Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 75

Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 75
261 LÖGRJETTA 262 verið hafa eystra, eru samt annarar skoð- unar á þessu (t. d. Russel jarl, og Keyserling greifi), halda að t. d. Kína verði ekki end- urreist nema á kínverskum grundvelli, fyrst og fremst á grundvelli Konfúsíusarkenning- arinnar. Aðrir (t. d. Lionel Curtis í nýrri og góðri bók: The Capital Question of China) telja svo, að það sje komið undir þeirri aðstoð, sem Kínverjar fái utan að hvernig og hvenær þeim takist að sameinast og endurrísa fyrir alvöru sem menningarþjóð. Það er heilbrigt stjórnarfar, sem hann heldur að Kínverjar þurfi helst að læra, en mótmælir því að vestrænar þjóðir reyni að beita þá ofbeldi. Aylwin Bowen hefir (í „In New Japan“) reynt að lýsa lífi og hugs- unarhætti hins nýtísku þjóðlífs í Japan og þeim breytingum, sem orðið hafi. Hann ber Japönum vel söguna, þótt honum þyki þeir oflofaðir fyrir sumt, svo sem hreinlætið. Það eru annars sjerstaklega viðskipti Japana og Kínverja, sem nú draga að sjer athyglina. Japaninn Kawakami hefur í nýrri bók (Japan speaks . . ) lýst afstöðu þjóð- ar sinnar til þessara mála, að þeir sækist ekki eftir löndum, heldur hráefnum, að þeir eigi rjett til Mansjúríu vegna þess fjár, sem þeir hafi lagt þar í atvinnurekstur og að þeir hafi bjargað Austurlöndum frá því að lenda í klóm bolsjevíka. Margar upplýs- ingar og skjöl og skilríki um afsiöðu Sovjet- ríkjanna til Austurlanda eru í bók eftir Yakhontoff (Russia and the Soviet Union in the Far East) og W. R. Crocker hefur (í The Japanese Population Problem) lýst fólks- fjölguninni og landþrengslunum heima 1 Japan og áhrifum þess á utanríkismál þeirra og erlent landnám. Þessi austurlandamál eru svo merkileg, að ekki ætti að þurfa að biðja afsökunar á því, þótt bent sje á ríf- legar heimildir til skilnings á þeim. En þau verða ekki skilin einungis út frá pólitísku sjónarmiði, þótt mest beri á pólitísku deil- unum sem stendur. Gott yfirlit um við- skiftin milli Evrópu og Kína frá elstu tím- um er í nýrri bók eftir Hudson (Europe and China). Hann heldur því t. d. fram, að Hyperborearnir sem Herodot nefnir, hafi verið Kínverjar. 1 bók Bowens um Japan og í bók Marcel Granets um hátíðir og söngva í Kína (á ensku Festivals and Songs of Anci- ent China) eru ýmsar skemtilegar frásagnir um daglegt líf, siði og hætti í þessum lönd- um. Þótt sumt af því sje smátt, varpar það oft skýrara Ijósi yfir hugsunarhátt fólks- ins en ýmsar pólitískar bollaleggingar. Framtíð heimsmenningarinnar getur oltið á því, hvernig austrænu og vestrænu þjóðun- um tekst að skilja líf og hugsunarhátt hvor annara. T^iargskonar menn Ýmislegt af því, sem skrifað er um helstu viðfangsefni nútímans, og rakið er hjer á undan, er að einhverju leyti bygt á persónulegri reynslu höfundanna eða end- urminningum, án þess að vera beinlínis minningabækur. En minningabókum og æfi- sögum rignir líka niður. Af slíkum bókum, sem snerta sömu málin sem sagt var frá áður í þessu yfirliti, má nefna nýja enska bók eftir Maxton um Lenin, skýrt og skipu- legt yfirlit um æfi hans og störf. I minn- ingabók Emmu Goldman (Living my Life) er einnig sagt frá Lenin og ástandinu í Rússlandi. Emma Goldman var á sínum tíma í hópi hinna þektustu og aðsópsmestu stjórnleysingja, og segir í minningabók sinni margt frá störfum og skoðunum an- arkista og er ærið bersögul um þá og sjálfa sig, m. a. um ástamál sín. Hún er eiginlega þýskur Gyðingur, alin upp í Rúss- landi, en fór ung til Ameríku og hefur lent í mörgum æfintýrum og hrakningum vegna skoðana sinna. Hún kyntist þar Berkmann þeim, sem frægur varð fyrir morðtilraun sína á Frick, fjelaga Car- negie’s, og fyrir ágæta, en hryllilega lýsingu á fangelsisvist sinni. Þau feldu hugi saman, en Emma var nokkuð fjöllynd, unni síðan málaranum Fedja og anarkistanum Brady og ýmsum fleirum, en er nú gift efnuðum Breta suður í löndum. Nokkuru eftir rúss- nesku byltinguna fór hún með Berkmann til Rússlands af því að þau gerðu ráð fyrir því að þær væri hugsjónaland bylt- ingamannsins og hið fyrirheitna land nýrr- ar menningar. En hún þóttist verða þar mjög fyrir vonbrigðum og hvarf þaðan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.