Lögrétta - 01.03.1932, Síða 83

Lögrétta - 01.03.1932, Síða 83
277 LÖGRJETTA 278 framselja hann og- hinir piltamir úr okkar liði voru með honum í þessu. En Semijon Timofeitch hafði ekki fyr haft hendur í hári pabba en hann ljet svipuna dynja á honum og raðaði mönnum sínum kringum hann eins og þeir gera á hersýningu. Og svo skvetti Simbi dálitlu vatni framan í hann Timofeij Rodionovitsch og vatnið rann í rauðum straumum niður úr skegginu á honum. Og Simbi spurði Timofeij Rodiono- vitch: Líkar þjer það, pabbi, að vera kominn á mitt vald? Nei, sagði pabbi, mjer líkar það ekki. Þá spurði Simbi: Og þegar þú gerðir út af við hann Fedja, þótti honum þá gott að vera á þínu valdi? Nei, sagði pabbi, Fedja þótti það ekki gott. Þá spurði Simbi: Datt þjer það þá í hug, pabbi, að ein- hverntíma lentir þú í þessu? Nei, sagði pabbi, mjer datt það ekki í hug, að jeg mundi lenda í þessu. Þá sneri Simbi sjer að hópnum og sagði: Og það er mín skoðun, að ef jeg lendi einhverntíma á ykkar valdi, þá verði mjer engin miskunn sýnd. Og nú, pabbi, ætlum við að gera út af við þig ... Og Timofeij Rodionovitsh fór að róta sjer yfir Simba og formæla honum og hlífði hvorki mömmu nje Maríu mey og gat barið Simba á kjálkann og Semijon Timofeitch sendi mig burt úr garðinum, svo að jeg get ekki, elsku mamma Evdokia Fjodorovna, lýst því fyrir þjer, hvernig þeir gerðu út af við pabba af því að jeg var látinn fara burt úr garðinum. Eftir þetta voru herstöðvar okkar flutt- ar til borgarinnar Novorossijsk. Um þennan bæ get jeg sagt þjer það, að hinumegin við hann er ekkert þurlendi, ekkert nema vatn, Svarta hafið, og við vorum þar alveg fram í maí og þá fórum við á pólsku vígstöðvarn- ar og erum að berja á pólsku burgeisunum eins og vera ber ... Jeg er einlægt þinn elskandi sonur Vasilij Timofeitch Kurdiakov. Elsku mamma mín, gáðu nú vel að honum Stefa og guð launar þjer fyrir það ...“. £jóð Skuggarnir læðast hægt um hæð og dal, nú hjúpast fjöllin blárri rökkurmóðu. ó, gæti jeg horfið fram í fjallasal þar fyndi’ jeg ró í aftanskini hljóðu. Jeg gisti áður glaumsins skreyttu borg og gleymdi mínum fögru æsku-vonum, þögula auðn, með holt og hamra-borg, þjer heilsar einn af þínum týndu sonum. Jeg átti forðum yndi best hjá þjer og óskir hjartans barstu í skauti þínu, en svikull heimur sjónir vilti mjer, jeg sje það nú í spiltu hjarta mínu. Ó, eyðimörk, jeg flý í faðm þinn enn, það friðar sál og græðir undir mínar. Jeg kveð þig borg og þína miklu menn því máttug fjöll mjer rjetta hendur sínar. Steinn Steinarr. Þetta er brjef Kurdiakovs, orði til orðs. Þegar jeg hafði skrifað það fyrir hann tók hann umslagið og faldi það inni á sjer, við bert brjóstið. Kurdiakov, sagði jeg við piltinn, var faðir þinn vondur maður? Faðir minn var hundur, hreytti hann úr sjer. • Og er móðir þín betri? Jeg þarf ekkert yfir henni að kvarta. Iljerna er fjölskyldan, ef þig langar til að líta á hana ... Hann rjetti mjer brotna ljósmynd. Á henni var Timofeij Kurdiakov, herðibreið- ur lögregluþjónn í einkennisbúningi, skegg- ið vel greitt, hreyfingarlaus, kinnbeinahár og glampi í litlausum, sljóum augunum. Vio hlið hans sat í strástól rengluleg bænda- kona í víðri treyju, ljós, feimnisleg og kinnfiskasogin. Baka til sáust á sveitavísu blóm og dúfur og tveir ungir menn stóðu upp við vegginn, raumar stórir, heimsltu- legir, herðabreiðir, starandi, gapandi eins og í skóla, — Kurdiakov bræðurnir Fjodor og Semijon.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.