Lögrétta - 01.03.1932, Síða 82

Lögrétta - 01.03.1932, Síða 82
275 L ÖGRJETTA 276 vera í lagi, þeir gera úr honum heima- brugg. Nú þarf jeg næst í þessu brjefi að segja þjer frá pabba, hvernig hann drap hann Fjodor Timofeitch Kurdiakov bróðir minn fyrir svo sem ári. Rauða hersveitin okkar, eða hans Pavlichenko rjeðst á borg sem heitir Rostov, þegar svik komu upp í liði okkar.Pabbi var þá sveitarforingi í Denikins- hernum. Fólkið sem hefur sjeð þá, það fólk segir að þeir beri á sjer heiðursmerki eins og gert var meðan gamla stjórnin var. Og það var þessum svikum að kenna að við urðum allir fangar og pabbi kom auga á hann Fjodor bróður minn. Og pabbi fór að láta höggin dynja á Fédja og sagði — bölvaður húðarselur, rauði hundurinn þinn, merarsonurinn og þeir hjeldu áfram fram í myrkur að hrinda honum og berja hann, þangað til Fjodor bróðir dó. Jeg skrifaði þjer þá brjef um það, hvernig hann Fedja þinn var kominn í jörðina og ekkert kross- mark yfir honum. En pabbi háði í brjefið og sagði „þið eruð mömmustrákar, það eru artirnar hennar í ykkur og hún er vella, jeg lumbraði á henni og jeg skal lumbra meira á henni, lífið er nú farið í hundana og sveiattan“ og ýmislegt fleira þessu líkt og jeg þjáðist af því eins og frelsarinn Jes- ús Kristur. Jeg flýði svo fljótlega frá pabba og tókst að komast til herdeildar minnar hjá Pavlichenko fjelaga. Og her- sveitin okkar fjekk skipun um að fara til borgarinnar Voronezh til þess að fá þar liðsauka og við fengum liðsaukann þar og við fengum líka nokkur hross, malpoka, skammbyssur og alt, sem okkur vantaði. Jeg get sagt þjer það um Voronezh, elsku mamma, Evdokia Fjodorovna, að það er snotur lítil borg, stærri en Krasnodor, fólk- ið þar er einstaklega laglegt og hægt að baða sig í ánni. Þar ljetu þeir okkur fá tvö pund af brauði á dag, hálft pund af keti og yfrið nóg af sykri, svo að þegar við fórum á fætur drukkum við sætt te, það gerðum við líka á kvöldin og gleymdum því, hvað hungur er, og um miðdaginn fór jeg til Simba bróður og fjekk pönnukökur og gæsasteik og svo hallaði jeg mjer út af og hvíldi mig. Þá vildi öll hersveitin fá Simba Timofeitch fyrir foringja af því að hann var fífldjarfur og hraustur og fjelagi Budenij sendi skipun um það og hann fjekk tvo hesta, fínustu föt, kerru bara fyrir sjálfan sig og Rauða-fánaorðuna og þeir vissu að jeg var bróðir hans. Og ef einhver nágranninn reynir eitthvað að abbast við þjer — þá hefur Simbi Timofeitch rjett til þess að taka í hnakkadrambið á honum. Svo fórum við að elta Denikin general og við hröktum hann alveg rakleitt út í Svarta- hafið, en við gátum hvergi nokkursstaðar komið auga á pabba og Simbi Timofeitch gáði að honum alstaðar í hverri hersveit, af því að hann sá svo mikið eftir honum Fedja bróður sínum. En sjáðu nú til, mamma mín, þú ferð nærri um það hvað hann pabbi er útsmoginn og þver, svo að hann tók sig til og ljet sjer eiginlega ekki fyrir brjósti brenna að mála rauða skeggið á sjer svart í borginni Maikop og var í úlpu, svo að enginn í borginni vissi að hann var lögregluþjónn frá gömlu stjórninni. En það flýr enginn undan sannleikanum, Nikon Vasilijitch frændi þinn sá hann af hend- ingu í kofa eins bæjarbúa og skrifaði Simba Timofeitch brjef. Við hentumst á bak og riðum í sprettinum tvö hundruð mílur — jeg, Simbi bróðir og einhver annar strák- ur, sem langaði til að vera með í þessu sprelli. Og hvað sáum við svo í borginni Maikop? Við sáum það, að fólkið sem lifir í friði, hefur enga samúð með þeim, sem berjast á vígstöðvunum og hvert svo sem litið var í borginni sáum við ekkert annað en svik og Gyðinga, öldungis eins og þegar gamla stjórnin var. Og Semijon Timofeitch stóð í ströngu að stimpast við Gyðingana, sem vildu ekki sleppa pabba, en settu hann í fangelsi undir lás og loku, því að þeir sögðu að komið hefði skipun frá fjelaga Trotski um að ekki mætti drepa fanga, við dæmum hann sjálfir, skiftu þjer ekki af því, hann fær það, sem hann á skilið. En Semijon Timofeitch hafði sitt fram og sannaði að hann væri foringi hersveitarinnar og hefði frá Budenij fjelaga allar Rauðafána orð- urnar og hótaði að stinga þeim öllum inn, þeim, sem hjeldu í pabba og neituðu að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.