Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Page 40

Eimreiðin - 01.05.1902, Page 40
120 stökurnar: »Enginn grætur íslending« o. s. frv. Sá sem rennir grun í það djúp þunglyndis, sem þessar stökur eru runnar af, hann skilur hvað þessi orð þýða: sælir eru andlega fátækir, þeir geta nefnilega ekki fundið eins til. Jónas hafði sjálfur sagt: .......beztu blómin gróa í brjóstum, sem að geta fundið til. Hæðni lífsins sýndi honum, að þar vaxa líka þyrnarnir, sem sárast stinga. Pað er ekki erfitt að gera sér að nokkru leyti hugmynd um astand þessa velgjörðamanns allra vor síðasta skammdegið, sem hann lifði, og það virðist geta gert skiljanlega breytinguna. Hann hefur oftast kúrt heirna í sínu óvistlega einstæðingsherbergi, sárlega kvalinn af þungum hugsunum, »einn og óstuddur«. Honum fanst hann eiga skamt eftir ólifað, og þegar hann hugleiddi horfna æfi, fanst honum lífinu eytt til ónýtis. Hvað hafði hann afrekað með sínum frábæru hæfileikum? Hann hafði að vísu ort fáein kvæði, hin fegurstu, sem til voru á íslenzku, en varla hefur hon- um fundist mikið að gert (sbr. »veit jeg að stuttri stundarbið stefin mín öngvir finna«), hann hefði getað afkastað svo miklu meira, ef gæfa hefði fylgt. Og hvers hafði hann notið? Hann, sem að náttúrufari var allra manna hæfastur til að njóta; hann, sem glöggskygnastur hefur verið á alla fegurð. Eetta varð ein- ungis til þess, að sársauki og söknuður þröngdu honum miklu fastar en hversdagsmönnum. Nú hefur rifjast upp fyrir honum greinilega hvert skifti, sem honum höfðu verið mislagðar hendur (»hefði ég betur« —) og sárt hefur hann harmað ekki sízt »það sem hann aldrei misti«. Hugur hans hefur hvað eftir annað hvarflað að dauðanum; að dreyma þennan vonda draum og vakna ekki til neins betra, að hafa þetta harða og hæðilega líf bótalaust. Ó mikli guð ! e k k e r t að ending — ó megn hörmunga! eilífur dauði....... En nú gat hann ekki risið undir oki þessara sanninda lengur; þetta gátu ekki verið sannindi; og það verður úr, að hann fleygir sér í faðm trúarinnar. En að það er efunarmaður, sem leitast við að hverfa aftur, kemur greinilega fram í því, að hann skygnist um eftir rökum, til að styðja með trú sína. Og það lítur út

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.