Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Qupperneq 8

Eimreiðin - 01.05.1902, Qupperneq 8
88 Beec.her málstað norðanmanna með blaðagreinum, prédikunum og töl- um sínum, er bárust í dagblöðunum um land alt. I því efni stóð hann fremstur allra í flokki norðanmanna. Árið 1863 fór Beecher til Norðurálfunnar sér til hvíldar og heilsu- bótar. Hann fór fyrst til Englands og þaðan til meginlands. Hann ferðaðist um Frakkland, Þýzkaland, Sviss og Ítalíu og sneri síðan aftur til Englands. Englendingar vóru hlyntir suðurríkjunum. Þeir sögðu, að norðanmenn hefðu eigi rétt til að verja ríkiseininguna með vopnum. Þeim sveið, að baðmullarverzlun þeirra við suðurríkin beið mesta skaða við ófriðinn. Norðanmenn lokuðu með herskipum höfnum sunnanmanna og bönnuðu þannig alla verzlun við þá Auk þess var og Englend- ingum ósárt um, þótt Bandaríkin liðuðust sundur í tvo hluta, sem ættu í deilum og veiktu hvor annan. Auðvitað vóru nokkrir ágætismenn á Englandi hlyntir norðurríkjunum, af því að þeir hötuðu þrælahald. í flokki þeirra var t d. John Bright. Þegar Beecher kom aftur til Eng- lands, þá grátbændu vinir norðurríkjanna hann um að halda tölur um ófriðinn í Bandaríkjunum. Þeir sögðu og, að það væri heilög skylda hans. Hann gat þá eigi skorast undan því og lét auglýsa, að hann ætlaði að tala í nokkrum stórborgum Englands. Undir eins vóru gerð samtök um að banna honum að tala (með óhljóðum og öllum illum látum). Dagblöðin gengust fyrir samtökum þessum. Á fundi einum varð hann að tala í D/2 klukkutíma, áður en hann gat fengið nokkurt hljóð. Enginn annar maður en Beecher hefði sigrað í þeim bardaga. Hann hélt tölur í borgunum Manchester, Glasgow, Edinburgh, Liver- pool og London. Með tölum þessum lagði hann England fyrir fætur sér og sneri huga Englendinga frá suðurríkjunum til norðurríkjanna. í frelsisstríði Bandamanna var Franklín sendur til að fá hjálp hjá Frökkum. í þrælastríðinu fór Beecher fram og aftur um England og fékk Englendinga á mál norðurríkjarma. Þetta eru frægustu pólítisku töl- urnar, sem haldnar vóru á 19. öldinni. Með þeim vann Beecher frægasta og þýðingarmesta verk sitt. — Ef England hefði snúist í lið með suð- urríkjunum, þá er vandséð, hvernig farið hefði. En Beecher kom því til leiðar, að norðurríkin þurftu eigi að óttast England. Áður en Beecher fór frá Englandi, vóru honum haldnar skilnaðar- veizlur í London, Manchester og Liverpool. Og þegar hann kom til Bandaríkjanna, var honum auðvitað tekið með mesta fögnuði. Árið 1863 fór norðanmönnum að veita betur í ófriðnum. Sunn- anmenn fóru hverja óförina eftir aðra, t. d. við Vicksburg og Gettys- burg. Norðanmenn höfðu loksins fengið duglega herforingja. Fræg- astur þeirra allra varð Grant. Tók nú mjög að halla á sunnanmenn. Lee varðist með frábærri snild, en »enginn má við margnum«. Höf- uðborg sunnanríkjanna,. Ric.hmond, komst á vald norðanmanna. Og loksins varð Lee að gefast upp fyrir Grant 9. apríl 1863. Ófriðurinn hófst 14 apríl 1861, þegar sunnanmenn tóku virkið Sumter. En einmitt 4 árum seinna fór Beecher, Garrison og fleiri ágæt- ismenn úr norðurríkjunum suður til Charleston. Og 14. apríl 1865 var dregið upp á virkinu Sumter sama merkið (flaggið), sem sunnan- menn höfðu látið taka niður fyrir 4 árum. Eftir beiðni hermálaráð- gjafans hélt Beecher tölu. Hann lýsti því yfir í tölu sinni, að það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.