikunum á því að selja það, sem við búum til, vegna þess að yfrið nóg er til af öllu. Áður fyr höfðu mennirnir miklu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.