Lögrétta - 01.03.1932, Síða 68

Lögrétta - 01.03.1932, Síða 68
247 LÖGRJETTA 248 bandi, eru lífræn heild. Hin eðlileg'a fólks- fjölgun hjeraðsbúa skiftist á milli kaup- túns og sveita í rjettu hlutfalli. Bygðin verður eðlilega þjettust kringum kauptún- ið, og má vera að býlum fækki í uppsveit- um, því meir sem fjær dregur kauptúninu. En þetta er eðlileg þróun. Bygðin fær- ist aðallega þangað, sem lífsskilyrði, sam- göngur og fjelagslíf er í bestu lagi. En ekki leggjast kostamestu jarðirnar í eyði, þó í uppsveitum sje, en smábýlabúskapur þrífst varla nema í námunda við kauptún. Ef verulegum iðnaðarfyrirtækjum væri komið á fót í hjeraðskauptúnum, þá mundu þau eðlilega einnig vaxa með útflutningi iðnaðarafurða úr hjeraðinu, og mætti þá búast við innflutningi fólks úr sjávarþorp- um, en af því leiðir aukinn markað fyrir afurðir bændanna. Að öðru jöfnu er mark- aðurinn því betri sem flutningskostnaður er minni. Til dæmis má segja að hver kilo- meter auki flutningskostnað mjólkur. Það er öldungis nauðsynlegt að innlendur iðnaður aukist stórkostlega. Landbúnaður- inn verður að styðjast við iðnaðinn og inn- lendan markað ef vel á að fara. Sem stend- ur er þjóðarbúskapur vor og verslunar- jöfnuður grundvallaður á útflutningi tveggja afurðategunda, kjöts og fiskjar og í annan stað á innflutningi fjöldamargra vörutegunda, sem vjer sem menningarþjóð getum ekki án verið. Þessar tvær útflutn- ingsvörur hafa þröngan markað. Verðfall þeirra skapar allri þjóðinni vandræði og ör- birgð. Það munu vera fáar menningarþjóð- ir, sem hafa svo einhæfan atvinnuveg sem vjer. Ef atvinnuvegir væru fleiri, þá mundi verðfall einnar eða tveggja vörutegunda ekki hafa svo skaðvæn áhrif á heildarbú- skap þjóðarinnar. Þó innlendur iðnaður gerði ekki meira en það að draga til muna úr innflutningi erlends iðnaðar, mundi það hafa mikil áhrif á afkomu þjóðarbúskapar- ins. Við skulum taka dæmi sem einmitt snertir sveitarbúskap. Ull og gærur eru nú verðlitlar, en hvers virði eru þessar vörur ef þeim væri breytt í klæði og skófatnað? Og hvers vegna getum við það ekki? Við höfum orkulindir (fossana) til jafns við þær þjóðir, sem mest hafa og vel það, og Sýnír Jeg sit og hlusta hljóður á húmsins dularmál, sýnir og draumar frá horfnum heim hópast að minni sál. Mjer birtist aftur æskan sem ól minn kjark og þrótt. Á bak við tímans dökka djúp dveljum við saman í nótt. Og löngu dánir draumar í dýrð sinni ljóma á ný. Golan þýtur í greinum trjánna, gleðin er björt og hlý. Mig vefur vinar armi vornóttin mild og hljóð. Hver von á lífs míns dug og dáð, hver draumur mitt hjarta-blóð. Trú, sem er týnd og grafin í tímans stóra sjó, draumar sem hurfu’ út í veður og vind, vonin sem fæddist og dó. Jeg sit og hlusta hljóður á húmsins dular-mál. Jeg er dæmdur í útlegð uns æfin þver og eilífðin fær mína sál. Steinn Steinarr. um Suðurlandsundirlendið og aðrar sveitir mun í framtíðinni liggja orkuleiðsla, sem ekki aðeins hreyfir sporvagna, heldur einn- ig lætur í tje afl til margskonar iðnfyrir- tækja. Áður en mjög langt um líður verða lands- menn helmingi fleiri en þeir eru nú. Jeg vil gjöra i-áð fyrir að mikill hluti þessa sífjölgandi lýðs geti ílengst í stærstu og frjósömustu hjeruðum landsins, en til þess að svo megi verða, þarf að fara að undir- búa iðnaðar- og viðskiftaþorp í miðjum landbúnaðarhjeruðunum. Þá kemur nýtt líf menningar og viðskifta inn í sveitirnar í staðinn fyrir flóttann þaðan, sem nú á sjer stað. Jónatan.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.