Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Side 4

Eimreiðin - 01.05.1902, Side 4
84 gerðar: i. Sambandsþingið (The Congress) mætti nema þrælasölu úr lögum eftir 20 ár. 2. Strokuþrælum skyldi skilað aftur til eigendanna, þótt þrælarnir hefðu flúið inn í þau ríki (í Bandaríkjunum), sem eigi leyfðu þrælahald í lögum sínum. 3. Í’rælahaldsríkin skyldu hafa meira pólitískt vald en hin ríkin. Þau fengu fleiri þingmenn til sambands- þingsins, en þeim bar eftir tölu kjósenda (hvítra manna). Ríkjum þessum var reiknað (aukreitis) 3/e úr atkvæði fyrir hvern svertingja. Um þessar mundir var það skoðun manna alment, að þrælahaldið væri böl og illendi, sem ætti og hlyti að hverfa. Eftir aldamótin 1800 varð breyting á þessari skoðun. Bandaríkin keyptu Louisiana af Frökkum. Bættist þá afmikið af ágætu landi við suðurríkin. Um þessar mundir komst og baðmullariðnaður þeirra á afarhátt stig. Sakir þessa varð þrælahald mjög arðsamt í suðurríkj- unum og viss vegur til auðlegðar. Skoðun manná á þrælahaldinu breyttist eftir því, sem hagnaðurinn af því óx. Prælaeigendur héldu því fram, »að guð hefði skapað svertingjana til þess að vera þræla hvítra manna. Það væri versta vantrú og uppreist gegn guði, að gefa svert- ingjum frelsi. Þeim væri það sjálfum fyrir beztu að vera þrælar.« f’rællinn var alveg réttlaus. Hann var »blutur« (thing) en ekki »per- sóna« (person). Hjónaband milli þræls og ambáttar gilti eigi lengur, en eigandi þeirra vildi vera láta. Þrællinn hafði eigi meiri rétt yfir barni sínu, en ærin hefir yfir lambi sínu. Hvorttveggja var eign hús- bóndans. f’rællinn var eigi vitnisbær fyrir rétti. Þrælaeigendur gátu að ósekju kvalið þræla sína á allan hátt og jafnvel drepið þá fyrir litlar sakir. Andmæli gegn þrælahaldi vóru alls eigi leyfð í suðurríkj- unum. Andmælendum var »velt i tjöru og fiðri«. Sumir þeirra vóru skotnir, hengdir eða brendir. 1. jan. 1837 byrjaði bláfátækur maður í Boston, Garrison að nafni, að gefa út blað, sem eingöngu hafði afnám þrælahalds fyrir markmið. Ari seinna var félag stofnað í sama tilgangi (The American Anti-Slavery Society). Meðlimir þess vóru aðeins 12 að tölu. Brátt reis upp hvert félagið á fætur öðru. Árið 1840 vóru þau orðin um 2000 að tölu. Þrælahaldsmenn urðu óðir og uppvægir. f’eir drápu jafnvel mótstöðu- menn sína, þegar þeir sáu sér færi. Og einu sinni lá við, að þeir dræpu Garrison sjálfan. En lögregluliðið bjargaði honum úr höndum þeirra. Forseti Bandarikjanna vildi láta sambandsþingið banna »að flytja þau blöð með pósti«, sem væru andvíg þrælahaldi. Prestur einn, Lovejoy að nafni, gaf 1837 blað út í Alton í Illinois. Blaðið var and- vígt þrælahaldi. Skríll réðst á hús prestsins hvað eftir annað. Loks- tóks tókst að kveykja í því, mölva prentvélina og skjóta prestinn til bana. Ágreiningurinn um þrælahaldið milli sunnanmanna og norðan- manna fór ávalt í vöxt. Sumir reyndu að koma miðlun á, t. d. Henry Clay. Hann vildi láta þrælahald hverfa smátt o.g smátt og flytja svert- ingja aftur til Suðurálfu. En allar miðlunartilraunir hans urðu árang- urslausar. Suðurríkin byrjuðu jafnvel aftur aðflutning þræla frá Suður- ájfu, þótt það væri gagnstætt lögum. Og norðanmenn létu þá hart mæta hörðu. Þeir hjálpuðu þrælunum til að, strjúka frá eigendunum. Um 1000 þræla sluppu árlega á þennan hátt alla leið norður til Kanada.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.