Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Síða 13

Eimreiðin - 01.05.1902, Síða 13
93 Fyrst ég hóf á hendur mér hróöur þinn aö greina, ofurlítið lýsa þér langar mig að reyna. Bæði augu, enni og kinn eiða sóru um vitið. Hetjulegri haus en þinn hef' ég sjaldan lítið. Enginn sté um Yggjarsnót oftar spor til happa; aldrei sá ég fegri fót fósturjörðu klappa. Meðan spratt þitt æskuax uppi í fjörsins rindum, léztu móleitt flaksa fax fyrir landsins vindum. Gróðurinn bjó þér hugföng hlý, hóf þér brún á vorin; eldið kló þér krafta í kjúku og fjaðra-sporin. Pá var stokkið yfir urð og um krappaþýfið. Jafnvel þó þú bærir burð þú brokkaðir gegn um lífið. Margoft bæði brauð og nægð barstu heim að ranni, veittir mörgum hvíld og hægð, hugum þekkur manni. Pú varst stoð og sterkust hlið, straumar þar sem gína; botn í Laxá ber þér kvið bezt um krafta þína. Ei þig brutu baggasköss byrðarauka sínum. — Pyngdarslungin sleðahlöss slitu vöðvum þítium. Nú var orðin breytt þín brá brúnin neðar svifin; fallega hömin fölvagrá, flatari nokkuð rifin. Á því furða engan má; eöa löstum róma: þótt þú hæðir haustum á heyja-féránsdóma. Pú varst oft í þess-kyns för — það vóru kulda æri. — Ýmsir hafa opnað skör í annarra manna færi. Enginn stefni steini á þig, stendurðu ekki lengur; bezt er að þreifa um sjálfan sig, sjá þá hversu gengur. Vildi ég fyr en sól mín sezt sjá þær óskir hrína, að ég mætti eiga hest, sem erfði krafta þína. Kæri, gamli, kveð ég þig, kvitti þig jörð án tafar. — Hneggjaðu svo og hittu mig hinu megin grafar.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.