Lögrétta - 01.03.1932, Síða 85

Lögrétta - 01.03.1932, Síða 85
281 LÖGRJETTA 282 MENN OG MÁLEFNI STJÓRNARSKIFTI. í kosningunum í fyrra var það kjördæmaskipunarmálið, sem úrslitunum rjeði. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, sem höfðu að baki sjer töluverðan meirihluta kjósenda í landinu, kröfðust breytinga á kjördæmaskipuninni í það horf, að atkvæði kjósendanna fengju jafnt gildi við fulltrúaval til Alþingis, en Framsóknarflokkurinn vildi halda að miklu leyti fast við það fyrirkomulag, sem nú gildir, þó með þeirri breytingu, að lands- kjörið skyldi afnumið. Framsóknarflokkur- inn sigraði, náði meiri hluta þingsætanna, enda þótt hann hefði ekki að baki sjer nema liðugan þriðjung kjósendanna. En í þinginu stóð svo á, að í efri deild gátu Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hindrað framgang allra mála, og höfðu þeir samtök um, að neita stjórninni um fjárlög og fleiri lög, sem nauðsynleg voru til þess að haldið yrði uppi rekstri þjóðarbúsins, ef hún og hennar flokkur væru ófáanleg til l'ess að sinna kröfum þeirra um jafnrjetti kjósendanna. Þegar svo var komið, virtist ekki vera um annað að gera en þingrof og nýjar kosningar. En það mun hafa verið sameiginlegt álit allra, að deilan yrði ekki leyst með nýjum kosningum; með gildandi fyrirkomulagi á kosningunum, mundi Fram- sóknarflokkurinn halda meiri hluta þing- sætanna, en hinsvegar ekki geta náð þeim meirihluta, sem nauðsynlegur var til þess, að breyta afstöðu flokkanna í efri deild. Öll líkindi voru til þess, að þótt nýkosið ]úng kæmi saman í haust, mundi enginn úrskurður fást þar á deilumálunum. P'or- sætisráðherra tók því þann kost, að biðj- ast lausnar fyrir ráðuneytið, en jafnframt náðist samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn um myndun nýrrar stjórnar, sem fá skyldi framgengt fjárlögum og öðrum nauðsyn- legum lögum. Skyldi Framsóknarflokkur- inn ráða tveimur sætum í nýju stjórninni en Sjálfstæðisflokkurinn einu. Þeir Tryggvi Þórhallsson og Jónas Jónsson viku úr stjórninni, en Ásgeir Ásgeirsson fjármála- ráðherra myndaði hið nýja ráðuneyti. Framsóknarflokkurinn valdi í það með hon- um Þorstein prófast Briem, en Sjálfstæðis- fiokkurinn Magnús Guðmundsson fyrv. ráð- herra. Var yfir því lýst af nýju stjórninni, að hún mundi leggja fyrir næsta þing laga- frumvarp um lausn á deilunni um kjöp- dæmasldpunarmálið. KJÖRDÆMAMÁLIÐ. Enginn getur með nokkurri sanngirni neitað því, að kjör- dæmaskifting sú, sem nú gildir hjer á landi, sje orðin í mesta máta ranglát og skapi ó- hæíilegt misrjetti meðal kjósendanna, enda er langt síðan menn fóru að finna til þessa, þótt þær smáu lagfæringar, sem gerðar hafa verið, sjeu ekki annað en óverulegt kák. En þróun þjóðfjelagsins hefur nú lengi farið í þá átt, að misrjettið verður með ári hverju meira og meira. — Páll amtmaður Briem ritaði árið 1900 í Eimreið- ina ítarlega grein um nauðsynina á endur- skoðun kosningalaganna. Hann vildi að landið alt yrði eitt kjördæmi. Ritstj. Lögr. (Þ. G.) kom þá fram með þá uppástungu í Bjarka, að hver landsfjórðungur yrði kjördæmi út af fyrir sig. Líkt fyrirkomu- lag hafði Hannes Hafstein í huga, er hann kom fram með frumvörp sín um breyting- ar á kosningafyrirkomulaginu nokkru eftir aldamótin og vildi skifta landinu í 5—7 kjördæmi. Margir álíta þetta enn bestu til- lögurnar, sem fram hafa komið. Nú er þeim haldið fram af Alþýðuflokknum, og Sj álfstæðisflokkurinn hefur lýst því yfir, að hann geti fallist á þær. En Framsókn- arflokkurinn ætti engu síður að geta það, svo framarlega sem það á annað borð er viðurkent af honum, að fyrirhugaðar breytingar eigi að einhverju leyti, að minsta kosti, að eyða því misrjetti, sem nú á sjer stað milli kjósendanna. Því stóru kjördæmin mundu einmitt skapa sjálfstæð stjórnmálasamtök úti um land, innan hvers kjördæmis, og þau samtök mundu vilja íáða þingmannavalinu, hvex-t á sínu sviði, i stað þess að nú eru í raun og veru öll ráðin komin í hendur flokkastjórnanna í Reykjavík. Og þau mundu haldast þar, ef tekin væri aðaltillaga Alþýðuflokksins og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.