Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Page 75

Eimreiðin - 01.05.1902, Page 75
*55 við að minnast hans og sýna fram á, hve miklu góðu hann hefir til leiðar komið, eins og lektor Þórhallur Bjarnarson hefir gert í ritgerð þessari. Mætti slík skýrsla vel verða til þess, að vekja enn fleiri landa vora til vaxandi dáðar og drengskapar, bæði með því að ýta undir menn með að keppa um verðlaun ur sjóðnum og leitast við að gera sig þeirra verðuga með dugnaði sínum og framkvæmdum. Og eins gæti vel hugsast, að þegar menn sjá hinn blessunarríka og frægilega árangur af þessari sjóðstofnun konungs vors, þá vaknaði hjá einhverjum, sem vel eru efnum búnir, löngun til að feta í fótspor hans og vinna ættjörð sinni gagn og sjálfum sér ævarandi sóma með stofnun fleiri sjóða af líku tægi. Á umliðum 26 árum hafa 52 menn fengið heiðursgjöf úr sjóðnum og eru nöfn þeirra prentuð í skýrslu lektorsins og skýrt frá, hvað hver um sig hafi til framans unnið, og er hin mesta ánægja að lesa sumt af því og jafnvel alt. Verðlaunin skiftast þannig niður á fjórðungana, að úr sunnlendingafjórðungi hafa 30 fengið heiðursgjafir (85 sótt, en sumir af þeim margsinnis), úr Norðlendingafjórðungi 12 (33 sótt), úr Austfirðingafjórðungi 6 (12 sótt) og úr Verðfirðingafjórðungi 4 (24 sótt). Flestar hafa heiðursgjafirnar lent á þeim sýslum, sem næstar eru Reykja- vík, 11 á Árnessýslu og 9 á Kjósar og Gullbringusýslu. Af einstökum sveitum stendur Grímsnesið hæst, því þar hafa 6 menn hlotið heiðurs- gjafir, og ætti sú sveit eftir því að vera mikil fyrirmyndarsveit í búnaðar- framkvæmdum, ef réttlátlega hefir verið úthlutað, sem varla er að efa, þó oft geti verið úr vöndu að ráða fyrir þá, er um slíkt eiga að dæma. HLÍN, tímarit til eflingar verkfræðislegs og hagfræðilegs fram- kvæmdalífs á íslandi. Útgefandi: Stefán B. Jónsson. Rvík 1901. Til- gangurinn með tímariti þessu er góður, sem sé að vekja áhuga á verk- legum framförum í landinu og gefa ýms ráð og bendingar í því efni. í ritinu eru og margar skynsamlegar athugasemdir og ýmsir fróðleiks- molar, sem gott er að komi fyrir almennings sjónir. Þar er t. d. grein um kjötverkun (hvatt til að flytja út ísvarið kjöt), um smjörgerð, ali- fuglarækt, kartöflurækt, sláttuvélar o. fl. Þetta væri nú alt blessað og gott, ef framsetningin (málið) og frágangurinn (stafsetning og prófarka- lestur) væri í nokkurn veginn góðu lagi. En því fer fjarri. í því efni er ritið ómynd, og sama er að segja um niðurskipun efnisins og valið á sumu, sem í því er, t. d. ameríska kvæðinu, sem enginn, sem vit hefir á, mun geta fundið, að eigi heima í ritinu, né heldur fallist á, að það sé neitt snildarverk. Oðru nær. Óviðkunnanlegt er og að sjá auglýsingaskrum frá útgefandanum sett inn á milli ritgerðanna eða jafn- vel hnýtt aftan í þær sjálfar. Yfir höfuð sýnir ritið fyllilega, að útgef- andinn er ekki fær um að annast útgáfu á tímariti, og ætti hann því að hlífa íslenzkum bókmentum við því, en skrifa í þess stað ritgerðir sínar í »Búnaðarritið« eða önnur ísl. tímarit, sem fyrir eru, og mundi hann með því móti geta gert löndum sínum miklu meira gagn. En vilji útgefandinn ekki taka þessari bendingu vorri, og endilega halda úti sérstöku tímariti, þá er óhjákvæmilegt fyrir hann að fá annan mann í félag með sér, sem séð geti um, að það verði í frambærilegum bún- ingi. Að öðrum kosti er ritinu engin lífsvon.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.