Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 25

Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 25
161 LÖGRJETTA 162 mannaeyjum við sömu iðju, kvæntist þar og skildi við konuna. Næstu tvö árin er hann fyrst í Reykjavík og síðan vestur í Breiðafirði, og á hann þau ár í málavastri bæði fyrir sig og aðra, og þykir standa sig vel í þeim sökum. Og líklega er það þess vegna, að hann fær nú fje í hendur til laganáms. Hann sigldi til Kaupmannahafn- ar í annað sinn veturinn 1830 og ætlaði þá að taka próf í dönskum lögum, eins og títt var í þá daga, og veitti það rjett til sýslu- mannaembætta hjer heima. En lítið varð úr lestrinum, þegar til Kaupmannahafnar kom, og er örvænt þótti um próftökuna, gengust kunningjar Sigurðar í Kaupmanna- höfn fyrir því, að hann rjeðst beykir við konungsverslunina á Grænlandi með 300 dala árslaunum, og átti hann jafnframt að kenna Grænlendingum hákarlaveiðar. Jón Borgfirðingur segir, að Sigurði hafi ekki verið um Grænlandsförina og hafi fjár- hagsvandræði og hvatning annara neytt hann til að takast hana á hendur. En um laganámið, sem þá var strandað, og þessa nýju ráðabreytni, hafi Sigurður ort vísuna: „Jeg skulde lære, mig indlægge Ære og Almuen nære med Sandhedens kæreste Sprog. Men nu maa jeg være vcd Tran og ved Tjære og Tængselen bære og Bödker agere, mit Skrog“. Það er í lauslegri þýðingu: Jeg átti að læra, vinna mjer heiður og kenna almenn- ingi sannleikann. En nú verð jeg að fást við lýsi og tjöru, veifa öxinni og vera beyk- ir, vesalings jeg. Sigurður kom til Grænlands 17. maí 1831 og var þar nokkuð á fjórða ár. Kom þá aftur til Kaupmannahafnar og dvaldi þar þrjá mánuði, en hvarf svo heim og settist að í átthögum sínum við Breiðafjörð. Ekki hafði honum liðið vel í Grænlandi og hafði hann mikla heimþrá meðan hann var þar. En hann orti þar mikið, og orti aldrei betur en þá. Hann kom heim hingað haustið 1834 og var aðalaðsetur hans næstu árin 1 Stykkis- hólmi, hjá Árna Thorlacius kaupmanni, en annars dvaldi hann til og frá þar vestra. Hann orti mikið á þeim árum, og nú var farið að gefa skáldrit hans út, eitt eftir annað. Fyrsta rit hans, sem prentað er, kom út í Kaupmannahöfn árið sem hann fór til Grænlands. Það eru Rímur af Tistrani og Indíönu, sem Jónas Hallgrímsson reif niður í hinum alkunna ritdómi í Fjölni nokkrum árum síðar. Sigurður var þá ný- lega kominn heim frá Grænlandi og sam- kvæmt ritskrá Jóns Borgfirðings hafa þá aðeins verið komin á prent tvö af skáldrit- um Sigurðar, Tistransrímur og Svoldarrím- ur, sem prentaðar voru í Viðey 1833. Jónas hefur að líkindum ekki þekt Svoldarrímur, þegar hann skrifaði ritdóminn. En ritdóm- ur þessi var, svo sem kunnugt er, herferð gegn rímnakveðskapnum yfir höfuð, og þótt mörgum hafi þótt hann óbilgjam, að því er Sigurð snerti sjerstaklega, þá var hann rjettmætur, og vegna þess, hve ítarlegur hann var og vel úr garði gerður, hafði hann þau áhrif, að rímnakveðskapurinn lagðist smátt og smátt niður. Það má sjá bæði af kvæðum Sigurðar og óprentaðri ritgerð eftir hann, sem er svar upp á ritdóminn, að hann hefur tekið sjer nærri þá útreið, sem hann fjekk þar, og vafalaust er það einnig rjett, sem sagt hefur verið, að mörgum öðrum hafi þótt hann hart leikinn, Sigurð- ur var einmitt um þetta leyti að ná al- mennum vinsældum fyrir kveðskap sinn. Það sjest á því, hve mikið er prentað eftir hann á þeim árum. Hann orti rímur sínar eftir sem áður og almenningur tók fegins hendi við þeim. En áhrif ritdóms Jónasar komu þannig fram, að yngri mennirnir hættu smátt og smátt að yrkja rímur, kveðskapurinn breyttist og ljóð Jónasar urðu einkum fyrirmynd yngri kynslóðar- innar. Það er eftirtektar vert, þegar um er að ræða bókagerð þeirra tíma, hverjir gefa út rit Sigurðar og hvar þau eru út gefin. Að Tistransrímum eru þrír kostnaðarmenn: Teitur Finnbogason dýralæknir, Halldór Þórðarson gjörtlari og Helgi Helgason prentari. Helgi prentari gefur einnig út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.