Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Síða 20

Eimreiðin - 01.05.1902, Síða 20
roo Þá tóna —• svo fagra ég fyr heyrði öngva — svo fagnaðar-eflda um loftið ber. Nú finn ég þig, Harpa! í samhljómi söngva og sál minni halla að þér. Svo hlý eins og brágeisli vinar í vosi þú vekur hvert afl, er svaf í lóð; og hýrt eins og ennisól barns í brosi við bládýpi vonar — svo er þitt ljóð. Pú vinur! sást ritað í fornmn fræðum um Freyju með eplið í gjöfulli mund, að hver, sem þess neytti, fann eld í æðum og eilífðar morgun í lund. En það þarf ekki’ að grafa til gamalla sagna, því gróandi’ á alstaðar sömu hjú. Já æskan á strengi, sem aldrei þagna, og enn fyllri tóna en þig grunar nú. STOKUR. Eins og lokað lífsins skaut lízt þér stundum vera: hverja hina þyngstu þraut þú mátt aleinn bera. Sjón við vizku-sólar bál seilist víða um heiminn; þegar kveykir sál við sál, sést þó lengst í geiminn. III. Indriði Þorkelsson bóndi á Ytrafjalli, 32 ára. Hann er allra þessara manna dulastur og torveldastur til rannsóknar, leggur sig mest eftir ættfræði í tómstundum sínum og hefir ort minna en góöu hófi gegnir. — Indriði og við Sands- bræður eru systkinasynir. — Um hann má segja líkt og Sigurjón, að kvæði hatis eru þungskilin og er engum manni ætlandi, að ná öllum mergnum úr þeim í fyrsta kasti. Indriði er mesti iðjumaður, og allir þessir bændur; hafa fyrir ómegð að sjá og eru í þolanleg- um kringumstæðum. -— Indriði og Jón hafa mentað sig í »berurjóðrinu«. —

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.