Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Side 67

Eimreiðin - 01.05.1902, Side 67
H7 R i t sj á. EINAR HJÖRLEIFSSON: VESTAN HAFS OG AUSTAN. Þrjár sögur. Rvík 1901. Flestir munu verða að játa, að íslendingar hafi átt svo mörg góð ljóðskáld, að þeii geti í því efni boðið ýmsum öðrum þjóðum byrg- inn, þegar miðað er við allar ástæður. En öðru máli er að gegna með sagnaskáldskapinn. Hann hefir hingað til yfirleitt verið harla ófullkominn í nútíðarbókmentum vorum, þótt einstöku undantekningar séu frá því, sem betur fer. Orsökin er þó sjálfsagt ekki sú, að ís- lendinga skorti fremur hæfileika í þessa stefnu, en að því er ljóðagerð- ina snertir, heldur miklu fremur sú, að svo miklu færri hafa lagt stund á þessa skáldskapargrein en hina. Hún er og miklu yngri í nútíðar- bókmentum vorurn, þar sem fyrst fór að bóla á henni um miðbik 19. aldarinnar. En í rauninni er hún þó miklu eldri, því með sanni má ■segja, að íslendingar hafi fyr tekið að rita skáldsögur en aðrar þjóðir. Sumar af fornsögum vorum eru sem sé hreinar og beinar skáldsögur (t. d. »Víglundarsaga« o. fl.), og svo .vel frá þeim gengið, að við get- um kinnroðalaust borið þær saman við skáldsögur annarra þjóða; enda hafa menn fyrir satt, að einn hinn mesti skáldkonungur Breta, Walter Scott, hafi einmitt tekið sér þær til fyrirmyndar, er hann var að semja hinar heimsfrægu skáldsögur sínar. Þetta sýnir, að skáldsagnahæfi- eikar hafa verið til hjá þjóð vorri,. þó þeir hafi, eins og annað fleira, legið niðri um stund í miðaldamókinu. Á þeim var og farið að bera töluvert hjá einstöku höfundum á síðari hluta 19. aldarinnar, sem þó vonandi að eins má skoða sem afturelding eða árroða, er boði miklu meiri framfarir í sagnaskáldskap 20. aldarinnar. Því verður heldur ekki neitað, að 20 öldin byrjar vel að þessu leyti, þar sem hún á fyrsta ári sínu færir oss annað eins sælgæti, eins og sögurnar í »Vestan hafs og austan«. f’ví þær sögur eru ritaðar af svo mikilli list, að hverri þjóð mundi þykja sómi, að eiga þær í bók- mentum sínum. Fyrsta sagan heitir »Vonir« og segir frá komu íslenzks vinnu- manns til Ameríku og þeim viðtökum, er hann fær hjá unnustu sinni þar. Þau höfðu verið vinnuhjú á sama bæ heima á íslandi og trú- lofast þar. Stúlkan sýndi honum fram á, að þau mundu verða bæði gömul og grá, áður en þau gætu reist bú á íslandi, jafnfátæk og þau væru, og væri því eini vegurinn til, að þau gætu gift sig, að þau flyttu sig til Ameríku, þar sem kaupgjaldið væri svo hátt og menn gætu fengið bújörð fyrir ekkert. En sá var hængur á því, að hún átti ekk- ert til, og aleiga hans hrökk ekki nema fyrir fari annars þeirra. Hún stakk þá upp á, að hún skyldi fara á undan, og senda honum pen- inga fyrir fargjaldi, er hún hefði unnið sér nóg inn til þess, sem fljótt mundi verða, jafnhátt og kaup kvenna væri í Ameríku. Þó honum væri sárnauðugt að sleppa henni frá sér, kom hún. þó fortölum sínum 10*

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.