Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Side 60

Eimreiðin - 01.05.1902, Side 60
140 systir mfn. — Nei, honum er ekki ant um, að guðsríki komi til okkar. Hann vill ekki styðja að því, að Kristur búi meðal vor. Eg fer aldrei til kirkju framar. — Og hún efndi heit sitt. Veiklyndi systur minnar kom nú í lós þannig: að hún sóttist mest eftir að lesa í bókum, sem særðu tilfinningarnar og æstu hugann. Einu sinni kom ég að henni, þar sem hún lá yfir Opinberun- arbókinni. Hún leit til mín draumblæjuðum augunum, þokulegum og mælti: Hvaða lamb er þetta, sem hér er verið að tala um ? Reyndar treysti ég mér eigi auðveldlega til að skýra ritn- inguna og allra sízt þá bók. Pó vildi ég gera henni einhverja úr- lausn og mælti: Eetta er líking; þetta lamb er ímynd undirgefn- innar, h'tillætisins, réttlætisins. Hvar er þetta lamb að finna? spurði hún þá. I Jórsalalandi, hjá gröf Krists, svaraði ég, og var þó í vand- ræðum með svarið. Ég vil fara til Jórsala, mælti systir mín. — Er þar ekki sá bezti læknir, sem til er undir sólunni? Jú, þar er góður læknir, eða var einu sinni. En nú er ég hræddur um, að hann sé ekki lengur að finna. En eigum við ekki fyrst að finna lækninn í í’jóðgötu og fá hjá honum leiðarvísi? Hún félst á þetta. Pá fór ég með systur mína til læknisins í þjóðgötu. Pegar við komum til hans, var hann í miklum önnum að gegna sjúkl- ingum. Ear var kallmaður, sem hafði hrukkóttar hendur og var læknirinn að gera honum smyrsli við þeim kvilla, svo hendurnar gætu hvítnað og orðið höfðinglegri. Ear var og kvennmaður, sem þóttist vera of rjóð í kinnum og var læknirinn að hræra ein- hvern bræðing í krús, sem hún skyldi bera í andlitið, til þess að gera það hvítara. Eegar ég komst að fyrir ösinni, bar ég systur mína fram á bænarörmunum við lækninn og tjáði honum vandræði hennar. Læknirinn hélt fyrst langa ræðu og harða um veiklunina í lýðnum og þolleysuna. Pessi aðgangur ætlaði að drepa sig o. s. frv. Ég lét hann tala út og gegndi engu orði; því að satt mundi hann segja.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.