Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 5

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 5
85 — Þetta var kallað »járnbrautin neðanjarðar« (The Underground Rail- way). — Að þessu unnu margir menn úr norðurríkjunum. Auðvitað var þetta mesta hættuverk. Enda féllu nokkrír þeirra 1 hendur sunnan- manna og létu lífið. Beecher var mjög andvígur þrælahaldi. Sá maður var svertingi, er í æsku var honum kærastur allra vandalausra rnanna. Bæði á skóla- árum sínum í Amherst-latínuskóla og á prestsárum sínum í Indianapólis hatði hann haldið tölur gegn þrælahaldi Hann lýsti því yfir við fyrstu prédikun sína í Brooklyn, að hann mundi eigi hlífa þrælahaldinu. Arið 1848 varð atburður sá, er gerði Beecher þjóðkunnan í Banda- ríkjunum. Það átti að selja mansali tvær ungar og efnilegar svert- ingjastúlkur. Faðir þeirra var leysingi, en móðirin ambátt. Eigandi móðurinnar ætlaði að selja dætur hennar og senda þær frá Washing- ton til New Orleans. Stúlkurnar reyndu að strjúka, en þeim varð náð. Faðir þeirra fór til New York og reyndi þar að fá peninga til að kaupa dætrum sínum frelsi. Hann fékk enga hjálp. Loks var honum ráðið að leita til Beechers í Brooklyn. Hann fór þangað og gekk heim að húsi Beecher’s. Örmagna af þreytu og vonbrigðum þorði hann eigi að hringja dyrabjöllunni. Hann settist við húsdyrnar og flóði í tárum. Þegar Beecher heyrði sögu þessa, tók hann undir eins málið að sér og lét halda almennan fund í Broadway Tabernacle í New York. Þar talaði hann máli föðursins og hélt slíka tölu gegn þrælasölu, að engin hefir nokkru sinni verið betri haldin hvorki fyr né síðar. A fundinum var skotið saman 2200 dollurum og stúlkum þessum keypt frelsi. 21. febr. 1850 kom út grein (í blaðinu The Independent) eftir Beecher. Fyrirsögn hennar var: »Eigum vér að fara miðlunarveg « Grein þessi er rituð gegn miðlun Clays. Gamli þrælahaldsfulltrúinn John C. Calhoun lét tvisvar sinnum lesa sér grein þessa á banasæng- inni og komst síðan þannig að orði: »Þessi maður hefir alveg rétt að mæla. Það er um ekkert annað að velja: Annaðhvort verður að vera frelsi eða þrældómur.« Þessi grein Beecher’s var mesta snildarverk og hafði afarmikil áhrif. Menn fóru að sjá, að engri miðlun var hægt að koma á. Þrælahaldið varð annaðhvort að falla eða standa. Eftir þetta ritaði Beecher hverja greinina á fætur annarri gegn þrælahaldi. Beecher og söfnuður hans skipuðu sér í öndverða fylkingu þeirra manna, er börðust gegn þrælahaldi. Þetta vakti hatur mótstöðumann- anna. Stundum lá við, að þeir gerðu aðsúg að kirkjunni, og varð þá söfnuðurinn að verja hana. Æsingarnar urðu svo miklar, að Wendell Phillips var neitað um fundarhús í New York. Beecher bauð honum þá að tala í kirkju sinni. Þar hélt Phillips slíka tölu gegn þrælahaldi, að Beecher gat aldrei þreyzt á að lofa hana. Um þessar mundir tóku margir menn sig saman um, að eiga eigi viðskipti við þá verzlun- armenn, er berðust gegn þrælahaldi. Þá ritaði Beecher á auglýsinga- spjald kaupmanns eins þessi orð: »Vörur mínar eru til sölu, en eigi sannfæringin«. Þetta varð síðan að orðtæki verzlunarmanna þeirra, er vóru andvígir þrælal^aldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.