Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Page 41

Eimreiðin - 01.05.1902, Page 41
I 2 I fyrir, að honum takist það; honum verður hughægra og hann yrkir vísuna: Jólum mínum uni eg enn — og þótt stolið hafi hæstum guði heimskir menn: hef ég til þess rökin tvenn, að á sælum sanni er enginn vafi. Pað er ekki auðvelt að segja, hver þessi »tvenn rök« hafa verið, eins fróðlegt og það þó væri að vita það. En aftur á móti er ekki erfitt að nefna einn af þessum »heimsku mönnum«. Pað er Ludwig Feuerbach, höfundurinn að »Gedanken iiber Tod und Unsterblichkeit«, er aðrir hafa nefnt einn af mestu vitringum 19. aldarinnar. Ein af hans setningum er í þá átt, að óskin sé móðir allra trúarbragða, önnur, að öli þekking á guði sé þekking á sálu eða huga mannsins. Vantrú Jónasar á helvíti lýsir sér í vísunum: »Mér finst það vera fólsku gys« o. s. frv. Pannig mundi enginn yrkja, sem í alvöru tryði á þessa ógeðs- legu — en þó ekki köldu — kjallaravist, sem, að því er sumir hyggja, er flestum af oss búin. í þessu atriði koma saman tveir fínustu strengirnir á hörpu íslenzkunnar, sá sem hreinastan hefur hljóminn, og hinn, sem heíur það til, bæði að vera snjallastur og þýðastur.1 Helgi Pélursson. Trúar- og kirkjumál Dana 1900. Eftir Matth. Jochumsson. Saga Danmerkur á öldinni, sem nú er liðin, er afar-stórfeld og merkileg. I byrjun aldarinnar voru horfur ríkisins hinar hörmu- legustu alla Napóleonstíðina, enda létu þeir Noreg 1814. En eftir það urðu þar í landi mikil auðnusldfti; eignaðist þjóðin einn mann- inn öðrum betri og fram yfir miðja öldina voru þeir öndvegisþjóð Norðurlanda nálega í öllum greinum. Fengu þeir og þingræðið 1 Eg á auðvitað við Þorstein Erlingsson.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.