Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Síða 36

Eimreiðin - 01.05.1902, Síða 36
mundi það kosta 2—3 miljónir króna, og ef óbygðir ætti að mæla jafnvel, mundi þessi upphæð að minsta kosti tvöfaldast. Af þessu er auðséð, að slík mæling verður að bíða og er líka að svo stöddu óþörf í jafnstrjálbygðu landi eins og ísland er. Birni Gunnlaugssyni tókst snildarlega að þræða meðalveginn, hann hnýtti mælingar sínar við þrí- hyrninganet strandmælenda, hugsaði mest um yfirlit landslagsins, en lét smámælinguna sitja á hakanum og tókst þannig að framkvæma hið mikla verk, sem hann annars aldrei hefði getað. Þó þessi hinn nýi yfirlits-uppdráttur nú komi á prent, verður hin- um gamla uppdrætti ekki ofaukið fyrir það; þvert á móti, hann er eins ómissandi eftir sem áður; hinn nýi uppdráttur er aðeins viðauki við uppdrátt Björns Gunnlaugssonar, einkum að því er snertir hálendi ís- lands og óbygðir, því þar fór Björn óvíða urn og mældi því nær ekk- ert; bygðirnar áttu að sitja í fyrirrúmi og til langrar dvalar og mæl- inga á öræfum hafði Björn hvorki tíma né peninga, eins og hann sjálfur hefir skýrt frá. Eins og fljótt má sjá á samanburði, hefir hálendið mikið breyzt og eru það þeir öræfakaflar, sem hér greinir, er ég mest hefi fengist við. 1® Öræfin milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum suður í jökul, Ódáðahraun og Mývatnsöræfi; þenna kafla kannaði ég 1884. 20 Hálendið norðaustur af Jökulsá í Axarfirði, nyrðra hluta Hólsfjalla og Búrfellsheiði; þau héruð rannsakaði ég sumarið 1895. Um Möðru- dalsfjöll og Jökulsdalsheiði fór ég snöggva ferð 1882, en gat sakir þoku og illviðra lítið sem ekkert mælt; landspilduna þar suður af upp í jökul, milli Jökulsár á Brú og Kreppu, hefi ég eigi rannsakað, svo hún er látin halda sér óbreytt eins og á gamla uppdrættinum. 30 Há- lendið við Snæfell og austurenda Yatnajökuls niður í Lón kannaði ég og mældi 1894. 40 Suðurrönd Vatnajökuls hefi ég breytt lítilfjörlega, einkum skriðjöklum, bætt við ýmsum fjöllum uppi í jökli o. s. frv. 50 Öræfin upp af Vestur-Skaftafellssýslu, milli Skeiðarárjökuls og Mýr- dalsjökuls, rannsakaði ég 1893 °g breytti þar mörgu. 6° Öræfin upp af Landmannaafrétti, kringum Fiskivötn og íþórisvatn alt upp í jökul kannaði ég 1889, og er sá kafli mjög ólíkur hinum fyrra uppdrætti. 70 Kjalveg og Hvítárvatn, f’jórsárdal og heiðar þar í milli rannsakaði ég 1888 og breytti þar ýmsu. 8° Sumarið 1896 skoðaði ég öræfin norður af Hofsjökli og 90 rannsakaði ég Arnarvatnsheiði, Tvídægru og nálæg héruð 1898 og breytti uppdrættinum mjög mikið á öllum þeim svæð- um.1 Kaflar þeir, sem hér hafa verið nefndir, taka yfir mikinn hluta 1 Ég hefi áður smátt og smátt gefið út uppdrætti af þessum hálendisköflum i átlendum tfmaritum og eru flestir þeirra í stærri mælikvarða en þessi uppdráttur. Uppdráttur af Ódáðahrauni er í Petermanns Mitteilungen 1885, tab. 14 (Andvari XII). Fiskivötn og nágrenni í Geografisk Tidskrift X, tab. 3. Kjalvegur og hálendið þar austur og suður af í Peterm. Mitteil. 1892, tab. 3. Vestur Skaftafellssýsla í Geogr. Tidskr. XII, tab. 2 (Andvari XIX). Suðausturhluti íslands í Geogr. Tidskr. XIII, tab. 1. Norðausturhluti íslands í Geogr. Tidskr. XIII, tab. 3. Öræfi suður af Skaga- firði og Eyjafirði í Geogr. Tidskr. XIV, tab. 1. Arnarvatnsheiði og Tvídægra og önnur öræfi norður og vestur af Langjökli í Geogr. Tidskr. XV, tab. 1. Auk þess hefi ég gefið út yfirlitsuppdrátt af íslandi öllu í The Geographical Journal. London 1899. Vol. XIII, á honum eru meðal annars sýnd hraun á öllu landinu.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.