Lögrétta - 01.03.1932, Síða 21

Lögrétta - 01.03.1932, Síða 21
153 LÖGRJETTA 154 hvernig hægt er að ná nokkuru af orku efn- isins án þess að nota radioactiv efni. Það er aðeins lítið af orku, sem þeir hafa náð með aðferðum sínum, miklu minni en sú orka, sem þeir hafa þurft til þess að knýja vjelar sínar. Engar horfur eru á því, að þessi orkuvinsla verði fyrst um sinn hag- nýt fyrir iðnaðinn, en starf Cockcrofts og Walton’s er mikilsvert spor í þá átt, og er hugsanlegt, að í framtíðinni takist slík orkuvinsla í stórum stíl. Vísindamenn, sem fást við hagnýta náttúrufræði, keppa að því að finna orkul/'nd, sem auðugri sje en kol eða fossar og beina athygli sinni að hinu óskaplega orkumagni, sem bundið er í ögnum efnisins. Orka himinhnattanna er næstum því vafalaust sprottin af því, að efni bre.vtist í orku. Cockcroft og Walton eru þeir fyrstu, sem búið hafa til vjel, sem leikið getur eftir eina þá starfsemi, sem fram fer innan í himinhnetti, sem sje þá, sem gerir það kleift, að efni breytist í orku, þótt þetta sje nú aðeins hægt í mjög smáum stíl. 1 stjörnunum er efninu breytt í orku, sem birtist í formi ljóss, birtist sem ljós. t áhaldi Cockcrofts og Walton’s er efninu breytt í orku, sem kemur fram sem hreyfingarorka í fljúgandi helium-at- ómum. Cæsar sjálfur hefur ekki verið hamingju- samari og hepnari en þessir ungu menn, segir Crowther ennfremur. Þeir hafa ver- ið svo hepnir að vera í nánd við höfuðlínu þróunarinnar á mjög framsæknu tímabili og hafa haft hæfileika til þess, að hagnýta ■á.rangur margra annara tilrauna til þess að leysa mikilvægt úrlausnarefni, sem var komið svo vel á veg, að það var þroskað til úrlausnar. Aðrir hafa leyst eins erfið úrlausnarefni, en ekki samskonar. Einstein var þannig svo heppinn, að vera við hend- ina þegar eitt af hinum stóru úrlausnar- efnum eðlisfræðinnar var tilbúið til lausn- ar. Það sem hann sjálfur lagði af mörkum var í sjálfu sjer ekki meira en margir aðrir höfðu lagt fram, en áhrif þess virtust meiri, af því að svo vildi til að það var síðasta sporið, sem gerði fjallgöngumönn- unum það kleift að líta yfir tindinn. Atómfræðin eru gömul, þau spretta smá- saman úr atómfræðum Grikkja. Hugmynd- in um atómin var notuð á ýmsan hátt lengi fram eftir öldum, af Robert Boyle, af John Mayow í Oxford á 17. öld, og Newton hratt þessum athugunum vel á veg, en John Dalton má einna helst teljast höfundur hinna nýju atómfræða. Það er samt varla fyr en fyrir svo sem hálfri öld, að lagður er vísindalegur grundvöllur hinna nýtísku atómfræða með ritgerð eftir Sir J. J. Thomson (1883), en Rutherford lávarður hefur orðið frægur fyrir slíkar rannsóknir á seinustu árum. Hann sundraði atóm- kjarna með hjálp radioactivra efna. Af öðr- um vísindamönnum, sem við þessi fræði hafa fengist má nefna Niels Bohr, og Crow- ther nefnir sjerstaklega Tuve, Hafstad og Dahl og segir ennfremur að Cockcroft hafi haft stuðning af athugunum, sem ungur rússneskur eðlisfræðingur, Gamow, gerði. Hjer er annars ekki tækifæri til þess, að rekja sögu þessara rannsókna, eða lýsa til- raununum sjálfum. Það er ekki annara meðfæri en sjerfræðinga og aðrir hafa varla gagn eða gaman af því. En tilraun- irnar eru svo merkilegar í sjálfu sjer og opna svo mikla möguleika, bæði fræðilega og sennilega líka hagnýta, að þetta er af fróðum mönnum talin einhver merkasta vísindaleg nýjung, sem fram hefur komið um alllangt skeið. Gausanne Jafnvel þótt heimurinn hafi verið orðinn hálfþreyttur á nefndum, sem átt hafa að laga ástandið, biðu flestir Lausanne-fund- arins með eftirvæntingu. Skuldamálin, sem rakin eru hjer að framan, eru orðin svo flókin og úrlausn þeirra og annara fjár- hagslegra erfiðleika orðin svo aðkallandi, að annaðhvort var að grípa fast í taum- ana nú eða aldrei. Það var nauðsynlegt af fjárhagslegum og siðferðilegum ástæðum og sú niðurstaða, sem fengist hefur, ætti að verða til þess að koma á nokkurri kyrð meii’i en verið hefur og efla gagnkvæmt traust í viðskiftum þjóðanna, en erfiðleik- arnir hafa ekki síst stafað af traustspjöll-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar: 2.-3. tölublað (01.03.1932)
https://timarit.is/issue/171402

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2.-3. tölublað (01.03.1932)

Gongd: