Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Side 19

Eimreiðin - 01.05.1902, Side 19
99 Man ég ástareld í ungu brjósti: viðkvæmt og vinfast geð. Mörg voru áform á æskudögum; öll til dýrðar drotni. Öll til dýrðar drotni: í dáðelskum hug óx í leik og ljóma, ímynd fögur fullvaxins manns. Hauður til himins tók. Leizt þú yfir lýði: Líf og vonir, hvorttveggja leizt þér lítið. Fullvel undu dvergstærð flestir aðrir; þér vakti ’ún hann í hug. Fjóla vex á hausti og fullvel unir: veit ekki' um vor né sumar ekkert minnir hana á hreinni lit og aflmeiri blöð og blóm. Maður vex á hausti heilags anda í skógi vana-vona; unir hlynum og hálfrökkur-kyrð; lim felur sólu sýn. Flestir una hlynum og hálfri sól; þér var hálft að eins liálft. Myrkvið þú ruddir, sóttir röðuls fund; hlífum sleizt að lioldi HARPA. Pað lýsir af degi og lygnir í dölum, svo lyftir þokunni í miðja hlíð, og hvíslandi raddir frá sólarsölum ber sunnan hin nýja tíð. Úr þokutini fjallsgnípa’ í fjarlægð stígur, hið fyrsta röðulskin nemur brún. Og þokan hún beltar sig, hörfar og hnígur til hafs — svo skín röðull um engi’ og tún. Og ljósvakinn titrar og loftið blánar og ljósgeislar sverfa hvern helsis taum; og fönnin þiðnar; úr fjalli til Ránar ber fossandi, hlakkandi straum. Og svo kveður lóa í lágum runni og léttur þröstur á bleikum meið; senn fjölgar, unz alt, sem að kveða kunni, er komið og syngur á eina leið. r

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.