Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Qupperneq 7

Eimreiðin - 01.05.1902, Qupperneq 7
87 fegar ræðunni var lokið, kallaði hann ambáttina til si'n upp á ræðu- pallinn. Hún kom, nam staðar við hlið hans og skalf eins og hrísla. Beecher sneri sér að söfnuðinum og sagði: »Kona þessi er ambátt. Tíg hefi lofað eiganda hennar í New Orleans, að annaðhvort hún eða 2000 dollarar (það er verð hennar) skulu vera komnir í hendur hans innan io daga. Er hér nokkur faðir (sem á dóttur), eiginmaður eða bróðir, er segi, að kona þessi skuli aftur fara í þrældóm? Ég óska, að söfnuðurinn skjóti saman þessum 2000 dollurum.« Hann hafði varla slept seinasta orðinu, þegar köllin kváðu við frá áheyrendunum: »Ég gef 100 dollara*, »ég einnig«, »ég gef 50 dollara« o. s. frv. Köllin komu svo ört, að Beecher hafði eigi undan að skrifa nöfn gef- endanna og upphæðirnar. Þá stóð auðmaðurinn Russell Sage á fætur og mælti: »Herra Beecher, ég gef það sem vantar, hvort það er mikið eða lítið«. Beecher sneri sér þá til ambáttarinnar og sagði: »Elíza, þér eruð frjáls kona.« Hún hné niður í stól á ræðupallinum og grét eins og barn. Tár komu og í augu allra þeirra, er við vóru. í júní 1856 héldu samveldismenn (Republicans) fund með sér í Philadelphia til undirbúnings undir forsetakosning, er þá fór í hönd. John C. Frémont var kosinn forsetaefni þeirra. Pá tóku þeir upp í stefnu- skrá sína ákvæði um að berjast gegn allri útbreiðslu þrælahaldsins og allri frekari málamiðlun við þrælahaldsmenn. Þeir lýstu yfir því, »að það væri bæði réttur og skylda sambandsþingsins, að banna í landeignum (Territories) sínum bæði fjölkvæni og þrælahald*. Beecher tók í streng- inn með samveldismönnum. Hann fór fram og aftur um land alt og studdi kosning Frémonts með tölum sínum. I kosningarstríði þessu urðu margir ágætismenn í Bandaríkjunum þjóðkunnir í fyrsta sinni, t. d. Abraham Lincoln og James G. Blaine. Frémont náði eigi kosningu, en fékk samt fjölda atkvæða. Forsetaefni sérveldismanna (Democrats), James Buchanan að nafni, var kosinn forseti. Hann var verkfæri í höndum þrælahaldsmanna. Éeir höfðu því enn þá völdin í 4 ár. Árið 1860 fór forsetakosning aftur fram í Bandaríkjunum. For- setaefni samveldismanna var Abraham Lincoln, einhver mesti og bezti maður, sem Bandamenn hafa nokkru sinni átt. Beecher studdi kosn- ing hans af öllum mætti bæði í ræðu og riti. Lincoln var kosinn for- seti í nóv. 1860 og tók við embætti í marz 1861. Hann var svarinn óvinur þrælahaldsins. Sunnanríkin tóku nú hvert eftir annað að segja sig úr lögum við norðurríkin. Sunnanmenn ætluðu að mynda sjálfstætt sambands- riki (ríkjasamband), þar sem þrælahaldinu væri borgið um aldur og æfi. Lincoln neitaði, að viðurkenna ríki þetta. Hann kvað úrsögn suðurríkjanna úr ríkjasambandinu í alla staði ólögmæta og kvaðst mundi verja ríkiseiningu Bandaríkjanna með vopnum, ef á þyrfti að halda. t’á hófu sunnanmenn ófrið og tóku virkið Sumter við Charleston her- hlaupi 14. apríl 1861. I ófriði þessum (þrælastríðinu) höfðu sunnan- menn ágætan herforingja, Robert E. Lee. En norðanmenn höfðu framan af seinfæra foringja. Þeir unnu því ekkert á, þótt þeir hefðu meira lið og betri útbúnað en sunnanmenn. Beecher og söfnuður hans bjó út dálítinn herflokk og lét hann taka þátt í stríði þessu. Þegar elzti sonur Beechers bað um leyfi til að fara í stríðið, þá svaraði faðir hans: »Ef þú fer eigi, þá kannast ég eigi framar við þig.« Auk þess studdi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.