Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Page 70

Eimreiðin - 01.05.1902, Page 70
í5° áður prestur hóf fyrir hans hönd bónorð við dóttur sína. Hún svaraði, að sér þætti ekkert vænt um hann, en hann sýndi henni fram á, hve góður eiginmaður hann mundi verða og kom svo fortölum sínum, að hún lét undan og giftist honum. En aldrei gat hún fengið ást á hon- um, hversu góður sem hann var henni. Svo þegar Þorkell kom heim úr kaupstaðnum árið eftir að þau giftust, sagði hann, að Asgeir væri kominn til landsins og orðinn sýslu- maður þeirra, — ógiftur og ólofaður. Þeir höfðu fundist í kaupstaðn- um, æskuvinirnir, og með því að sýslumaður átti engan vísan sama- stað, hafði Þorkell boðið honum að vera hjá sér til næsta vors, en þá ætlaði Ásgeir að reisa bú. Þetta var að leiða Þórdísi í freistni, enda fóru leikar svo, þrátt fyrir alla varúð og viðleitni á að standast allar ástríður, að Þorkell einu sinni kom að þeim sýslumanni og konu sinni í faðmlögum, — eina sinnið, sem það kom fyrir. Hún iðraðist fram- komu sinnar sáran og reyndi að bæta yfir afbrot sitt, og Þorkell fyrir- gaf henni og reyndist henni jafnan hinn bezti eiginmaður, En Ásgeir rak hann þó brott og hann fór næsta vor alfarinn af landi burt. En þó Þórdís jafnan gerði sér alt far um, að reynast manni sínurn góð kona og bæri mikla virðingu fyrir honum sem manni, átti hún þó í síféldu stríði við sjálfa sig. Því hún gat aldrei elskað hann, þrátt fyrir alla hans kosti og öll hans gæði. Og hún gat heldur aldrei gleymt Ásgeiri eða kæft ást sína til hans, þrátt fyrir alla hans ókosti, léttúð og brigð- rnælgi. En rnenn fá litía hugmynd um þessa sögu af því, sem hér hefir verið sagt. Menn verða að lesa söguna sjálfa. Og þá trúum vér ekki öðru, en að flestum muni finnast til um. I henni er dýpi mannlegrar sálar kannað betur, en menn hafa nokkur dæmi til fyr á íslenzku. Og allur frágangurinn á henni er svo afbragðslegur, að vér hikum oss ekki við að segja, að á hærra stig hefir íslenzkur sagnaskáldskapur ekki komist hingað til, og vér efumst um, að fram úr þessu verði farið. Vér höfum að minsta kosti aldrei haft meiri listanautn af að lesa neina sögu, hvorki útlenda né innlenda. Vér efumst ekki um, að hún verði þýdd á útlend mál, og vér bíðum óhræddir eftir dómi útlendra fagur- fræðinga um hana. Að endingu getum vér ekki stilt oss um, að setja hér niðurlag þessarar sögu, og vonum að mönnum smakkist það svo, að menn langi í meira. Það hljóðar svo: Var ég þá komin upp á hjallann, sem örðugastur var upp- göngu ? Ég læt að minsta kosti svo, sem ég hafi komist það. Og ég vona, guð fyrirgefi mér, ef einhver sporin upp á brúnina hafa verið óstigin. Ég gerði það, sem ég gat. Ég reyndi stöðugt að hugsa um, hvað hann væri góður, hreinhjartaður, stiltur, sannarlegt karlmenni. Ég reyndi að hafa það altaf hugfast, hvernig hann efndi orð sín í fjár- húsinu — að bera mig á höndum sér alt lífið. En ég þurfti að setja mér að hugsa um þetta. Þær voru svo óáleitnar, þær hugsanirnar — komu sjaldan af sjálfum sér. Aðrar hugsanir komu óboðnar . . . Ég breiddi upp yfir höfuð, þorði ekki að líta á neinn eða neitt, og grét í rúrninu daginn eftir fjár-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.