Lögrétta - 01.03.1932, Síða 44

Lögrétta - 01.03.1932, Síða 44
199 LÖGRJETTA 200 varð póstmálaritari í Reykjavík, en síðan um eitt skeið settur póstmeistari. Dvaldi svo lengi við verslunarstörf í Kaupmannahöfn, hjá Birni heitnum Sigurðssyni, síðar banka- stjóra, en varð þar næst bókari hjá Kaup- fjelagi Eyfirðinga á Akureyri og hafði það starf lengi. Á Akureyri tók hann sjer nafn- ið Bergland. Þorvarður Þorvarðsson hætti í 4. bekk og tók að stunda prentiðn, sem hann hafði lært áður jafnframt skólanám- inu. Ágúst Blöndal hætti í 4. bekk og varð sýsluskrifari hjá föður sínum, en síðar í Strandasýslu og þar næst á Seyðisfirði. Eyjólfur Eyjólfsson varð bóndi í Reyðar- firði. Hjálmar Gíslason dó í skóla, eins og fyr segir. Flestir eru þessir piltar fæddir nálægt 1870, sumir litlu fyr, aðrir litlu síðar. Þó eru nokkrir eldri, fæddir nær 1860. Elstur allra var Guðmundur Guðmundsson, fæddur 1858, en yngstur Sigfús Blöndal, fæddur 1874. Skólalífið var að ýmsu leyti með öðrum hætti á þessum árum en nú gerist. Skóla- piltar voru miklu færri þá en nú og yfir- leitt eldri, að minsta kosti þeir, sem úr sveitunum komu. Nær helmingur skólapilta hafði heimavist, þ. e. svaf í skólanum og las þar undir kenslustundir síðari hluta dags. Heimavistin þótti þó ekki gallalaus, og kusu flestir, sem ráð höfðu á því, held- ur að lesa úti í bæ. Kenslustofurnar í skól- anum voru óvistlegar lestrarstofur og svefnloftin þar þannig, að nú þætti alls ekki við slíkt unandi. En oft var glatt á hjalla í skólanum, og þar var miðstöð alls fjelagslífs piltanna. Þeir litu á sig eins og fastan hóp og samheldni milli þeirra var meiri en nú á sjer stað. Bærinn var þá miklu minni og bæjarlífið fábreyttara, svo að skólans gætti þar meira þá en nú. Meðan þessi árgangur, sem hjer er um að ræða, var á leiðinni gegnum skólann, var gott samkomulag milli kennara og skóla- pilta, engar deilur uppi, sem nokkuð sje úr gerandi. Þær höfðu átt sjer stað nokkrum árum áður, og þær komu upp aftur nokkru síðar, nálægt aldamótunum, og þá harðar og illvígar, eins og kúnnugt er. En sex ár- in, frá 1886—92, eru friðsemdarár í skól- anum. Jón Þorkelsson var rektor og Halldór Friðriksson yfirkennari. Þeir voru þá báðir komnir á elliár. Halldóri hefur verið hall- mælt fyrir kenslustörf hans og afskifti af skólanum, að minsta kosti af tveimur merkum lærisveinum hans, sem skrifað hafa um skólaveru sína, og eru þeir báðir töluvert eldri en sá, sem þetta skrifar. Eftir minni þekkingu og reynslu eru dóm- ar þeirra ekki rjettir. Jeg tel Halldór hafa verið góðan kennara. Hann var, eins og kunnugt er, stórbrotinn og ráðrílvur at- kvæðamaður. Honum var svo ant um skól- ann, að jeg efast um, að nokkur annar hafi borið eins fyrir brjósti gengi hans og álit. Og skólapiltum reyndist hann jafnan drengskaparmaður ef til hans var leitað. Engin óvild til hans átti sjer stað í skól- anum á því árabili, sem hjer er um að ræða. Hann var lítið eitt eldri en Jón Þor- kelsson, en miklu hraustari, og ellimarka gætti minna hjá honum en hinum. Það álit kom því oft fram hjá skólapiltum, enda þótt enginn amaðist við Jóni rektor Þor- kelssyni, að Halldór hefði átt að vera rekt- or skólans. Besti og mesti kennarinn var án efa Björn M. Olsen. En þrátt fyrir lærdóm hans, gáfur og glæsimensku, var honum ekki lagið að stjórna ungum mönnum, eins og fram kom, þegar hann hafði tekið við rektorsembættinu. Alt lenti í uppnámi milli hans og skólapiltanna. Hann varð eftir nokkur ár að víkja úr embættinu, og tók sjer það mjög nærri. Bætur fjekk hann, er Háskólinn var stofnaður og hann varð þar prófessór, og þar var hann líka á sinni rjettu hillu. En gallinn á skólastjórn hans var afskiftasemi af lítilsverðum smámun- um, rannsóknaþvælur og rekistefnur út af j óverulegum atriðum, sem betur hefði mátt jafna á annan hátt. Hann kunni það ekki, að loka augunum fyrir því, sem hann lnirfti ekki að sjá og láta mátti afskifta- laust. Það fór því fyrir honum eins og fleirum, að ofstjórnin varð að óstjórn. En jeg efast um, að skólinn hafi nokkru sinni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.