Lögrétta - 01.03.1932, Side 66

Lögrétta - 01.03.1932, Side 66
243 LÖGRJETTA 244 sjálfshjálp, en mikill fjöldi sveitamanna hjálpar sjer á þann hátt, að hann yfirgef- ur sveitimar og flýr til kaupstaðanna! íslenskur nútímabúskapur verður að fylgjast með hinum nýja tíma, annars er hann til dauða dæmdur, en frá fyrstu tíð íslandsbygðar og þangað til nú hefur bú- skaparlagið verið með líkum hætti. Fram- farirnar hafa verið smáar í samanburði við aðra atvinnuvegi, sjerstaklega sjávarútveg- inn. Hinn ungi íslenski höfuðstaður hefur dregið að sjer þorra athafna- og atorku- manna og mikill hluti hins framsækna æskulýðs hefur yfirgefið sveitirnar og far- ið til Reykjavíkur og annara staða, þar sem lífið er margbreyttara og fjörugra og menningarskilyrði betri en í sveitum. 1 fornöld íslendinga var vitanlega engin önnur menning til en „sveitamenning“. Reykholt, Oddi og Haukadalur eru fræg í menningarsögu Islands og síðar urðu bisk- upsstólarnir og klaustrin aðalmenningar- setrin, að ógleymdum Þingvöllum, sem um langt skeið voru hin eiginlega roiðstöð ís- lenskrar menningar, en þó aðeins að nokkru leyti og með sjerstökum hætti, því Þing- vellir urðu aldrei annað en fundarstaður skammvinnrar samkomu, en ekki fast menningarsetur. Nú er Reykjavík, lang- stærsta borgin á landinu, orðin hin fasta menningarmiðstöð íslands. Þetta er skilj- anlegt og samkvæmt eðlilegri framfaraþró- un allra þjóða. Aðalmentasetrin eru nú í borgum, og næstu umhverfi þeirra hafa eðlilega betri menningu og viðskiftaskilyrði en þau hjeruð sem fjær liggja. Mannfæðin og einangrunin í strjálbygðum sveitum hafa sína kosti að því leyti, að þar er síð- ur hætt við ýmsum freistingum og solli, sem óneitanlega á sjer stað í margmenn- inu, en þessir neikvæðu kostir eru ekki nægilegir til þess að vega upp á móti þeirri einangrun, sem ekki leyfir nægilegt fje- lagslíf og fjölbreytt viðfangsefni. Það hefur verið reynt, hin síðari árin, að stöðva hinn látlausa straum æskulýðsins úr sveitum landsins með því að stofna ung- lingaskóla í afskektum sveitum, en með litlum árangri, að því leyti, að ekki alllítill hluti einmitt þessara æskumanna, yfirgef- ur sveitirnar og „sveitamenninguna“. Ætlast er til að Útvarpið flytji fróðleik, fjör og skemtun til hinna afskektu sveita, og vitanlega er það rjett, að útvarpið get- ur haft mentandi og fjörgandi áhrif á unga og gamla, en það mun ekki gjöra æskulýð sveitanna ánægðari með sinn hag. Síður en svo. Mönnum er sýnd gæsin en gefin ekki. Einmana hlustandi unglingar láta sjer ekki nægja óm hins fjölbreytta lífs, þeir vilja persónulega taka þátt í því. Skólar og út- varp mun því ekki stöðva útstreymið úr sveitunum eins og nú hagar til. Það virðist því ekki horfa vænlega um framtíð landbúnaðar og um hið svokallaða „viðreisnarstarf í sveitum“, en aldrei hef- ur vitleysan riðið svo við einteyming sem hin allra síðustu ár. Rándýrum stofnunum hefur verið komið á fót hjer og hvar í hinum strjálbygðustu sveitum, þar sem síst skyldi. Stundum er staðurinn valinn aðeins vegna þess, að þar eru heitar laug- ar eða gamalt höfðingjasetur, þó honum sje illa í sveit komið að öðru leyti. f staðinn fyrir skipulagslausa dreifing menningar- stofnana út um hvippinn og hvappinn, verð- ur að koma skipulegt viðreisnarstarf að á- kveðnu marki, miðað við framtíðarþörf hjeraðanna, því ef æskumönnum hjerað- anna væri gefin góð skilyrði innan hjeraðs, þá mundu þeir ílengjast í hjeraðinu. II. í hverju hjeraði þarf að vera miðstöð menningar og fjelagslífs, miðstöð fyrir samgöngur, verslun og viðskifti. Þessi mið- stöð þarf að vera á aðalsamgönguleið hjer- aðanna og á þeim aðalþjóðvegi, sem tengir hjeruðin saman. Við skulum hugsa okkur eina slíka miðstöð eða höfuðstað hjeraðs- ins. Þar er unglingaskóli hjeraðsins, barna- skóli fyrir næsta umhverfi, aðalkirkja og prestssetur, sýslumaður, hj eraðslæknir og lyfjabúð, póst- og símastöð, banki eða sparisjóður, rjómabú og verslanir. Þar á að fást alt, sem hjeraðið þarfnast, í svo fjöl- breyttu úrvali, að fólkið þurfi ekki að sækja vörur sínar til utanhjeraðskaupstaða, því

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.