Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Side 50

Eimreiðin - 01.05.1902, Side 50
130 veit það sjálfur og vill og þorir við það að kannast, eða ekki. Hinar hörðu kærur og kvartanir frá hálfu heimatrúboðsfólksins og hinum eldri Grúndtvígsvinum eru enn fremur því til sönnunar — ef slíks þyrfti við — að aðalmeirihluti hinnar dönsku þjóðar sé ekki »trúaður«, heldur það sem hinir kalla »vantrúaður« eða jafn- vel »vísvitandi vantrúaður«, það er: trúir ekki kraftaverkum og skoðar ekki höfund kristindómsins sem »guðs son« í rétttrúuðum skilningi, heldur sem fræðara mannkynsins sendan af guði. Enn fremur hljómar sí og æ í eyrum frá þessum »heilögu« viðkvæðið, að »fráfallið mikla« sé þegar byrjað og magnist óðum og óðum. Kemur þar ljóslega fram, að öll von sé úti hjá þeim um að vinna »vantrúarfólkið«. Hver sér nú ekki hin óttalegu, hin vísvitandi ósannindi í slíku þjóðkirkju ástandi! Eað stórhneyksli að menn, sem þykja vera »sannleiksvottar«, játa opinberlega, að þeir finni það að vísu ganga samvizkum þeirra nærri, að veita börnum heimsins þjónustu með hinum heilögu, vitandi — til dæmis að taka — að þeir brjóti boðorð Drottins síns og meistara, þegar þeir gefi saman fráskildar persónur, — en að þeir gjöri slíkt og því um líkt samt sem áður sem þjónar kirkjunnar, enda friði samvizkuna — með því að þruma yfir þeim vantrúuðu«, þessum »vantrúuðu«. sem þeir þiggja af mest alt af framfæri sínu. Earna má komast yfir djúpið, sem að skilur. Petta er nú til þess að hlæja að. Já, að vísu, en hér er líka »svívirðing foreyðslunnar standandi á helgum stað«. Getur nokkr- utn alvörugefnum manni sýnst slíkt guðleysi sér óviðkomandi? — Ætti enn þá að þurfa að minna á orð grundvallarlaganna, að þjóð- kirkjan réttlætist einungis af meirihlutanum. Ríkið ætlar sér því að verja hana og halda sem mesta uppeldis- og styrktarmeðal fyrir sjálft sig. Pess vegna nýtur hún verndar og forréttinda. En um »lærdóminn« varðar það alls ekkert, ella hefði trúarbragðafrelsið ekki verið lögfest. Önnur ályktun verður því ekki dregin en súr að þegar meirihluti þjóðarinnar vitanlega álítur kenningarform hinnar evang.-lúth. kirkju ekki lengur vera fullnægjandi, þá fellur um koll öll ástæða hjá ríkinu til að binda embættismenn kirkj- unnar við þetta kenningarform, — og þegar svo í viðbót hið sið- spillandi í hinum vísvitandi yfirdrepsskap er opinbert, þá er það skylda ríkisins að burtsníða hneykslið. Eru þá tvær leiðir til fyrir löggjafarvald landsins. Eað getur

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.