Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Síða 23

Eimreiðin - 01.05.1902, Síða 23
103 Enn er fagurt út um sveitir, öll þó fræin blundi í grund. Hér er m'argt, sem hita veitir, hjörtum vorum, lund og mund. Saga þjóöar, söngvar, kvæöi sálu margri varma bjó. Rækjum göfug framandfræði fóstru vorrar betur þó. Vel skal hlynna að þeim auði, engu farga, hvað sem sker. Eyðing hans og okkar dauði upp á sama daginn ber. — Dauði vor sem þjóð, er þekki þýðing sína, hlutverk, starf, sem vill fleira en heimskuhlekki húsgangs kynslóð gefa í arf. Látum sjá, að sé ei fokið, svellagrund, í öll þín skjól. Ei er þinni árbók lokið, eyjan köld, við norður-pól. þjóðarstofn skal gildna og gróa, gamalt drauma heitorð efnt; grein á honum græna og frjóva geta vildi ég okkur nefnt. Grein, sem vetrar grimmur kraftur getur aðeins beygt um stund; grein, sem lyftist óðar aftur upp mót sól í fögrum lund; grein, sem vill ei hverjum hneigja heimskublæ, sem tízku-rós; grein, sem teldi gróða að deyja, gæti hún tendrað meira ljós. Pví skal enginn þurfa að kvíða, þó að vetur brýni raust. Bjartar dúfur betri tíða boðin flytja endalaust. Hamast rammi kyngikraftur. kveddu dauðan geisla og blæ. Grafinn skal vor Eden aftur undan þínum gaddi og snæ. ÁFRAM LENGRA, OFAR, HÆRRA! Áfram lengra, ofar, hærra! upp mót fjallsins háu brún! Þetta öllum stöfum stærra stendur letrað; nem þá rún. Lærðu hennar þýðing þekkja. Pína sjón við andann bind. Lát þig engan blindan blekkja bókstafsþræl í neintii mynd. Engan blekkja, sem að segir: »Sof mitt barn og korri-ró! eru duftsins dægurvegir dalbotn þessi út að sjó. — Lóng er mentin, œfin stuit. Fjallið geymir feikn og undur; fyrir handan logi gýs. Par er enginn unaðslundur, enginn guð né paradís.« Áfram lengra, ofar, hærra! upp þar morgunroðinn skín! fetta hverju hrópi skærra heróp berst í eyru mín; heróp snjalt, er gnýr og gellur, gæðir lúinn fjöri’ og þrótt; blóðið heita sýður, svellur sigurdraumi um myrka nótt.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.