Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 43
197
LÖGRJETTA
198
Sínn árgangur í Rstínuskólanum
Á árunum 1880—90 var, svo sem kunn-
ugt er, harðæri hjer á landi og ísa-ár. Ein
af þeim merkjum, sem þau harðindi ljetu
gftir sig, voru þau, að nemendum Latínu-
skólans fækkaði frá því, sem verið hafði
að undanförnu.
Veturinn 1886—87 v'oru þessir piltar í 1.
bekk skólans: 1. Sigfús Blöndal, nú bóka-
vörður í Kaupmannahöfn, 2. Benedikt Þ.
Gröndal, nú lögmannsritari í Reykjavík, 3.
Jóhann P. Sólmundarson, síðar únítara-
prestur í Vesturheimi, 4. Þorvarður Þor-
varðsson, síðar prentsmiðjustjóri í Reykja-
vík, 5. Einar Jónasson, síðar sýslumaður á
Patreksfirði, nú búsettur í Reykjavík, 6.
Páll Snorrason, síðar umferðasali, nú dáinn,
7. Guðmundur Jónasson, síðar bóndi og
kaupmaður í Dalasýslu, 8. Magnús Sæ-
björnsson, síðar læknir í Flatey, nú dáinn.
Með bekkjarsveinum gengu upp til prófs
um vorið og voru teknir í 2. bekk: 9. Ás-
mundur Gíslason, nú prófastur á Hálsi í
Fnjóskadal, 10. Þorsteinn Gíslason, nú rit-
stjóri í Reykjavík, 11. Pjetur Helgi Hjálm-
arsson, síðar prestur á Grenjaðarstað, nú
búsettur í Reykjavík, 12. llannes Ó. Magn-
ússon, síðar verslunarmaður á Akureyri,
nú nýleg*a dáinn, 13. Helgi Stefánsson, síð-
ar bóndi vestan hafs, og 14. Jón Sigurðs-
son, síðar bóndi í Þingeyjarsýslu, báðir úr
Mývatnssveit og báðir nú dánir.
I 3. bekk bættust við í þennan árgang:
15. Pjetur Guðjohnsen frá Húsavík, sem
síðar las lög við háskólann í Kaupmanna-
höfn og dó þar áður en hann tæki próf,
og 16. Ágúst Blöndal frá Kornsá, nú sýslu-
skrifari á Seyðisfirði.
í 4. bekk bættust við árganginn: 17. Þor-
kell Sigurðsson frá Reynivöllum, síðar
prestur vestan hafs og dáinn þar fyrir
löngu, 18. Hjálmar Gíslason frá Eskifirði,
dáinn í 5. bekk, 19. Guðmundur Guð-
mundsson, síðar nuddlæknir í Kaupmanna-
höfn, nú dáinn, 20. Eyjólfur Eyjólfsson,
síðar bóndi í Reyðarfirði, nú dáinn, 21.
Þorvarður Þorvarðsson, nú prestur í Vík í
Mýrdal. Ólafía Jóhannsdóttir tók próf með
þessum árgangi upp úr 4. bekk, en hún
sat aldrei í skólanum.
í 5. bekk bættist við: 22. Lúðvík Sigur-
jónsson frá Laxamýri, nú verslunarskóla-
kennari í Reykjavík. í 6. bekk bættist eng-
inn við.
Það eru þá alls 22 piltar, sem eiga sam-
leið með þessum árgangi á skólaveginum
um lengri eða skemri tíma. En aðeins 6 af
þeim tóku stúdentspróf á rjettum tíma,
vorið 1892: 1. Sigfús Blöndal, 2. Magnús
Sæbjörnsson, 3. Ásmundur Gíslason, 4. Þor-
steinn Gíslason, 5. Pjetur Guðjohnsen og
6. Pjetur Helgi Hjálmarsson. Næsta vor,
1893, tóku þeir stúdentapróf: 7. Benedikt
Þ. Gröndal, 8. Guðmundur Guðmundsson og
9. Lúðvík Sigurjónsson, 10. Þorvarður Þor-
varðsson prestur í Vík, tók stúdentspróf
vorið 1894, og 11. Einar Jónasson, sem
hætt hafði námi í nokkur ár, eftir veru
sína í 1. bekk veturinn 1886—87, tók stúd-
entspróf vorið 1898.
Helmingurinn lýkur stúdentsprófi. Og
af þeim 11, sem það taka, ljúka 6 embætt-
isprófi, 3 við Háskólann í Kaupmannahöfn,
Sigfús í málfræði, Magnús í læknisfræði og
Einar Jónasson í lögfræði, og 3 við Presta-
skólann: Ásmundur, Pjetur Helgi og Þor-
varöur. Af hinum 5 stunduðu 2 nám við
Hafnarháskóla, Pjetur Guðjohnsen og Þor-
steinn Gíslason, Benedikt Þ. Gröndal við
Prestaskólann og Guðmundur Guðmunds-
son við Læknaskólann, en tóku ekki próf.
Lúðvík Sigurjónsson hætti námi að stúd-
entsprófi loknu.
Af þeim 11, sem ekki urðu hjer stúd-
entar, hjeldu 2 áfram námi vestan hafs,
Jóhann P. Sólmundarson og Þorkell Sig-
urðsson, og urðu þar prestar, eins og fyr
segir. 3 hættu eftir prófið upp úr 1. bekk
vorið 1887: Guðmundur Jónasson, Helgi
Stefánsson og Jón Sigurðsson. Páll Snorra-
son frá Siglufirði hætti eftir veruna í 2.
bekk og var lengst æfi sinnar umferðasali.
Hannes Ó. Magnússon hætti í 3. bekk og