Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Side 32

Eimreiðin - 01.05.1902, Side 32
hlaðin upp úr hamrabeltum, sem hallast víðast frá sjó (2—50) inn í landið; í þeim fjöllum eru margir gangar, sprungur fyltat eldleðju að neðan, og sumstaðar þunn móbergslög mynduð úr ösku blágrýtisgosanna; ofar- lega í miðjum blágrýtisfjöllum eru víða surtarbrandslög; þó ber mest á þeim á Vestfjörðum, þar liggja þau oft milli þykkra leirlaga og í leirn- um eru sumstaðar steingjör blöð af trjám, er þar hafa vaxið; gróður þessi ber vott um miklu heitara loftslag en nú er á íslandi, og sýnir, að lög þessi hafa myndast á þeirri jarðöld, er fræðimenn kalla »míó- cene«. þá var ísland ekki til í því formi, sem nú er, því þá náði samanhangandi landflæmi þvers yfir Atlantshaf, frá írlandi og Skotlandi um Færeyjar og ísland til Grænlands, og af þessum landbálki var ís- land einn hluti; þá var land þetta vaxið skógartrjám, sem nú aðeins þroskast sunnan til í Norður-Ameríku og í Miðjarðarhafslöndum; skógar þessir eyddust af nýjum gosum og hinn efri hluti blágrýtisfjallanna myndaðist. Seinast á *míócene«-tímanum sökk landbrúin í sjó og ís- land varð sérstakt land; en á næstu jarðöld þar á eftir, á »plíócene«, mynduðust hin fyrstu daladrög og fjarðaskorur. Frá þeim tíma eru sæmyndanir til á einum stað á íslandi, á Tjörnesi, og sést það á upp- drættinum; þar er í Hallbjarnarstaðakambi fjöldi skelja frá því skeiði þessa tímabils, er jarðfræðingar nefna »Red Crag«. Á uppdrættinum sjást smáir og stórir blettir af bergtegund þeirri, er líparít heitir, dreifðir um alt land; bergtegund þessi hefir gosið um sprungur í jörðu á öllum tímabilum frá því á míócene fram á mannöld hina síðustu. Líparítið er oftast ljósleitt, gráleitt, gulleitt eða dumbrautt og sjást dílar af þeirri bergtegund oft langt að eins og sólskinsblettir í svörtum blá- grýtisfjöllum. Líparít tekur óvíða yfir stór svæði; oftast kemur berg- tegund þessi fram í einstökum tindum eða í skriðum, sem vanalega eiga rót sína að rekja til liparítganga eða sprungufyllinga í fjöllunum. Lípa- rítgosin hafa brotist jafnt gegnum blágrýti sem móberg og þussaberg, en útbreiðsla líparítsins er hverfandi í samanburði við hina miklu víð- áttu, er aðalbergtegundirnar ná yfir. Granófýr kalla menn eitt af- brigði líparíts, sem að útliti og samsetningu er svo líkt graníti, að hér um bil ómögulegt er að þekkja þær bergtegundir sundur; granófýr er talið með líparíti, af því efnasamsetningin er svipuð og aldur þess er hinn hinn sami, það er miklu yngra en granít. Granófýr er heldur fágætt á íslandi, ég hefi fundið það í Breiðdal eystra, í Lóni og Horna- firði og svo norður á Snæfellsnesi fyrir ofan Máfahlíð. Líparítgos hafa eftir ísöld verið fátíð, þó sjást þeirra nokkrar menjar á fáum stöðum, en eiginleg líparíthraun hafa hvergi fundist nema kringuro Torfa- jökul og þar eru þau sett á uppdráttinn. Hrafntinnuhraun var fyrir löngu þekt, en 1889 fann ég þijú ný hraun af sama tægi fyrir norðan jökulinn. Hraunum þessum er svo háttað, að aðalefni þeirra, sem er gráleitt eða gulmórautt á lit, er þakið kolsvartri, glitrandi hrafntinnu, en efst er mjallahvít vikurfroða; eru hraun þessi því mjög einkennileg útlits. Móberg nær yfir alt mikbik landsins; það er samsett af eldfjalla- ösku og hraunmolum og hefir því áður verið lýst í tímariti þessu (Eimr. VI, bls. 161—169); það er yngra en blágrýtið og hefir líklega ekki farið að myndast í samanhengi fyr en snemma í »plíócene«; þá

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.