Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Side 18

Eimreiðin - 01.05.1902, Side 18
98 og stari á minninga gráð, því þar komstu, vorgyðja, fyrst á minn fund með fjölskreytta, þéttbygða, sólroðna griind og endalaust ónumið láð. —- Ég átti lengst af um æsku skeið við allskonar hungur og nekt; hún hvíldi á önd minni öll sú neyð, sem eg hafði’ í návígi þekt. En þegar þú hófst yfir heiðarbrá, varð hugur minn bjartur og rór; því öll sú kvöl, sem ég um mig sá, hún átti að verða svo létt og smá, þegar ég yrði sterkur og stór. En æfin líður svo fleygings-fljótt — svo fjölmargt í sálunni brýzt. Mín lífssól hnígur í hljóða nótt, en — hefir ’ún vermt eða lýst? — Ég get ekki svarað. En sigurkrans hins sælasta, þróttmesta lífs, þú ímynd hins fullvaxna fagra manris. í fjölskrýddum, þéttbygðum sveitum lands, þú stígur úr kulda kífs. Eg leit þig á vori — þá ljómaði flest — svo leit ég þig hvar sem ég fór; og alt frá þeim títna það hefir mig hrest, að hamingja þín yrði stór. — Pei! Sólin hnígur; það húmar að og holdið er þreytt og kalt. * Eg hlýði þér, drottinn, og held af stað; mín hinzta og bjartasta von er það: að þú sért í öllu alt. TIL VINAR MÍNS. Man ég ljósa trú líknstafi fella á guði helgað hjarta; og vonar-dag á vormorgni lífs draga á háan himin

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.