Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Page 3

Eimreiðin - 01.05.1902, Page 3
83 Eins dunar þú frá þinni reiginreið Og rennur fram og spornar Tímans strönd Og hverfur mér við yztu Ægis rönd! — En ég er rör. Ég þekki fylgjur þínar. Und sól að sjá ég sé þá rerndar-rerði, Er styðja þig og styrkja — gæta þín I gegnum st.orm' og stórsjó, bál og bruna, Unz örlög þín eru' öll og hlaup þitt háð, Og þú skalt Guði gjö> a réttan reikning. 0 gyðja, drotning, gakk nú heil og sœl! Eg gamall þulur gef þér mína blessan. Dreif orðum mínum hér og þar um tandið, Ef hepnast mœtti. að þau færði frið Og fróun einu og öðru hreldu hjarta! MATTH. JOCHUMSSON. Henry Ward Beeeher. (Framhald fpá EIMR. VII, 229). í ágúst 1620 setti hollenzkt skip 20 svertingja á land í Virginíu. heir urðu fyrstu svörtu þrælarnir í Norður-Ameríku. (Þetta var nokkr- um mánuðum áður en Mayflower flutti fyrsta »púritana«-flokkinn vestur um haf). Af Englendingum varð Sir John Hawkins fyrstur til þess að gerast þrælasali. Hann aflaði sér (1662) 300 svertingja í Suðurálfu með kaupum og ránum, flutti þá til Vesturheims og seldi þá þar. Um 300,000 þræla vóru fluttar beina leið frá Suðurálfu til Norður-Ameríku, áður en frelsisstríðið hófst (1776). Efdr frelsisstríðið vóru þrælarnir orðnir ^/2 miljón að tölu. Þeir vóru dreifðir um öll Bandaríkin. í suðurríkjunum var þrælahald arðsamt, t. d. við rækt hrísgrjóna, tóbaks og baðmullar. í norðurríkjunum var arðurinn af þrælahaldi miklu minni. Þar vóru og þrælarnir miklu færri (30—40 þúsundir). Leiðtogar þjóðarinnar í frelsisstríðinu og við myndun Bandaríkj- anna (t. d. Washington, Franklín og Jefferson) vóru sammála um það, að þrælahald ætti eigi að eiga sér stað. Meiri hluti Bandaríkjanna vildi þá banna aðflutning þræla og láta þrælahaldið smátt og smátt líða undir lok. En tvö af suðurríkjunum (Suður-Karolina og Georgia) neituðu að ganga inn í ríkjasambandið (Bandaríkin), ef þrælahaldið væri numið úr lögum. Hin ríkin létu þá undan. Þessar samþyktir vóru 6*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.