Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 63

Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 63
237 L ÖGRJETTA 238 BÚNAÐARBÁLKUR_______________ ------- LÖGRJETTU / /Pveítur I. Allmjög virðast sumir búnaðarráðunaut- ar vorir fordæma áveitufyrirtæki þau, sem gerð hafa verið hin síðustu ár. Má þá eink- um vitna í ritgerð eftir Ólaf Jónsson, sem hann nefnir Sáðsljettur. Er þar rjettilega bent á, að bændur þurfi að rækta vel, og að sáðsljettan sje sú fullkomnasta túnrækt- un sem nú þekkist. En þeirrar óafsakan- legu þröngsýni gætir þar, að greinarhöf- undur telur að vjer íslendingar höfum kast- að miljónum króna út í áveitufyrirtæki, sem sjeu einskisvirði. Nú er það rjettast að viðhafa þau orð einungis, sem hægt er að standa við. Miljónir er allstórt orð, en vjer segjum að því miður höfum vjer Islending- ar ekki verið svo efnum búnir, að leggja fram svo miljónum skipti til áveitufyrir- tækja. Líklega er það fje orðið eitthvað yfir 2 miljónir, sem farið hefur til áveita, en það er best að taka það strax fram, að um helmingur þeirrar upphæðar hefur farið til framræslu á áveitulöndunum. Staðhæf- ingin er því mjög vanhugsuð, frá hvaða hlið sem hún er skoðuð. — I sama streng virðist Árni G. Eylands taka í grein í Bún- aðarritinu, er nefnist Ræktunarmál, nema hvað staðhæfingarnar virðast þar ennþá fráleitari. Þessar staðhæfingar áður- greindra greinarhöfunda gera það að verk- um, að greinar þeirra, sem aðallega fjalla um túnræktun, þýðingu hennar og nauð- syn, missa marks. Því að, hvað sem hvaða ráðunautur, sem er, segir, kemur bændum ekki til hugar, að hætta að nytja sínar góðu vjeltæku áveitur og flæðilönd. Þeim er það fyllilega ljóst, að þær óbeinlínis lyfta undir meiri túnræktarframkvæmdir, vegna auk- innar áburðarframleiðslu. Þær eru því máttur til aukinna framkvæmda í túnrækt, en ekki hamla á þeim. II. Flóaáveitan er það áveitufyrirtækið, sem mest hefur verið undirbúið, mest um rætt og mest hefur kostað. Talið er að hún hafi kostað 1.5 milj. krónur. Var hún gerð að mestu á lággengistímum og fór því allmjög fram úr áætlun. En hvað hefur verið unnið fyrir þetta fje? Hvaða vegsummerki sjást? Það hefur verið grafinn aðfærsluskurður úr Hvítá, stórfenglegt mannvirki — sem flytur gróanda vatn yfir hið stærsta sam- fellda landsvæði, sem ræktanlegt er hjer á landi; það hafa verið gerðir áveitu-þurk- skurðir um landið og flóðgarðar á því. Og það sem hlýtur alt af að hafa varanlegt gildi, er það að kerfisbundin framræsla hefur verið gerð á landinu, landi sem var lítils virði vegna bleytu og jarðsúrs. Hjer er því að ræða um hina stórfeldustu fram- læslu hjer á landi, framræslu, sem er sam- einuð tún- og engjaframræsla. Gera má ráð fyrir að um 11000—12000 ha. geti orðið vjeltæk áveitulönd og hátt upp í það ann- að eins tún og önnur sáðlendi. Og ekki má gleyma því að byrjað er að leggja aðalvegi um landið, svo að það notist til ræktunar, og auk þess hefur verið bygt nýtísku mjólkurbú fyrir svæðið til þess að koma af- urðunum í verð. — Samkvæmt skýrslu í útvarpinu frá Degi Brynjólfssyni á Gaul- verjabæ, virðist útlitið með sprettu hið besta. Jarðvegurinn er frjór, margra alda köfnunarefnisforði liggur ónotaður í mýr- unum, en losnar og verður jurtunum að notum fyrir steinefnafrj ómagn áveituvatns- ins. Af þeim forða er óhætt að taka, hann tæmist ekki á áratug'um — en lengra meg- um vjer skammsýnir menn tæplega hugsa fram í tímann. — Eitthvað svipaða sögu er að segja um önnur áveitufyrirtæki, þ. e. a. s., ef þess hefur verið gætt, að at- huga hvort vatnið er hæft til áveitu. Nokkrar smááveitur hafa mishepnast, veg-na ónothæfs vatns. Þannig liggja þá þessi lönd undirbúin undir einhæfari eða fjölhæfari ræktun af núlifandi kynslóð. Og er ekki rjettmætt að kasta þungum steini að henni fyrir það, sem hún hefur gert, þótt hún hafi sáð til meira en ber ávöxt á hennar æfi. Hún hef- ur sáð fyrir framtíðina, komandi kynslóðir uppskera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.