Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 22

Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 22
155 LÖGRJETTA 156 unum og' losi því, sem komist hefur á hugs- unarhátt manna í viðskiftum, og á láns- traustið. Lausanne-ráðstefnan var sett í Hðtel Beau Rivage. Mac Donald var forseti henn- ar og sátu hann fulltrúar frá 15 þjóðum, en helstu menn hennar, auk enska forsæt- isráðherrans, voru M. Herriot, franski for- sætisráðherrann og Hr. von Papen, þýski kanslarinn og einnig Mr. Neville Chamber- lain og Sir John Simon frá Bretum, Signor Grandi og Signor Mosconi frá ítölum, von Neurath frá Þjóðverjum, Renkin frá Belgíu og Yoshide frá Japan. Aðalritari ráðstefn- unnar var Sir Maurice Hankey. Ræðurnar, sem fluttar voru opinberlega á ráðstefnunni, voru flestar fremur al- menns efnis og orðalagið alment, þótt góð- ur vilji á því að komast að einhverri nið- urstöðu væri frá upphafi augljós og þrátt fyrir alt máske Ijósari en á nokkurri fyrri ráðstefnu um þessi mál. Aðalstörfin fóru, eins og venja er til, að sjálfsögðu fram á einkafundum og af þeim vita menn enn lítið með vissu. En eftir mikið þóf, og eftir að horfur höfðu verið á því, að ráðstefnan ætlaði að fara út um þúfur, tókst loks samkomulag um miðlun, sem líklega verður þó í framkvæmdinni til þess að allar stríðs- skuldir og skaðabótagreiðslur falla niður til fulls. Þær falla nú niður um óákveðinn tíma, en Þjóðverjar eiga, þegar úr raknar kreppunni, að greiða 3 miljarða marka. Mac Donald sagði í ræðu á ráðstefnunni, að hún væri haldin í skugga hinnar geig- vænlegustu kreppu, sem yfir heiminn hefði gengið á friðartímum og benti á nýja skýrslu frá fjármálanefnd þjóðaþandalags- ins um það, að velta heimsverslunarinnar væri nú ekki hálf á við það, sem hún hefði verið á fyrsta ársfjórðungi 1929, og að at- vinnuleysingjum hefði fjölgað um meira en helming, væru nú 20 til 25 miljónir. Engin þjóð þolir þetta til lengdar, engin þjóð get- ur sigrast á þessu einsömul. Erfiðleikarnir láta ekki undan öðru, en sameiginlegu á- taki allra þjóða. Væntanlega verða gerðir Lausanne ráðstefnunnar til þess að greiða fyrir því að úr rakni og til þess að styrkja trúna á það, að úr geti raknað, en á því veltur mikið — á því veltur framtíð fjár- mála- og viðskiftaskipulags heimsins. Qusturlönd Meðan vestrænu þjóðirnar, fyrst og fremst Evrópumenn, deila um það hvort eða hvernig þeir eigi að bjargast úr sínu eigin öngþveiti, meðan ósamkomulag þeirra og skammsýni þoka þeim nær og nær hruni valds þeirra og menningar, eru Austur- landaþjóðirnar að nota sjer neyð þeirra og sundurþykkju til þess að losna undan yfirráðum þeirra og koma ár sinni sem haganlegast fyrir borð í sinni eigin álfu, þótt þar sje reyndar líka hver höndin upp á móti annari. Deilur Kínverja og Japana eru ennþá mjög alvarlegt úrlausnarefni, þótt minna beri á þeim en áður. Nýja Mansj úríuríkið, með fyrverandi Kínakeis- ara sem málamyndastjórnanda, er alveg á valdi Japana og v'arla annað en yfirvarp til þess að gera Japönum það auðveldara seinna meir að innlima landið, en þeir eiga þar mikilla hagsmuna að gæta. Þeir hafa nú tekið til sinna þarfa stórfje af tolltekj- um, sem Kínverjar eiga að fá og innheimta (um 15% af öllum slíkum tekjum Kín- verja). Þær hafa m. a. verið að veði fyrir erlendum lánum og hafa Bandaríkjamenn mótmælt þessu í Tokio. En Japanar svara því einu, að í Mansjúríu sje sjálfstæð stjórn, sem þeir beri enga ábyrgð á og vísa til hennar, svo að þessi mál eru enn í ó- vissu. — Eins er um Indlandsmálin. Wil- lingdon lávarður hefur barið andstöðuna gegn Bretum niður með miklu meiri hörku, en fyrri landsstjórinn gerði, en ólgan er mikil undir niðri. Það er auðvitað óvíst og ekki líklegt, að þessi aðferð verði til þess að greiða fyrir úrlausn deilumálanna, en Bretar ætla ekki að reyna að brjóta Ind- verja á bak aftur, heldur ætla þeir enn að semja við þá og hafa að vísu til þess all- góða aðstöðu, vegna reynslu sinnar og stjórnvitsku og sundurlyndis hinna. En erfiðleikarnir eru líka miklir, því að þeir þurfa að taka tillit til margra hagsmuna, innlendu þjóðhöfðingjanna, fjandskapar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.