Lögrétta - 01.03.1932, Page 10

Lögrétta - 01.03.1932, Page 10
131 LÖGRJETTA 132 minkað eins mikið eða meira en verslunin. Samkvæmt þýskum skýrslum hefur iðn- aðarframleiðsla minkað um 25—30% á ár- unum 1929—31, en framleiðsla búnaðaraf- urða hefur minkað miklu minna. Innflutn- ingshöft og verndartollar hafa dregið mikið úr millilandaverslun, en aukið nokkuð heimaframleiðslu * sumra landa. Kreppan hefur komið harðast við ýms kornútflutn- ingslöndin. Rússland hefur þó aukið utan- ríkisverslun sína og Þýskaland flutt miklu meira út en inn. Innflutningur Útflutningur í millj. doll. í millj. doll. 1930 1931 1930 1931 Bandaríkin .. .. .. 3120 2088 3780 2424 England .. .. .. .. 4656 3600 2784 1764 þýskaland.. .. .. .. 2472 1608 2700 2196 Frakkland .. .. .. 2052 1656 1680 1188 Canada .. .. 1008 612 888 588 Indland .. .. 684 468 924 564 Japan .. .. 756 648 708 588 Holland .. .... 972 768 684 528 Italía .... 912 612 636 528 Bclgía .... 864 660 732 648 Argentína.. .. .. .. 624 348 516 432 Ástralía .... 444 180 432 324 Tjekkoslovakia .. .. 468 348 516 384 Svíþjóð .. .. 444 360 420 288 Spánn .. .. 468 228 444 180 Sviss .. .. 516 432 336 264 Danmörk .. .. .. .. 444 348 408 312 Brasilia .. .. .. .. 251 132 312 240 Noregur .. .. .. .. 288 216 180 108 Alls 21444 15312 19080 13548 Þar að auki er svo utanríkisverslun Rússa, sem var: innfl. 480 milj. og útfl. 444 millj. 1930 og hafði aukist um ca. 20% frá 1927—29. "Kreppan oq ríhíssjóðír Ríkissjóðir allra landa hafa einnig feng- ið að finna sárt til kreppunnar. Tekjur þeirra eru mjög háðar afkomu atvinnu- lífsins og minka eftir því sem gjaldgeta þeirra þverr, en gjöld ríkjanna eru fastari. Flest ríkin hafa því verið rekin með tals- verðum halla, þótt reyht hafi verið að spara. Bandaríkin fóru auðugust allra landa út úr styrjöldinni. Fjárhagsárið 1929—30 var tekj uafgangur þeirra 183 miljónir dollara, auk þess, sem þeir minkuðu ríkisskuldir sínar um 745 milljónir. Síðan hefur hagur- inn síversnað og er nú gert ráð fyrir 2,1 milljarða halla á fjárhagsáirinu 1932—33, en síðastliðið ár var hallinn 900 milljónir. Sum einstök ríki eru þó nokkuru betur stödd en sambandið, því að þau nota mest eignaskatt, en sambandið aðallega persónu- legan tekjuskatt og gróðaskatt á hlutafje- lög. Bandaríkin mistu einnig 270 millj. doll- ara tekjur síðastliðið fjárhagsár vegna Floover-greiðslufrestsins. Frakkar höfðu einnig farið fjárhagslega vel út úr stríð- inu að ýmsu leyti og búið vel að sínu. 1930 —31 var hallinn á ríkisbúskap þeirra þó orðinn ca. 2% milljarður franka og síðasta fjárhagsár hefur hallinn sennilega orðið um 5 milljarðar reikningslega, en raun- verulega miklu meiri, því að þeir hafa greitt um 5 milljarða af hailanum úr sjer- stökum varasjóðum frá fyrri árum. í Eng- landi var hallinn á fjárhagsárinu 1930-—31 23 milljónir punda og á fjárlögum yfir- standandi árs er reiknað með 75 milljón punda halla, sem jafna á með sparnaði og minkuðum afborgunum af ríkisskuldum. Síðustu sparnaðarráðstafanirnar nema um 70 milljónum punda og er nú talið að Bret- ar hafi sigrast á fjárlagakreppu sinni. Hol- lendingar standa sig einnig vel, en hafa þurft að spara á ýmsum liðum. Reiknings- legur halli á núgildandi fjárlögum þeirra er að vísu nokkur, en mikið af hallanum eru gjöld vegna raunverulegra eignaaukn- inga. Norðurlönd hafa einnig, hlutfallslega við flest önnur ríki, staðið sig sæmilega. I Danmörku var 25 milljón kr. tekjuaf- gangur 1930—31 og ráð er gert fyrir því, að hallinn 1931—32 verði ekki mjög til- finnanlegur. 1 Noregi er gert ráð fyrir sæmilegum jöfnuði og í Svíþjóð var góður tekj uafgangur 1930—31, en á fjárlögum yfirstandandi árs er gert ráð fyrir tals- verðum halla og miklum nýjum sköttum (ca. 70 millj. kr.), til þess að vega upp á móti honum, auk þess sem gera má ráð fyrir því, að Kreuger-hrunið valdi talsverðu t j óni. í Ítalíu var 150 milljón líra tekjuafgang- ur 1929—30 og höfðu skattar þó verið

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.