Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Page 55

Eimreiðin - 01.05.1902, Page 55
135 Systir mín fór að hnýsast í náttúrufræði og landabréf. — Hún komst að raun um, að jörðin er hnöttótt, og fullkomnar líkur mæltu með því, að uppruni dýra og jurta væri miklu eldri, en aldingarðurinn, sem Adam og Eva gengu um. Nú féll syndafallssagan úr hásæti helgisagnanna og Nóaflóðs- skýrslan færðist í þjóðsögu búning. Eegar fyrsti steinninn féll úr múrveggnum, sem hún hafði haft fyrir sjónarhæð, losnaði um hvern að öðrum, þangað til skriðan féll og víggirðingin lá í rústum. Og svo stóö systir mín í urðinni —- með flaksandi hár og döpur augu. Nú var konungsríkið gengið til grunna. Hillingarnar horfnar. Bæjartjörnin var ekki lengur útsærinn, sem löndin lágu að og umhverfis, heldur örlítill hornsílapollur. Sólin var fögur að vísu eins og fyrrum. En hún var í svim- hæð yfir hnjúknum; og guðsríki langt í burtu — eða hvergi —, svo að ómögulegt var að sjá inn í það í skúraskini. Áður var systir mín fóthvöt og blómleg. Nú varð hún fálát og döpur í bragði. Áður veltum við olckur í grængresi vortíðar- innar og bökuðum okkur í sólskitiinu, töluðum um daginn og sól- ina, útsprungin sumargrös og syngjandi vorfugla. Nú reikuðum við um blásna mela; — við segi ég, því að ég fylgdi henni nauð- ugur, viljugur Ræður okkar fjölluðu nú mestmegnis um þoku- hillingar og náttfyllur, bliknaðar jurtir og rómlausa haustfugla. Oftast héldum við saman og létum eitt ganga yfir okkur bæði. En stundum leyndist hún frá mér, þegar hún sá sér færi, og fór einförum. Vesalingur! Stundum rakst ég á hana út um víðavangtnn, þar sem hún sat á fótum sínum milli þúfna og hafði fingur í munni sér. Einu sinni kom ég að henni í þessum öngum og mælti á þessa leið — hún var tárvot og gekk mér ástand hennar til hjarta —: Systir mín! Eigum við ekki að sigla til fjarlægra landa? Hún leit upp: Hvert? Hvert getum við farið? Við getum siglt um Bæjartjörnina eins og fyrrum, sagði ég.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.