Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Side 64

Eimreiðin - 01.05.1902, Side 64
144 að það fálmaði upp um hana framfótunum og snerti hendur hennar með vörunum. Systir mín brosti ánægjulega og mælti: Nú er Kristur kominn í bæinn. Pegar kvöldroðinn skreytir sumarskýin á himninum og verpur ljóma sínum á hæðirnar í suðaustrinu — hæðirnar, sem kalla mætti Lambafjöll — því að í þeirri átt var átthagi lambsins og óðal- storð —, situr systir mín úti í túni í djúpum og háfleygum hugs- unum. Hugsanir hennar verða ekki skýrðar á skiljanlegan hátt, því að hugur hennar fer lengra en tungan nær, lengra en svo, að heyrn og sjón geti fylgt henni. Segja má, að hún hugsi um lífgrös lambsins. Síðan hún kyntist lambinu, vill hún að þau komist inn á hvert heimili — lambið og lífi’b. GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON. Tvö kvæði. I. VARÐI. Nú hegg ég nafti mitt hér á þennan stein, á hæsta, efsta steininn, sem ég finn, sem hefir þolað lengst sín mörgu mein og mun þau þola enn þá fyrst um sinn. Par inn ég nafn mitt hegg í grjótið harða, því hann ég kýs mér fyrir minnisvarða. Hann eyðist seint — þú sér, hann harður er, þótt sverfi regn og stormur móbergsþilin og altaf verði dýpri og dýpri gilin, þá mun hann standa efst á hnjúknum hér. Ef fjallið ekki bilar til að bera ’ann, þá bregst það sízt, að jafnan hæstur er hann.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.