Lögrétta - 01.03.1932, Side 88

Lögrétta - 01.03.1932, Side 88
287 LÖGRJETTA 288 Líkneskið er bæjarprýði. Um Leif og Vín- landsfund hans hefur mikíð verið þrætt. Fridthjof Nansen hjelt því fram, að ís- lensku sögurnar um Vínlandsfundinn væru æfintýri ein. Sú skoðun hefur engan byr fengið. Fræðimenn eru alment þeirrar skoð- unar, að Leifur hafi fundið Ameríku, en vita ekki með vissu hvar hann hafi lent. Norðmenn hafa eignað sjer Leif og landa- fund hans (eins og þeir hnupla sífelt miklu af íslenskum bókmentum) og nota hann sem einskonar auglýsingu vestra fyrir þjóð sína og verslun. íslendingar hafa lítið gert i þessa átt, en máske táknar Leifsmyndin það, að meira sje viðurkent en áður, að Is- lendingur hafi fundið Ameríku og að viðskifti geti aukist milli Islands og Ameríku. fs- lenskir kaupsýslumenn virðast hingað til hafa beint huga sínum og starfsemi minna þangað vestur en vera mætti. SKÓLAFERÐIR. Barnaskólinn á fsafirði hefur tekið upp athyglisverða nýjung, sem setti að geta orðið fleiri skólum til gagns og gleði ef vel er á henni haldið. Það eru skólaferðir. Elstu nemendurnir fara í hóp til Reykjavíkur á vorin að loknu prófi, skoða bæinn, söfn, atvinnufyrirtæki o. fl. undir handleiðslu kennara (Gunnars And- rew) og ferðast um nærsveitirnar. Þetta er hagnýt kensla í landafræði eða staðfræði, og góð þar sem hægt er að koma henni við vegna kostnaðar. Á Akureyri mun þetta einnig hafa verið reynt. Ekki er kunnugt hvort reynt hefur verið að prófa það (t. d. með ritgerðum, eða á annan hátt) hvaða áhrif þetta hefur haft á nemendur eða hvaða gagn þeir hafa haft af því. Það ætti þó að gera. Mentaskólinn byrjaði áþekk ferðalög út um sveitir fyrir fáum árum. SOGSVIRKJUNIN. Nýstofnað er hjer í bænum fjelag, til þess að taka að sjer virkj- un Sogsins. Er sagt, að það hafi fengið fje til fyrirtækisins og eigi virkjunin að kosta B milj. króna. Er það miklu lægri upphæð en áður hefur verið um talað. I stjórn fjelags- ins eru: Sigurður Kristinsson framkvæmd- arstjóri, Jón Ólafsson bankastjóri, Sigurður Jónasson lögfræðingur, Svafar Guðmundsson hagfræðingur og Hjalti Jónsson fram- kvæmdarstjóri. HÆSTIRJETTUR. Þar hefur nú lengi ver- ið settur dómari Ólafur Lárusson prófessor, en nú er það sagt ákveðið, að Einar pró- fessor Arnórsson verði skipaður þriðji dóm- ari í rjettinum. Verður hann þá að leggja niður þingmennsku, svo af þessu leiðir þing- kosning í Reykjavík einhverntíma í haust. JARÐABÆTUR. Samkvæmt jarðræktar- lögunum er veittur styrkur úr ríkissjóði fyr- ir jarðabætur og hefur hann numið 2 mil- jónum 663 þúsundum kr. síðan lögin gengu í gildi, eða síðan 1924. Styrkurinn hefur aldrei orðið eins hár og síðastliðið ár (1931), þá nam hann nærri 632 þús. kr. (þar af c. 31 þús. til Búnaðarfjelaga). Þetta ár voru jarðabótamennirnir 4638 og unnu samtals 6511/2 þús. dagsv., en styrkurinn fyrir hvert dagsv. nemur 50 au. og upp í 150 au. Dags- verkatalan var hæst í Árnessýslu (rúml. 80 þús.), þá í Eyjafirði (nál. 74 þús.), í Skaga- firði (tæpl. 74 þús.) í Gullbringu- og Kjósar- sýslu og Reykjavík (rúml. 66 þús.), í Rang- árvallasýslu (rúml. 50 þús.), í Húnavatns- sýslu, nærri 42 þús.), í Borgarfirði (34i/> þús.) í Suður-Þingeyjarsýslu (361/2 þús.) o. s. frv. Lægst var dagsverkatalan í Vest- mannaeyjum (7140), en tillölulega er þó unnið þar mikið að jarðabótum. Annars eru, samkvæmt skýrslunum, dagsverkin fæst í Dalasýslu, Barðastrandasýslu og Stranda- sýslu og þá í Suður-Múlasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu. Jarðabæturnar eru mest íólgnar í garðrækt og túnrækt (530 þús. dagsv. með 530 þús. kr. styrk), þá í hlöðu- byggingum (80 þús. dagsv. með 40 þús. kr. styrk) og loks í byggingu áburðarhúsa (41 þús. dagsv. með c. 62 þús. kr. styrk). Á þjóð- jörðum og kirkjujörðum voru 1931 unnin upp í landsskuldargreiðslu nærri 12 þúsund dagsv. á 240 býlum, metin á rúml. 35 þús. kr. Jarðabótaáhuginn er gleðilegt tímanna tákn og væntanlega á íslenskur búnaður eft- ir að komast úr þeirri kreppu, sem hann hef- ur nú um skeið verið í, en sjálfsagt þarf að ýmsu leyti að breyta um búskaparlag meira en orðið er.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.