Lögrétta - 01.03.1932, Side 56
223
LÖGRJETTA
224
Jeg ætla hjer ekki að ásaka, hvorki
stjórn landsins nje Alþingi nje almenning,
fyrir þær misfellur, sem finna má í meiri
eða minni mæli í þessum efnum, því það
er komið sem komið er.
Landið er orðið stórskuldugt, svo að
nægilegar byrðar hljóta að koma af þeim
völdum á landslýðinn, ef hann á að inna
allar skyldur sómasamlega, eða svo sem
samningar standa til, af hendi. Atvinnu-
vegir landsmanna til sjávar og sveita eru
í hinum mesta vanda staddir og epn er ó-
sjeð um, hvernig úr öllum þeim bágbornu
horfum rætist. Við aðeins vonum, að enn
sje þetta land ekki öllum heillum horfið og
að betur rætist úr en á horfist. Það er þó
að svo stöddu von, en engin vissa.
Þessari þjóð hefur einatt verið sýnt í
tvo heimana, hún hefur orðið að ganga í
gegnum margar og þungbærar eldraunir,
en jafnan hefur þó rofað til aftur, og von-
in hækkað fyrir sakir batnandi hags, þó
hún um hríð mætti heita með litlu lífi. Og
það er skylda okkar allra að vona, að
treysta hamingju þessa lands og guði vors
lands til hins besta, en við verðum að
muna, að við öll eigum að vera og verða
samverkamenn, öll börn þessa lands, til
þess að dreifa hinum dimmu skúra- og
skýjaflókum hinna yfirstandandi eymda.
Það sem er eftirtektarvert í þessum
erfiðleikum víðsvegar út um heim, er það
hversu mjög menn byggja vonir sínar á
aðgerðum stjórna landanna og löggjafar-
þinganna. Allra augum er eins og mænt
þangað, því þar sje helst meinabót. Hin
og þessi lög eru sett, hinar og þessar regl-
ur, sem að vísu eru til einhverra úrbóta
að ýmsu leyti, sumar, og aðrar aftur, sem
alls eigi verka, eins og til er ætlast. Og
þegar virðist úr einu vandamáli ráðið,
vekst annað upp, jafn erfitt eða erfiðara
viðfangs.
Hjer á landi verður þess einnig vart og
er bersýnilegt, að margir byggja eins og
framtíðarvonir sínar á aðgerðum stjórnar
og Alþingis, til þessara aðila koma kvart-
anir yfir ástandinu og beiðnir um að bæta
úr hinu og þessu, það gæti þó enginr. ætlað
í alvöru, að stjórn og þing gæti ráðið til
nokkurrar hlítar fram úr því, sem að er.
Með gætni og hyggindum, með viturlegri
stjórn þeirra beggja aðila og viturlegri lög-
gjöf má að vísu gera einhverjar umbætur,
en við vitum að það er ekki einhlítt. Meðan
ríkið sjálft vantar afl þeirra hluta sem gera
skal, það er fjármagnið sjálft, er þess engin
von. Hinar ýmsu kvartanir verða í reynd-
inni þannig, að hver fer í annars kjölfar,
án þess að þeir sem bera þær fram hafi
nokkra von um að úr þörfunum verði bætt.
En við megum ávalt hafa það hugfast
að þó margvíslegur stuðningur geti þannig
að vísu komið að ofan, þ. e. frá þeim, er
æðstu völdin hafa í löggjafarmálum og frá
framkvæmdarvaldinu, væri sá aðili eða þeir
aðilar harla máttvana, ef eigi kæmi beinn
stuðningur að neðan, það er að segja frá
öllum öðrum stjettum þjóðfjelagsins.
Jeg fyrir mitt leyti byggi lang helst vonir
mínar í þessum efnum á fólkinu sjálfu, á
valdalausu fólki, bændum og búaliði, á
verkamönnum, vinnumönnum og vinnukon-
um, á iðnaðarmönnum og hverjum öðrum
starfsmanni ríkisins, hærra eða lægra sett-
um í þjóðfjelaginu.
Hjálpin verður að koma frá fólkinu sjálfu,
á því verður að byggja viðreisnarmál þjóð-
arinnar. Margir segja og halda: Það munar
ekkert um mig. Jeg get svo lítið. Ef allir
segðu nú þetta og ljetu þessvegna vera að
hefjast handa um eitt og annað sem til
heilla má horfa, hvað yrði þá gert? Ef ekk-
ert munar um einstaklinginn, um hvern eða
hverja á þá að muna?
Við verðum að muna það, hver einstakur,
að vissulega munar um okkur, hvern í sínu
lagi. Það stendur aldrei á sama um nokkurn
mann svo, að það muni ekkert um það á
hvora sveifina hann legst, hvort heldur til
liðs eða óliðs einhverju sjerstöku málefni.
Jeg get yfir höfuð ekki hugsað mjer neinn
mann, hvorki karl nje konu, svo lítilmót-
legan, að það sje ekki betra að hafa hann
með sjer en móti. Eða gætuð þið hugsað
ykkur nokkurn slíkan mann, eða jeg vil
spyrja: Hafið þið nokkurntíma þekt nokk-
urn slíkan mann? Jeg játa að slíkan vita
máttarvana mann hef jeg aldrei þekt. Jeg
held vissulega að hann sje alls ekki til.