Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 43

Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 43
197 LÖGRJETTA 198 Sínn árgangur í Rstínuskólanum Á árunum 1880—90 var, svo sem kunn- ugt er, harðæri hjer á landi og ísa-ár. Ein af þeim merkjum, sem þau harðindi ljetu gftir sig, voru þau, að nemendum Latínu- skólans fækkaði frá því, sem verið hafði að undanförnu. Veturinn 1886—87 v'oru þessir piltar í 1. bekk skólans: 1. Sigfús Blöndal, nú bóka- vörður í Kaupmannahöfn, 2. Benedikt Þ. Gröndal, nú lögmannsritari í Reykjavík, 3. Jóhann P. Sólmundarson, síðar únítara- prestur í Vesturheimi, 4. Þorvarður Þor- varðsson, síðar prentsmiðjustjóri í Reykja- vík, 5. Einar Jónasson, síðar sýslumaður á Patreksfirði, nú búsettur í Reykjavík, 6. Páll Snorrason, síðar umferðasali, nú dáinn, 7. Guðmundur Jónasson, síðar bóndi og kaupmaður í Dalasýslu, 8. Magnús Sæ- björnsson, síðar læknir í Flatey, nú dáinn. Með bekkjarsveinum gengu upp til prófs um vorið og voru teknir í 2. bekk: 9. Ás- mundur Gíslason, nú prófastur á Hálsi í Fnjóskadal, 10. Þorsteinn Gíslason, nú rit- stjóri í Reykjavík, 11. Pjetur Helgi Hjálm- arsson, síðar prestur á Grenjaðarstað, nú búsettur í Reykjavík, 12. llannes Ó. Magn- ússon, síðar verslunarmaður á Akureyri, nú nýleg*a dáinn, 13. Helgi Stefánsson, síð- ar bóndi vestan hafs, og 14. Jón Sigurðs- son, síðar bóndi í Þingeyjarsýslu, báðir úr Mývatnssveit og báðir nú dánir. I 3. bekk bættust við í þennan árgang: 15. Pjetur Guðjohnsen frá Húsavík, sem síðar las lög við háskólann í Kaupmanna- höfn og dó þar áður en hann tæki próf, og 16. Ágúst Blöndal frá Kornsá, nú sýslu- skrifari á Seyðisfirði. í 4. bekk bættust við árganginn: 17. Þor- kell Sigurðsson frá Reynivöllum, síðar prestur vestan hafs og dáinn þar fyrir löngu, 18. Hjálmar Gíslason frá Eskifirði, dáinn í 5. bekk, 19. Guðmundur Guð- mundsson, síðar nuddlæknir í Kaupmanna- höfn, nú dáinn, 20. Eyjólfur Eyjólfsson, síðar bóndi í Reyðarfirði, nú dáinn, 21. Þorvarður Þorvarðsson, nú prestur í Vík í Mýrdal. Ólafía Jóhannsdóttir tók próf með þessum árgangi upp úr 4. bekk, en hún sat aldrei í skólanum. í 5. bekk bættist við: 22. Lúðvík Sigur- jónsson frá Laxamýri, nú verslunarskóla- kennari í Reykjavík. í 6. bekk bættist eng- inn við. Það eru þá alls 22 piltar, sem eiga sam- leið með þessum árgangi á skólaveginum um lengri eða skemri tíma. En aðeins 6 af þeim tóku stúdentspróf á rjettum tíma, vorið 1892: 1. Sigfús Blöndal, 2. Magnús Sæbjörnsson, 3. Ásmundur Gíslason, 4. Þor- steinn Gíslason, 5. Pjetur Guðjohnsen og 6. Pjetur Helgi Hjálmarsson. Næsta vor, 1893, tóku þeir stúdentapróf: 7. Benedikt Þ. Gröndal, 8. Guðmundur Guðmundsson og 9. Lúðvík Sigurjónsson, 10. Þorvarður Þor- varðsson prestur í Vík, tók stúdentspróf vorið 1894, og 11. Einar Jónasson, sem hætt hafði námi í nokkur ár, eftir veru sína í 1. bekk veturinn 1886—87, tók stúd- entspróf vorið 1898. Helmingurinn lýkur stúdentsprófi. Og af þeim 11, sem það taka, ljúka 6 embætt- isprófi, 3 við Háskólann í Kaupmannahöfn, Sigfús í málfræði, Magnús í læknisfræði og Einar Jónasson í lögfræði, og 3 við Presta- skólann: Ásmundur, Pjetur Helgi og Þor- varöur. Af hinum 5 stunduðu 2 nám við Hafnarháskóla, Pjetur Guðjohnsen og Þor- steinn Gíslason, Benedikt Þ. Gröndal við Prestaskólann og Guðmundur Guðmunds- son við Læknaskólann, en tóku ekki próf. Lúðvík Sigurjónsson hætti námi að stúd- entsprófi loknu. Af þeim 11, sem ekki urðu hjer stúd- entar, hjeldu 2 áfram námi vestan hafs, Jóhann P. Sólmundarson og Þorkell Sig- urðsson, og urðu þar prestar, eins og fyr segir. 3 hættu eftir prófið upp úr 1. bekk vorið 1887: Guðmundur Jónasson, Helgi Stefánsson og Jón Sigurðsson. Páll Snorra- son frá Siglufirði hætti eftir veruna í 2. bekk og var lengst æfi sinnar umferðasali. Hannes Ó. Magnússon hætti í 3. bekk og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.