Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Side 38

Eimreiðin - 01.05.1902, Side 38
118 Jónas Hallgrímsson og trúin. Pví meira sem einhverjum finst um íslenzka náttúrufegurð og um íslenzka málfegurð, því vænna hlýtur honum að þykja um Jónas Hallgrímsson. Hann er sem bunandi lindin í bókmentum vorum; þar er ómurinn alfegurstur og silfurhreinastur. Sá þáttur af skáldskap Jónasar, sem hér skal rakinn að nokkru, er þó merkilegri fyrir annars sakir en fegurðar; ég á við þá staði, sem benda til, hvaða lífsskoðun hann hafi haft og hvaða breyt- ingar hafi á henni orðið. Pessir staðir eru hvorki margir né fjöl- orðir, en mjög merkilegir og vel þess verðir, að skýrt sé frá þeim í samhengi. Einhvern tíma á þessum þremur árum, sem Jónas dvaldi í Reykjavík, áður en hann sigldi, hefur hann líklega ort þessa vísu: Má-at hinn megin- máttki guð vindi valda, þeim er fer vog yftr; né hann um varnað fær vetrar stundum, þeim er í árdaga áður skóp. Hér sést greinilega, að Jónas hefur, þá er hann orti þetta, hallast að trúarskoðunum þeirra manna, sem oft eru nefndir »deistar«. Trú þeirra er í stuttu máli það, sem stendur í vísunni: að guð raski ekki rás viðburðanna með kraftaverkum. Frægastur allra »deista« er Voltaire (-ter), hinn mikli ritsnill- ingur og óvinur kaþólsku kirkjunnar, Georg Brandes 18. aldarinnar, liggur mér við að segja. Pað er því óhætt að segja, að árin sem Jónas er að jafna sig eftir skólanámið, verður hann fyrir áhrifum af framsóknaranda 18. aldarinnar, af anda Voltaires, og hugur hans hneigist að frjálslyndi í trúarefnum, að vantrú. Eftir að Jónas er kominn til Hafnar verður breyting á þessu. Að vísu bólar hjá honum á »biblíukrítíkinni«, þar sem hann í rit- gerðinni >um eðli og uppruna jarðarinnar« kemst svo að orði: »011um lærðum guðfræðingum ber nú líka saman um, að frásagan um sköpunarverkið sé í rauninni hugmynd einhvers Austur-landa-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.