Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Qupperneq 73

Eimreiðin - 01.05.1902, Qupperneq 73
tegund úr útlendum flórum. Það verður að skoða hverja íslenzka tegund í krók og kring, bera þær nákvæmlega saman við sömu tegundir í út- löndum, og þannig komast að raun um, hvort íslenzku tegundirnar líti eins út og hinar eða ekki, og séu þær frábrugðnar, þá að ákveða, að hverju leyti þær séu frábrugðnar. Það verður með öðrum orðum, að semja sjálfstæða lýsingu af hverri tegund, eins og hún er lifandi á jörð- unni. Til að semja tegundarlýsingu er ekki nægilegt, að skoða einn plöntueinstakling og lýsa honum, heldur verður að rannsaka marga, helzt svo marga plöntueinstaklinga, sem unt er, því lýsingin verður að fela í sér breytileik tegundanna. Slíkar lýsingar taka því langan tíma og kosta mikið erfiði. Þetta verk hefur nú Stefán leyst af hendi. Hann hefur farið nálega um land alt, og bæði skoðað plönturnar lif- andi og safnað miklu. Þá er þriðja skilyrðið, málið. Það hefur ekki verið hvað minsta erfiðið, að koma góðri íslenzku á lýsingarnar. Öll hin svonefndu fræði- orð vantaði íslenzkuna; höf. hefur því orðið að búa til ný orð hóp- um saman, og verður ekki annað sagt, en hann hafi komist vel frá því. Hann hefur einnig búið til fjöldamörg plöntuheiti; eru þau yfir höfuð að tala góð og mörg þeirra ljómandi falleg. Yfirleitt er gott mál á bókinni, og hlýtur Stefáni að vera létt um að rita góða íslenzku, er honum hefur tekist að koma svo vel orðum að jafnerfiðu efni. Bókin er að ytra útliti lagleg. Brotið er heppilegt. Leturbreyt- ingar eru smekklegar og létta mönnum fyrir við notkun bókarinnar. Yfirleitt er bókin laglega prentuð, og myndirnar hafa tekist vel. Niður- skipun efnisins er hin ljósasta, og hlýtur hver maður að geta áttað sig fljótt á henni. Lýsingarnar eru ljósar og svo réttar, sem unt er, eftir því sem menn nú vita um íslenzkar plöntur. Höf. hefur einnig lagt hina mestu alúð við flóru sína, og, þar sem nauðsyn bar til, leitað sérfræðinga (sbr. Flóru hans, bls. VIII). Til frekari skýringar við lýsingarnar eru í bók- inni 122 myndir; af þeim eru 24 búnar til fyrir Flóru þessa (nl. myndirnar 1, 8, 9, 10, 17, 19, 21, 22, 24, 25, 32, 38, 42, 43, 45, 58, 69, 81, 83, 98, 110, ni, 113 og 122). Alls er lýst í bókinni 359 tegundum, sem áreiðanlega er víst, að vaxa á íslandi. Auk þess er ýmsra slæðinga getið í greiningatöflunum. Bókin er höf. og Bókmentafélaginu til sóma. Þess skal getið hér, stjórn Bókmentafélagsins til hróss, að hún hefur lagt alt kapp á, að bók þessi yrði sem bezt úr garði gerð. Ég orðlengi svo ekki frekar um Flóruna, hún talar bezt sínu máli sjálf. Ég leyfi mér þó að hvetja menn til að kaupa hana, og hún ætti, með meira rétti en margar aðrar bækur, »að komast inn á hvert einasta-heimili« á landinu. Helgi Jónsson. BÆJARSKSÁ REYKJAVlKUR. Samið hefir Bj'órn Jónsson. Rvík 1902. Þetta er nýstárleg bók, hin fyrsta af því tægi á íslenzku, enda tvísýnt, hvort allir skilja þýðingu hennar þegar í stað. Slíkar bækur eru á dönsku kallaðar »Vejviser«, en á ensku »Directory«, og þykja þær ómissandi í öllum stærri bæjum erlendis. Þar sem Rvík nú er orðin allstór bær (með um 7000 íbúa), er orðin full þörf á slíkri leiðbein-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.