Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Page 52

Eimreiðin - 01.05.1902, Page 52
132 er annað en páfadómur með öðru nafni? Vill meirihlutinn, hinn mikli og stóri, koma fram móti valdavastri þessa »fámenna flokks«, þessu biskupavaldi, sem hótar kennurum allra alþýðuskóla lands- ins afsetningu, ef þeir hreyfi við bókstaftrúnni á öll tákn biblí- unnar, sem verða æ ótrúlegri hjá alþýðunni, þ. e. öllum þorra þjóðkirkjunnar. þjóðkirkjan er kirkja þjóðarinnar, og er til hennar vegna. Pessi einfaldi sannleiki, sem virðist vera fyrir ofan eða utan skiln- ing stjórnarherranna, þarf nú fyrst af öllu að verða allri þjóðinni bersýnilegur. Pað er í sannleika ekki neitt um of, þótt alþýðan, sem ber allan kostnað kirkjunnar, hafi lagaleyfi til að launa þeim mönn- um einum, sem trúa líkt og hún sjálf. Hér er alls ekki gjört ráð fyrir að útiloka rétttrúaða presta eða kennara; langt frá því! ein- ungis er talað um jafnrétti. fegar litli flokkurinn er að hrópa upp yfir sig, að menn ofsæki sig og svifti sig málfrelsi, þá er það al- veg sama kveinið, sem kaþólskir menn við hafa, þegar einhverjar skorður eru reistar við yfirgangi þeirra. Og skipi þeir oss, hinum mörgu, að rýma fyrir sér, virðist oss sem skörin ætli þar upp í bekkinn og ef annarhvor ætti að víkja, væri það þeir, þótt þess væri ekki æskjandi, meðan samkomulngið væri viðunandi. Því ein- mitt það, að skifta sól og vindi jafnt milli flokka, er gott ráð til að sefa og svæfa ákefð og heimsku manna. Pjóðin sem heild má með engu móti missa þeirra siðmenn- ingarstrauma, sem utan að bjóðast og trú mótmælenda þarfnast á braut sinni til frjálsrar trúar og hugsunar. En jöfn tilbreytni með hyggindum og hófi eru engin gönuskeið! En fáist ekki kenningarfrelsið áður en alt of langur tími líður, þá kemur bylurinn, ef ekki á annan hátt, þá á þann, að meiri og meiri hluti þjóðarinnar segir skilið við kirkjuna. Ástandið, sem nú er, bendir þá leið, einkum í höfuðstaðnum og bæjunum. Til lang- frama unir ekki mentuð og frjálslynd þjóð af Gotum og Germön- um komin, sem haft hefur trú mótmælenda í fjórar aldir, því »trú- arfrelsi«, sem æðimikið líkist trúarlegri harðstjórn fáeinna manna. Hversu ástandið er öfugt, sézt bezt af því, sem prestaefni vor læra við vorn evang.-lúth. háskóla; þeir læra þar ýmist það, sem alls ekki eða þá með mikilli varúð má kenna í prestlegri embætt- isfærslu. Og kunnugt er, að fleiri en einn guðfræðismeistari háskólans fæst við hinar nýju biblíurannsóknir. Tar, við háskól- ann, hefur mótmælendastefnan enn þá ekki niðurdrepið merkis-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.